Neyðarkassinn eigi að skapa ró Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. ágúst 2024 20:02 Áslaug E. Yngvadóttir Tulinius, neyðarvarnarfulltrúi hjá samtökunum segir ekki um hræðsluáróður að ræða heldur snúi verkefnið að því að skapa ró. vísir/sigurjón Rauði krossinn hvetur fólk til að útbúa neyðarkassa með helstu nauðsynjun ef hættuástand á borð við náttúruhamfarir steðjar að. En hvað þarf að vera í kassanum? Það vakti mikla athygli þegar stjórnvöld í Danmörku hvöttu í gær íbúa til að eiga matarbirgðir, vatn, lyf og aðrar vistir til minnst þriggja daga til að vera viðbúnir mögulegu neyðarástandi. Þrátt fyrir skilaboðin er það ekki mat stjórnvalda að hernaðarógn sé yfirvofandi í landinu. Rauði krossinn á Íslandi hefur lengi hvatt íbúa til að útbúa svokallaðan viðlagakassa. Áslaug E. Yngvadóttir Tulinius, neyðarvarnarfulltrúi hjá samtökunum segir neyðarkassann til að skapa ró, ekki sé um hræðsluáróður að ræða. „Þetta gengur út á að fjölskyldur og einstaklingar geti verið sjálfstæðir í þrjá daga ef eitthvað kemur upp á.“ Hvað sjái þið fram á að geti gerst hér? „Það er eins og við þekkjum eldgos, skriður, óveður, sambandsleysi. Það er ýmislegt sem getur komið fyrir á þessu landi.“ Eigum við ekki bara að ná okkur í körfu og kaupa inn það sem maður þarf að eiga? „Heldur betur,“ segir Áslaug. Fyrst á lista er vatn og miðar hún við tvo til þrjá lítra af vatni á hvern og einn á dag. „En það getur líka runnið út þannig það er mikilvægt að athuga dagsetningar og fara yfir viðlagakassann til að vera viss um að þú eigir vatn fyrir þrjá daga.“ Ég sé á listanum að það er mikilvægt að eiga mat með góðan endingartíma. Það er væntanlega dósamatur? „Já það eru t.d. baunir eða túnfiskur.“ Svo eru það kolvetni, hvað myndir þú taka? „Stóran poka af hrísgrjónum eða pasta. Og jafnvel svona sósu með í dós, þetta endist mjög vel.“ Svo þarf eitthvað ef eldavélin fer? „Já þá viljum við ekki borða þurrt pasta. Mikilvægt að vera með prímus og nóg af gasi til, þetta endist bara ákveðið lengi.“ Auk þess sem lyf þurfa að vera til taks og nóg eldsneyti á bílnum. Þá er mikilvægt að eiga kveikjara eða eldspýtur og vasaljós ef rafmagn fer af. Teppi, hleðslubanka, skyndihjálpartösku og slökkvitæki. Heldur þú að fólk eigi svona kassa heima, heldur þú að fólk sé tilbúið? „Ég held að einhverjir séu það en ég held að við ættum öll að skoða þetta og taka okkur á. Það er ástæða til þess.“ Náttúruhamfarir Öryggis- og varnarmál Hjálparstarf Almannavarnir Tengdar fréttir Ekki óskynsamlegt að koma sér upp neyðarbirgðum Jóhann Friðrik Friðrikson, þingmaður Framsóknar sem sæti á í þjóðaröryggisráði, segir ekki óskynsamlegt fyrir Íslendinga að koma sér upp neyðarbirgðum á heimilum sínum líkt og Danir. 28. ágúst 2024 08:24 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Það vakti mikla athygli þegar stjórnvöld í Danmörku hvöttu í gær íbúa til að eiga matarbirgðir, vatn, lyf og aðrar vistir til minnst þriggja daga til að vera viðbúnir mögulegu neyðarástandi. Þrátt fyrir skilaboðin er það ekki mat stjórnvalda að hernaðarógn sé yfirvofandi í landinu. Rauði krossinn á Íslandi hefur lengi hvatt íbúa til að útbúa svokallaðan viðlagakassa. Áslaug E. Yngvadóttir Tulinius, neyðarvarnarfulltrúi hjá samtökunum segir neyðarkassann til að skapa ró, ekki sé um hræðsluáróður að ræða. „Þetta gengur út á að fjölskyldur og einstaklingar geti verið sjálfstæðir í þrjá daga ef eitthvað kemur upp á.“ Hvað sjái þið fram á að geti gerst hér? „Það er eins og við þekkjum eldgos, skriður, óveður, sambandsleysi. Það er ýmislegt sem getur komið fyrir á þessu landi.“ Eigum við ekki bara að ná okkur í körfu og kaupa inn það sem maður þarf að eiga? „Heldur betur,“ segir Áslaug. Fyrst á lista er vatn og miðar hún við tvo til þrjá lítra af vatni á hvern og einn á dag. „En það getur líka runnið út þannig það er mikilvægt að athuga dagsetningar og fara yfir viðlagakassann til að vera viss um að þú eigir vatn fyrir þrjá daga.“ Ég sé á listanum að það er mikilvægt að eiga mat með góðan endingartíma. Það er væntanlega dósamatur? „Já það eru t.d. baunir eða túnfiskur.“ Svo eru það kolvetni, hvað myndir þú taka? „Stóran poka af hrísgrjónum eða pasta. Og jafnvel svona sósu með í dós, þetta endist mjög vel.“ Svo þarf eitthvað ef eldavélin fer? „Já þá viljum við ekki borða þurrt pasta. Mikilvægt að vera með prímus og nóg af gasi til, þetta endist bara ákveðið lengi.“ Auk þess sem lyf þurfa að vera til taks og nóg eldsneyti á bílnum. Þá er mikilvægt að eiga kveikjara eða eldspýtur og vasaljós ef rafmagn fer af. Teppi, hleðslubanka, skyndihjálpartösku og slökkvitæki. Heldur þú að fólk eigi svona kassa heima, heldur þú að fólk sé tilbúið? „Ég held að einhverjir séu það en ég held að við ættum öll að skoða þetta og taka okkur á. Það er ástæða til þess.“
Náttúruhamfarir Öryggis- og varnarmál Hjálparstarf Almannavarnir Tengdar fréttir Ekki óskynsamlegt að koma sér upp neyðarbirgðum Jóhann Friðrik Friðrikson, þingmaður Framsóknar sem sæti á í þjóðaröryggisráði, segir ekki óskynsamlegt fyrir Íslendinga að koma sér upp neyðarbirgðum á heimilum sínum líkt og Danir. 28. ágúst 2024 08:24 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Ekki óskynsamlegt að koma sér upp neyðarbirgðum Jóhann Friðrik Friðrikson, þingmaður Framsóknar sem sæti á í þjóðaröryggisráði, segir ekki óskynsamlegt fyrir Íslendinga að koma sér upp neyðarbirgðum á heimilum sínum líkt og Danir. 28. ágúst 2024 08:24