Slíðra sverðin og boða endurkomu sveitarinnar Atli Ísleifsson skrifar 27. ágúst 2024 07:53 Liam og Noel Gallagher á tónleikum 1997. Getty Liam og Noel Gallagher hafa boðað endurkomu sveitarinnar Oasis. Bræðurnir, sem hafa lengi eldað grátt silfur, virðast hafa slíðrað sverðin og tilkynntu opinberlega að þeir muni koma saman og halda fjórtán tónleika í Bretlandi og Írlandi næsta sumar. Orðrómur um endurkomu sveitarinnar hefur lengi verið á sveimi og þá sérstaklega eftir að bræðurnir birtu sama myndbandið á samfélagsmiðlum um helgina þar sem mátti sjá dagsetninguna „27.08.24“ sem breyttist svo í „8 am“. pic.twitter.com/Gix1lFPQXa— Oasis (@oasis) August 25, 2024 Í morgun var svo birt mynd af þeim bræðrum þar sem segir að sveitin muni halda alls fjórtán tónleika næsta sumar. Oasis will tour the UK & Ireland in summer 2025!Tickets go on sale this Saturday 31st August.IRE 🎟️ 8am ISTUK 🎟 9am BSTFull information 👉https://t.co/EtNuE2Hx6b *These dates will be the band’s exclusive European appearances. pic.twitter.com/C5I0NVWS68— Oasis (@oasis) August 27, 2024 Fyrstu tvennir tónleikarnir verða í Cardiff í Wales 4. og 5. júlí og næstu fernir í heimaborg þeirra Manchester. Fernir tónleikar verða svo haldnir á Wembley í London, tvennir í Edinborg og loks tvennir í Dublin á Írlandi. Britpoppsveitin var stofnuð í Manchester árið 1991 og átti þá eftir að verða ein alvinsælasta sveit tíunda áratugarins með smelli á borð við Wonderwall og Don‘t Look Back in Anger. Síðasta plata sveitarinnar kom út árið 2008 og hætti sveitin ári síðar. Þeir bræður hafa eftir það mikið verið að senda hvor öðrum pillur opinberlega en nú virðast þeir hafa sæst á ný. Miðasala á tónleikana næsta sumar hefst á síðasta degi ágústmánaðar. Tónlist Bretland Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Orðrómur um endurkomu sveitarinnar hefur lengi verið á sveimi og þá sérstaklega eftir að bræðurnir birtu sama myndbandið á samfélagsmiðlum um helgina þar sem mátti sjá dagsetninguna „27.08.24“ sem breyttist svo í „8 am“. pic.twitter.com/Gix1lFPQXa— Oasis (@oasis) August 25, 2024 Í morgun var svo birt mynd af þeim bræðrum þar sem segir að sveitin muni halda alls fjórtán tónleika næsta sumar. Oasis will tour the UK & Ireland in summer 2025!Tickets go on sale this Saturday 31st August.IRE 🎟️ 8am ISTUK 🎟 9am BSTFull information 👉https://t.co/EtNuE2Hx6b *These dates will be the band’s exclusive European appearances. pic.twitter.com/C5I0NVWS68— Oasis (@oasis) August 27, 2024 Fyrstu tvennir tónleikarnir verða í Cardiff í Wales 4. og 5. júlí og næstu fernir í heimaborg þeirra Manchester. Fernir tónleikar verða svo haldnir á Wembley í London, tvennir í Edinborg og loks tvennir í Dublin á Írlandi. Britpoppsveitin var stofnuð í Manchester árið 1991 og átti þá eftir að verða ein alvinsælasta sveit tíunda áratugarins með smelli á borð við Wonderwall og Don‘t Look Back in Anger. Síðasta plata sveitarinnar kom út árið 2008 og hætti sveitin ári síðar. Þeir bræður hafa eftir það mikið verið að senda hvor öðrum pillur opinberlega en nú virðast þeir hafa sæst á ný. Miðasala á tónleikana næsta sumar hefst á síðasta degi ágústmánaðar.
Tónlist Bretland Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira