Lögregla veit lítið um stungumanninn sem gengur enn laus Eiður Þór Árnason skrifar 24. ágúst 2024 09:22 Enn var unnið að rannsókn á vettvangi snemma í morgun. DPA/Thomas Banneyer Lögregla leitar enn árásarmanns sem stakk þrjá til bana og særði að minnst átta á götuhátíð í þýsku borginni Solingen. Lögregla hefur litlar upplýsingar um brotamanninn sem talið er að hafi stungið fólk af handahófi. Talskona lögreglunnar vísar á bug fréttum sem hafa lýst atvikinu sem hryðjuverkaárás. Tilefni árásarinnar liggi ekki fyrir en gengið sé út frá því að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki. Nær leitin út fyrir borgarmörkin en lögregla hefur sett upp vegatálma í kringum borgina. Árásin varð gerð á Fronhof-torgi í miðbænum á afmælishátíð Solingen í vestanverðu Þýskalandi um klukkan 21:45 að staðartíma í gærkvöldi. Ekki hefur fengist nákvæm lýsing á hinum grunaða og aflar lögregla áfram upplýsinga um árásina, að sögn þýska miðilsins DW. Lögregla hafi bæði rætt við fórnarlömb og vitni ásamt því að óska eftir upplýsingum frá almenningi. Hátíðinni gert að fagna fjölbreytileika Það hindrar leitina hversu lítið liggur fyrir um útlit árásarmannsins og staðsetningu. „Ég tel að það sé stóra vandamálið okkar. Við höfum ekki mikið af upplýsingum um árásarmanninn enn sem komið er,“ segir Alexander Kresta, talskona lögreglunnar í nágrannaborginni Wuppertal. Vitni að árásinni væru í miklu áfalli og hafi boðist áfallahjálp. Hátíðin þar sem árásin fór fram er kennd við fjölbreytileika og ætlað að fagna 650 ára afmæli borgarinnar með tónlistarviðburðum, kabarett og loftfimleikum. Frekari viðburðum hefur nú verið aflýst. Um 150 þúsund manns búa í Solingen sem er staðsett milli Düsseldorf og Köln. Lögreglubílar í miðborg Solingen snemma í morgun.DPA/Christoph Reichwein Íhuga að breyta vopnalögum DW segir að banvænar skot- og stunguárásir teljist fremur sjaldgæfar í Þýskalandi en tíðni hnífaárása hafi aukist í landinu. Nancy Faeser, innanríkisráðherra Þýskalands hefur gefið út að stjórnvöld íhugi að þrengja reglur um vopnaburð. Kemur til greina að takmarka lengd þeirra hnífa sem fólki er heimilt að bera á sér meðal almennings. Innanríkisráðherrann segist vera í áfalli vegna atviksins og öryggisyfirvöld væru að gera allt sem í þeirra valdi standi til að rannsaka árásina og finna brotamanninn. „Við erum djúpt slegin vegna hinnar hrottalegu árásar á borgarhátíðinni í Solingen. Við syrgjum fólkið sem hefur misst lífið á hræðilegan hátt,“ skrifaði hún á X, áður Twitter. „Hugur minn er hjá fjölskyldum hinna látnu og þeirra sem eru alvarlega slasaðir,“ bætti hún við. Þýskaland Tengdar fréttir Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Sjá meira
Talskona lögreglunnar vísar á bug fréttum sem hafa lýst atvikinu sem hryðjuverkaárás. Tilefni árásarinnar liggi ekki fyrir en gengið sé út frá því að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki. Nær leitin út fyrir borgarmörkin en lögregla hefur sett upp vegatálma í kringum borgina. Árásin varð gerð á Fronhof-torgi í miðbænum á afmælishátíð Solingen í vestanverðu Þýskalandi um klukkan 21:45 að staðartíma í gærkvöldi. Ekki hefur fengist nákvæm lýsing á hinum grunaða og aflar lögregla áfram upplýsinga um árásina, að sögn þýska miðilsins DW. Lögregla hafi bæði rætt við fórnarlömb og vitni ásamt því að óska eftir upplýsingum frá almenningi. Hátíðinni gert að fagna fjölbreytileika Það hindrar leitina hversu lítið liggur fyrir um útlit árásarmannsins og staðsetningu. „Ég tel að það sé stóra vandamálið okkar. Við höfum ekki mikið af upplýsingum um árásarmanninn enn sem komið er,“ segir Alexander Kresta, talskona lögreglunnar í nágrannaborginni Wuppertal. Vitni að árásinni væru í miklu áfalli og hafi boðist áfallahjálp. Hátíðin þar sem árásin fór fram er kennd við fjölbreytileika og ætlað að fagna 650 ára afmæli borgarinnar með tónlistarviðburðum, kabarett og loftfimleikum. Frekari viðburðum hefur nú verið aflýst. Um 150 þúsund manns búa í Solingen sem er staðsett milli Düsseldorf og Köln. Lögreglubílar í miðborg Solingen snemma í morgun.DPA/Christoph Reichwein Íhuga að breyta vopnalögum DW segir að banvænar skot- og stunguárásir teljist fremur sjaldgæfar í Þýskalandi en tíðni hnífaárása hafi aukist í landinu. Nancy Faeser, innanríkisráðherra Þýskalands hefur gefið út að stjórnvöld íhugi að þrengja reglur um vopnaburð. Kemur til greina að takmarka lengd þeirra hnífa sem fólki er heimilt að bera á sér meðal almennings. Innanríkisráðherrann segist vera í áfalli vegna atviksins og öryggisyfirvöld væru að gera allt sem í þeirra valdi standi til að rannsaka árásina og finna brotamanninn. „Við erum djúpt slegin vegna hinnar hrottalegu árásar á borgarhátíðinni í Solingen. Við syrgjum fólkið sem hefur misst lífið á hræðilegan hátt,“ skrifaði hún á X, áður Twitter. „Hugur minn er hjá fjölskyldum hinna látnu og þeirra sem eru alvarlega slasaðir,“ bætti hún við.
Þýskaland Tengdar fréttir Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Sjá meira
Fólk stungið til bana á borgarhátíð í Þýskalandi Þrír eru látnir og fjórir alvarlega særðir eftir að maður stakk fólk handahófskennt á borgarhátíð í Solingen í Þýskalandi í kvöld. Árásarmaðurinn er óþekktur og gengur enn laus. 23. ágúst 2024 22:02