Að ná til baka tilfinningunni: Það er gaman í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 30. ágúst 2024 07:02 Það er erfitt að upplifa ekki gleði og ánægju í vinnunni okkar. Sem stundum kemur jafnvel á óvart því þessi tilfinning getur orðið viðvarandi, þótt við séum í starfi sem við vorum svo himinlifandi að vinna í lengi vel. Að vinnusambandinu okkar þurfum við hins vegar að hlúa rétt eins og öðrum samböndum. Getty Eitt af því allra skemmtilega á fullorðinsárunum er að finnast gaman í vinnunni. Já hreinlega elska það sem við erum að gera, finnast vinnufélagarnir frábærir og einfaldlega hlakka alltaf til að mæta til vinnu á morgnana. Að sama skapi getur það verið hreint út sagt helvíti að gera það ekki. Upplifa jafnvel kvíða og andvöku á sunnudagskvöldi, vitandi að það er enn ein vinnuvikan að hefjast. Hjá sumum þverrar líka ánægjan. Verður að einhvers konar leiða. Sem á endanum breytist í hálfgerða óánægju eða tómleika þegar kemur að vinnunni. Sem er algjör synd. Því vinnuvikan er jú drjúgur partur af lífinu okkar yfir vikuna. En um þetta hefur auðvitað verið ritað og rætt í gegnum árin. Sem er ágætis áminning um það að vinnusambandið okkar þurfum við að hlúa að og rækta, rétt eins og við þurfum að hlúa að og rækta önnur jákvæð sambönd. En hvernig gerum við það? Í grein BBC Worklife er mælt með því að við séum dugleg að prófa okkur áfram og gera tilraunir, sé staðan orðin sú að við einfaldlega upplifum ekki sömu ánægju og áður eða gerum okkur grein fyrir því að til að ná til baka þessari tilfinningu að finnast gaman í vinnunni, þarf eitthvað rótttækt að gerast. Sem oft snýst akkúrat ekkert um að skipta um vinnu, heldur aðeins að vinna í okkur sjálfum og endurvekja þær taugar og tilfinningar sem okkur langar til að upplifa í vinnunni okkar. Í umræddri grein eru nokkur góð ráð veitt. Til dæmis að við rifjum það upp, hvers vegna við réðum okkur í þetta starf í upphafi og hvað það var þá, sem heillaði okkur hvað mest. Annað sem bent er á, er að það að komast til baka í þá stöðu að finnast gaman í vinnunni er ekki eitthvað sem gerist hjá okkur á einni nóttu. Heldur ferill sem tekur okkur tíma að þróa okkur aftur í. Þar geta litlu hænuskrefin hjálpað enda mælt með því að byrja að gera breytingar í litlum skrefum. Skrefin geta þá falist í einhverjum litlum breytingum sem þú gerir í vinnurútínunni þinni, í vinnuumhverfinu þínu eða jafnvel nesti og máltíðum, sem gera það að verkum að þú upplifir breytingarnar á einhvern ánægjulegan og jákvæðan hátt. Næst er að huga að aðeins stærri breytingum. Og þá jafnvel þannig að þú farir aðeins út fyrir þægindarammann. Enda hverju hefur þú að tapa? Engu. Ef tilfinningin er nú þegar þannig að þér finnst þú hafa tapað ánægjunni í vinnunni, getur staðan varla versnað mikið. Þessi stærri skref gætu falist í því að ræða hvernig þér líður við yfirmanninn þinn. Jafnvel að óska eftir einhverjum nýjum eða öðruvísi verkefnum. Í einhverjum tilfellum jafnvel tilfærslu innan vinnustaðarins. Það sem leiðir okkur áfram í þessu ferli er að skoða það til hlítar hjá okkur sjálfum, hvers vegna okkur líður eins og okkur líður í vinnunni. Sérstaklega með tilliti til þess hversu ánægð við vorum eitt sinn. Stundum getur þetta á endanum þýtt töluvert stórar breytingar. Jafnvel þannig að starfslýsingunni þinni verður alveg breytt og þú nánast í nýju starfi, þótt þú sért enn á sama vinnustað. Galdurinn felst í að finna hver okkar helsti hvati er. Annað sem er nefnt sérstaklega er að skoða hvernig bestu dagarnir okkar líta út í vinnunni. Þar sem við erum ánægðust. Og vinna síðan markvisst að því að allir dagar séu okkar bestu dagar. Aðalmálið er að gefast ekki upp á miðri leið heldur gera okkur grein fyrir því að góðir hlutir gerast hægt, en ekkert er óvinnandi vegur. Ekki einu sinni að finnast aftur gaman í vinnunni. Góðu ráðin Vinnustaðurinn Starfsframi Tengdar fréttir Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Nú hafa Danir tekið af skarið og gefið út leiðbeiningar um símanotkun fullorðins fólks. Sem talin er geta verið heilsuspillandi ef notkunin nemur meira en þrjár klukkustundir á dag. 19. júní 2024 07:01 Ekkert einkamál: Áhrif vinnustaða á geðheilsu jafn stór og makans „Það hefur mikil áhrif á frammistöðu okkar hvort við séum við góða geðheilsu eða ekki, hvort við séum orkumikil, að blómstra, félagslega virk og vel sofin í samanburði við það að vera ósofin, kvíðin eða streitan farin að bíta í,“ segir Hilja Guðmundsdóttir hjá Mental ráðgjöf. 5. júní 2024 07:00 Tilfinningin „að langa ekki til að fara í vinnuna“ Það er erfitt að líða þannig að langa ekki til að mæta til vinnu. Að fá hnút í magann á sunnudagskvöldum því að það er vinna daginn eftir. Að vera aldrei í tilhlökkun fyrir næsta dag, vegna þess að það er vinna daginn eftir. 23. febrúar 2024 07:00 Jákvæður stjórnandi getur gert gæfumuninn en fjögur lykilatriði þarf þó til „Við mannfólkið erum yfirleitt fljótari að vinna úr og muna jákvæðar upplýsingar en neikvæðar,“ nefnir Ingrid Kuhlman, leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, sem dæmi um hvers vegna leiðtogar vinnustaða ættu að leggja áherslu á jákvæða forystu. 5. febrúar 2024 07:00 Algengustu mýturnar í leiðinlegri vinnu Oooh. Enn einn vinnudagurinn og jafn súrt og það hljómar er fullt af fólki sem nennir varla fram úr einfaldlega vegna þess að þeim finnst svo leiðinlegt í vinnunni. 26. ágúst 2022 07:01 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Sjá meira
Að sama skapi getur það verið hreint út sagt helvíti að gera það ekki. Upplifa jafnvel kvíða og andvöku á sunnudagskvöldi, vitandi að það er enn ein vinnuvikan að hefjast. Hjá sumum þverrar líka ánægjan. Verður að einhvers konar leiða. Sem á endanum breytist í hálfgerða óánægju eða tómleika þegar kemur að vinnunni. Sem er algjör synd. Því vinnuvikan er jú drjúgur partur af lífinu okkar yfir vikuna. En um þetta hefur auðvitað verið ritað og rætt í gegnum árin. Sem er ágætis áminning um það að vinnusambandið okkar þurfum við að hlúa að og rækta, rétt eins og við þurfum að hlúa að og rækta önnur jákvæð sambönd. En hvernig gerum við það? Í grein BBC Worklife er mælt með því að við séum dugleg að prófa okkur áfram og gera tilraunir, sé staðan orðin sú að við einfaldlega upplifum ekki sömu ánægju og áður eða gerum okkur grein fyrir því að til að ná til baka þessari tilfinningu að finnast gaman í vinnunni, þarf eitthvað rótttækt að gerast. Sem oft snýst akkúrat ekkert um að skipta um vinnu, heldur aðeins að vinna í okkur sjálfum og endurvekja þær taugar og tilfinningar sem okkur langar til að upplifa í vinnunni okkar. Í umræddri grein eru nokkur góð ráð veitt. Til dæmis að við rifjum það upp, hvers vegna við réðum okkur í þetta starf í upphafi og hvað það var þá, sem heillaði okkur hvað mest. Annað sem bent er á, er að það að komast til baka í þá stöðu að finnast gaman í vinnunni er ekki eitthvað sem gerist hjá okkur á einni nóttu. Heldur ferill sem tekur okkur tíma að þróa okkur aftur í. Þar geta litlu hænuskrefin hjálpað enda mælt með því að byrja að gera breytingar í litlum skrefum. Skrefin geta þá falist í einhverjum litlum breytingum sem þú gerir í vinnurútínunni þinni, í vinnuumhverfinu þínu eða jafnvel nesti og máltíðum, sem gera það að verkum að þú upplifir breytingarnar á einhvern ánægjulegan og jákvæðan hátt. Næst er að huga að aðeins stærri breytingum. Og þá jafnvel þannig að þú farir aðeins út fyrir þægindarammann. Enda hverju hefur þú að tapa? Engu. Ef tilfinningin er nú þegar þannig að þér finnst þú hafa tapað ánægjunni í vinnunni, getur staðan varla versnað mikið. Þessi stærri skref gætu falist í því að ræða hvernig þér líður við yfirmanninn þinn. Jafnvel að óska eftir einhverjum nýjum eða öðruvísi verkefnum. Í einhverjum tilfellum jafnvel tilfærslu innan vinnustaðarins. Það sem leiðir okkur áfram í þessu ferli er að skoða það til hlítar hjá okkur sjálfum, hvers vegna okkur líður eins og okkur líður í vinnunni. Sérstaklega með tilliti til þess hversu ánægð við vorum eitt sinn. Stundum getur þetta á endanum þýtt töluvert stórar breytingar. Jafnvel þannig að starfslýsingunni þinni verður alveg breytt og þú nánast í nýju starfi, þótt þú sért enn á sama vinnustað. Galdurinn felst í að finna hver okkar helsti hvati er. Annað sem er nefnt sérstaklega er að skoða hvernig bestu dagarnir okkar líta út í vinnunni. Þar sem við erum ánægðust. Og vinna síðan markvisst að því að allir dagar séu okkar bestu dagar. Aðalmálið er að gefast ekki upp á miðri leið heldur gera okkur grein fyrir því að góðir hlutir gerast hægt, en ekkert er óvinnandi vegur. Ekki einu sinni að finnast aftur gaman í vinnunni.
Góðu ráðin Vinnustaðurinn Starfsframi Tengdar fréttir Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Nú hafa Danir tekið af skarið og gefið út leiðbeiningar um símanotkun fullorðins fólks. Sem talin er geta verið heilsuspillandi ef notkunin nemur meira en þrjár klukkustundir á dag. 19. júní 2024 07:01 Ekkert einkamál: Áhrif vinnustaða á geðheilsu jafn stór og makans „Það hefur mikil áhrif á frammistöðu okkar hvort við séum við góða geðheilsu eða ekki, hvort við séum orkumikil, að blómstra, félagslega virk og vel sofin í samanburði við það að vera ósofin, kvíðin eða streitan farin að bíta í,“ segir Hilja Guðmundsdóttir hjá Mental ráðgjöf. 5. júní 2024 07:00 Tilfinningin „að langa ekki til að fara í vinnuna“ Það er erfitt að líða þannig að langa ekki til að mæta til vinnu. Að fá hnút í magann á sunnudagskvöldum því að það er vinna daginn eftir. Að vera aldrei í tilhlökkun fyrir næsta dag, vegna þess að það er vinna daginn eftir. 23. febrúar 2024 07:00 Jákvæður stjórnandi getur gert gæfumuninn en fjögur lykilatriði þarf þó til „Við mannfólkið erum yfirleitt fljótari að vinna úr og muna jákvæðar upplýsingar en neikvæðar,“ nefnir Ingrid Kuhlman, leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, sem dæmi um hvers vegna leiðtogar vinnustaða ættu að leggja áherslu á jákvæða forystu. 5. febrúar 2024 07:00 Algengustu mýturnar í leiðinlegri vinnu Oooh. Enn einn vinnudagurinn og jafn súrt og það hljómar er fullt af fólki sem nennir varla fram úr einfaldlega vegna þess að þeim finnst svo leiðinlegt í vinnunni. 26. ágúst 2022 07:01 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Sjá meira
Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Nú hafa Danir tekið af skarið og gefið út leiðbeiningar um símanotkun fullorðins fólks. Sem talin er geta verið heilsuspillandi ef notkunin nemur meira en þrjár klukkustundir á dag. 19. júní 2024 07:01
Ekkert einkamál: Áhrif vinnustaða á geðheilsu jafn stór og makans „Það hefur mikil áhrif á frammistöðu okkar hvort við séum við góða geðheilsu eða ekki, hvort við séum orkumikil, að blómstra, félagslega virk og vel sofin í samanburði við það að vera ósofin, kvíðin eða streitan farin að bíta í,“ segir Hilja Guðmundsdóttir hjá Mental ráðgjöf. 5. júní 2024 07:00
Tilfinningin „að langa ekki til að fara í vinnuna“ Það er erfitt að líða þannig að langa ekki til að mæta til vinnu. Að fá hnút í magann á sunnudagskvöldum því að það er vinna daginn eftir. Að vera aldrei í tilhlökkun fyrir næsta dag, vegna þess að það er vinna daginn eftir. 23. febrúar 2024 07:00
Jákvæður stjórnandi getur gert gæfumuninn en fjögur lykilatriði þarf þó til „Við mannfólkið erum yfirleitt fljótari að vinna úr og muna jákvæðar upplýsingar en neikvæðar,“ nefnir Ingrid Kuhlman, leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, sem dæmi um hvers vegna leiðtogar vinnustaða ættu að leggja áherslu á jákvæða forystu. 5. febrúar 2024 07:00
Algengustu mýturnar í leiðinlegri vinnu Oooh. Enn einn vinnudagurinn og jafn súrt og það hljómar er fullt af fólki sem nennir varla fram úr einfaldlega vegna þess að þeim finnst svo leiðinlegt í vinnunni. 26. ágúst 2022 07:01