Enski boltinn

Chiesa á blaði hjá Liver­pool

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Chiesa í einum af sínum 51 A-landsleik fyrir Ítalíu.
Chiesa í einum af sínum 51 A-landsleik fyrir Ítalíu. EPA-EFE/ROBERT GHEMENT

Hinn 26 ára gamli Federico Chiesa er á blaði hjá Liverpool en það er ljóst að Arne Slot, nýr þjálfari liðsins, vill styrkja hópinn áður en félagaskiptaglugginn lokar.

Chiesa var ekki í leikmannahóp Juventus sem vann öruggan 3-0 útisigur á Hellas Verona í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, í kvöld. Þá hefur Fabrizio Romano, samlandi Chiesa, gefið út að Liverpool sé með Chiesa á blaði.

Hann virðist ekki eiga upp á pallborðið hjá Thiago Motta, nýjum þjálfara Juventus, og er Liverpool talið líklegast til að fá hann í sínar raðir. Ekki kemur fram hvort um lán eða kaup sé að ræða.

Liverpool hefur verið heldur rólegt á leikmannamarkaðnum til þessa en liðið hefur verið meira í að selja en að kaupa. Félagið taldi sig vera búið að landa hinum spænska Martin Zubimenti, miðjumanni Real Sociedad, en hann ákvað að vera áfram á Spáni.

Slot hefur byrjað vel sem þjálfari Liverpool og unnið fyrstu tvo deildarleiki sína. Hann vill hins vegar breikka hóp liðsins til að berjast á öllum vígstöðvum.


Tengdar fréttir

Juventus vann aftur öruggan sigur

Thiago Motta gæti vart hafa byrjað betur sem þjálfari Juventus. Eftir tvo leiki í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, er liðið með tvo sigra og markatöluna 6-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×