Fótbolti

Pirlo orðinn at­vinnu­laus

Sindri Sverrisson skrifar
Andrea Pirlo hefur stýrt Sampdoria í síðasta sinn.
Andrea Pirlo hefur stýrt Sampdoria í síðasta sinn. getty

Ítalska fótboltagoðsögnin Andrea Pirlo er atvinnulaus eftir brottrekstur frá B-deildarfélaginu Sampdoria.

Ítalski blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio greindi frá þessu í dag og sagði ástæðuna dapurt gengi í upphafi tímabils, en Sampdoria hefur aðeins fengið eitt stig úr fyrstu þremur leikjum sínum í ítölsku B-deildinni.

Hinn 45 ára Pirlo, sem lengst af lék með AC Milan og Juventus og hóf einnig þjálfaraferil sinn hjá Juventus, tók við Sampdoria fyrir rúmu ári síðan eftir að liðið féll úr efstu deild.

Undir stjórn Pirlo komst Sampdoria í umspil um sæti í efstu deild síðasta vor en náði ekki að vinna sig upp um deild.

Di Marzio segir að Andrea Sottil verði næsti stjóri Sampdoria. Hann stýrði Udinese fyrir tveimur árum og átti svo að taka við Salernitana í sumar en hætti þar nokkrum dögum síðar eftir að áform um yfirtöku á félaginu gengu ekki eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×