Skýtur af lengra færi en bestu NBA strákarnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. ágúst 2024 14:02 Caitlin Clark fagnar þriggja stiga körfu í leik á dögunum. Hún hefur farð á kostum í síðustu leikjum. Getty/Justin Casterline Körfuboltakonan Caitlin Clark heillar flesta sem á hana horfa enda bæði frábær skotmaður og frábær sendingamaður. Það er einkum henni að þakka að áhorf hefur stóraukist á kvennakörfuna í Bandaríkjunum. Nú hafa menn reiknað út að Clark er að skjóta af miklu lengra færi en öflugustu NBA strákarnir. Clark er komin í skotfæri rétt fyrir innan miðlínu vallarins eins og við þekkjum svo vel frá því að horfa á Steph Curry spila með Golden State Warriors. Nú er komið í ljós að Clark er að skjóta að meðaltali af lengra færi heldur en sjálfur Curry, besta þriggja stiga skytta allra tíma. Á sínu fyrsta tímabili í WNBA deildinni þá er hin 22 ára gamla Clark að skjóta þriggja stiga skotum sínum af 29,09 feta færi að meðaltali sem gerir skot að meðaltali af 8,56 metra færi. Þriggja stiga línan í NBA deildinni er í 23,75 feta fjarlægð frá körfunni (7,24 metrar) en í 22,15 feta fjarlægð frá körfunni í WNBA deildinni (6,75 metrar). WNBA er með sömu þriggja stiga línu og hjá FIBA og þar með hér á Íslandi. Clark er því að taka sín skot langt fyrir utan þriggja stiga línuna í leikjum sínum með Indiana Fever. Clark er að skjóta af lengra færi heldur en öflugir skotmenn eins og Trae Young (27,94 fet), Damian Lillard (27,68 fet) og Steph Curry (27,58 fet) hafa náð mest að meðaltali í þriggja stiga skotum sínum á einu NBA tímabili. Eftir 29 leiki á sínu fyrsta WNBA tímabili þá er Clark með 17,9 stig og 8,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hún hefur hitt úr 33 prósent þriggja stiga skota sinna. Clark er að skora 2,8 þrista að meðaltali í leik. View this post on Instagram A post shared by Jeremy Bauman (@formshooting) WNBA NBA Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Sjá meira
Nú hafa menn reiknað út að Clark er að skjóta af miklu lengra færi en öflugustu NBA strákarnir. Clark er komin í skotfæri rétt fyrir innan miðlínu vallarins eins og við þekkjum svo vel frá því að horfa á Steph Curry spila með Golden State Warriors. Nú er komið í ljós að Clark er að skjóta að meðaltali af lengra færi heldur en sjálfur Curry, besta þriggja stiga skytta allra tíma. Á sínu fyrsta tímabili í WNBA deildinni þá er hin 22 ára gamla Clark að skjóta þriggja stiga skotum sínum af 29,09 feta færi að meðaltali sem gerir skot að meðaltali af 8,56 metra færi. Þriggja stiga línan í NBA deildinni er í 23,75 feta fjarlægð frá körfunni (7,24 metrar) en í 22,15 feta fjarlægð frá körfunni í WNBA deildinni (6,75 metrar). WNBA er með sömu þriggja stiga línu og hjá FIBA og þar með hér á Íslandi. Clark er því að taka sín skot langt fyrir utan þriggja stiga línuna í leikjum sínum með Indiana Fever. Clark er að skjóta af lengra færi heldur en öflugir skotmenn eins og Trae Young (27,94 fet), Damian Lillard (27,68 fet) og Steph Curry (27,58 fet) hafa náð mest að meðaltali í þriggja stiga skotum sínum á einu NBA tímabili. Eftir 29 leiki á sínu fyrsta WNBA tímabili þá er Clark með 17,9 stig og 8,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hún hefur hitt úr 33 prósent þriggja stiga skota sinna. Clark er að skora 2,8 þrista að meðaltali í leik. View this post on Instagram A post shared by Jeremy Bauman (@formshooting)
WNBA NBA Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Sjá meira