Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 2-1 | Keflavík í vondum málum eftir tap Arnar Skúli Atlason skrifar 1. september 2024 18:10 Tindastóll - Fylkir vísir/HAG Tindastóll vann Keflavík 2-1 á Sauðárkróki í dag í hörkuleik. Leikurinn var fyrsti leikur í neðra umspili Bestu deildar kvenna. Bæði lið hófu leikinn af krafti en það sást strax á upphafsmínútum leiksins að það væri mikið undir, bæði lið voru að reyna að mikið en gæðaleysi einkennandi. Fyrsta færið leit dagsins ljós á 26. mínútu leiksins þegar Birgitta Finnbogadóttir fékk sendingu upp hægri væng Tindastóls, Hún keyrði inn á teig Keflavíkur og lagði boltann út í teig og þá kom Jordyn Rhodes á fleygiferð og þrumaði boltanum í fjærhornið. Óverjandi fyrir Vera Varis í marki Keflavíkur og heimakonur komnar í forystu. Tindastóll var nærri því að komast í 2-0 stuttu seinna, en frábær spilamennska hjá Stólunum opnaði færi fyrir Laufeyju Hörpu Halldórsdóttur sem átti skot á markið og en boltinn í þverslánna og því staðan ennþá 1-0. Keflavík fékk sitt fyrsta færi á 42 mínútu leiksins þegar Caroline Mc Cue Van Slambrouck lyfti boltanum inná teig Tindastóls þar sem Melanie Claire Rendeiro komst inn fyrir varnarmann Tindastóls. Hún tók boltann niður, var ein á móti markmanni og lagði boltann snyrtilega framhjá honum og jafnaði leikinn 1-1. Þannig stóðu leikar í hálfleik. Svipað var uppi á teningnum í seinni hálfleik, mikið barátta um allan völl en gæðin heilt yfir ekki svo mikil og lítið um opin færi. Tindastóll fann glufu á á vörn Keflavíkur á 77. mínútu leiksins þegar varamaðurinn Aldís María slapp inn fyrir vörn gestanna. Hún lagði boltann til hliðar á Jordyn Rhodes sem átti skot að marki Keflavíkur, Vera Varis í markinu varði boltann út í teig þar sem Aldís kom og lagði boltann í opið markið og Tindastóll komið aftur í forystu. Keflavík reyndi hvað þær gátu að jafna leikinn og fóru að henda fleiri leikmönnum framar á völlinn án þess að skapa sér hættuleg færi, Tindastóll var nær því að bæta við þegar Jordyn Rhodes slapp i gegnum vörn Keflavíkur en Vera Varis varði dauðafærið og þar við sat. Með sigrinum í dag kom Tindastóll sér í góða stöðu í 8. sæti deildarinnar, sex stigum frá Keflavík og Fylki sem sitja í 9. -10. sæti deildarinnar, Fylkir á þó leik til góða á morgun á móti Stjörnunni og getur minnkað muninn aftur niður í þrjú stig með sigri. Atvik leiksins Fyrsta mark leiksins sem Jordyn Rhodes skoraði, kom svo óvænt því það var ekkert í gangi í leiknum og svo var Tindastóll kominn yfir eins og þruma úr heiðskíru lofti. Stjörnur og skúrkar Jordyn Rhodes og Birgitta Finnbogadóttir voru svakalega öflugar í liði Tindastóls og létu varnarlínu Keflavíkur hafa fyrir sér allan leikinn. Elise, María, Laufey og Bryndís stóðu vaktina vel í vörninni. Hjá Keflavík var Kristín Holm virkilega öflug á miðjunni og markaskorarinn Melanie Claire sömuleiðis öflug í liði gestanna. Stemning og umgjörð Það hefðu mátt vera fleiri áhorfendur í svona mikilvægum leik fyrir Tindastól, En frábærlega vel staðið að öllu hjá Tindastól annars og klárlega orðnir vel sjóaðir að hafa lið í efstu deild. Dómarar [6] Dómarinn og hans aðstoðarmenn áttu fínan dag í dag, Mjög góðar fyrstu 85 mínútur leiksins og svo fór línan hans út um allt í lokinn og fóru nokkuð mörg ódýr gul spjöld á loft. Augljós brot sem hann sleppti en það hafði ekki áhrif á úrslit leiksins. Viðtöl Guðrún Jóna: Keflavík hættir aldrei Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, þjálfari Keflavíkur var svekkt með úrslit leiksins í dag en samt sem áður var hún gríðarlega ánægð með frammistöðuna hjá sínu liði. “Gríðarlega mikið svekkelsi, fannst við ekki eiga skilið að tapa. Þetta voru bara tvö lið sem lögðu allt í þetta í dag og því miður datt þetta fyrir Tindastól.” Guðrún Jóna ásamt Jonathan Glenn sem rekinn var frá Keflavík fyrr í sumar.Vísir/Hulda Margrét Keflavík hefur gengið erfiðlega í sumar að klára leiki og það var sama uppi á teningunum í dag. “Þetta kannski súmmerar upp sumarið hjá okkur. Við höfum ekki haft heppnina með okkur, en þvílíkur leikur og þvílík barátta og bara hrós á bæði lið. Bæði lið skyldu allt eftir inná vellinum.” Guðrún Jóna sagði að liðið sitt myndi leggja sig allar fram í baráttunni sem framundan. Keflavík þarf að vinna báða leikina sína til að bjarga sér frá falli og treysta á að Fylkir og Stjarnan vinni Tindastól. “Þetta er ekki búið. Á meðan það er ennþá von munum við gefa allt sem við eigum í þetta. Auðvitað þurfum við að treysta á aðra núna en Keflavík hættir aldrei, Keflavík hættir aldrei” Besta deild kvenna Tindastóll Keflavík ÍF
Tindastóll vann Keflavík 2-1 á Sauðárkróki í dag í hörkuleik. Leikurinn var fyrsti leikur í neðra umspili Bestu deildar kvenna. Bæði lið hófu leikinn af krafti en það sást strax á upphafsmínútum leiksins að það væri mikið undir, bæði lið voru að reyna að mikið en gæðaleysi einkennandi. Fyrsta færið leit dagsins ljós á 26. mínútu leiksins þegar Birgitta Finnbogadóttir fékk sendingu upp hægri væng Tindastóls, Hún keyrði inn á teig Keflavíkur og lagði boltann út í teig og þá kom Jordyn Rhodes á fleygiferð og þrumaði boltanum í fjærhornið. Óverjandi fyrir Vera Varis í marki Keflavíkur og heimakonur komnar í forystu. Tindastóll var nærri því að komast í 2-0 stuttu seinna, en frábær spilamennska hjá Stólunum opnaði færi fyrir Laufeyju Hörpu Halldórsdóttur sem átti skot á markið og en boltinn í þverslánna og því staðan ennþá 1-0. Keflavík fékk sitt fyrsta færi á 42 mínútu leiksins þegar Caroline Mc Cue Van Slambrouck lyfti boltanum inná teig Tindastóls þar sem Melanie Claire Rendeiro komst inn fyrir varnarmann Tindastóls. Hún tók boltann niður, var ein á móti markmanni og lagði boltann snyrtilega framhjá honum og jafnaði leikinn 1-1. Þannig stóðu leikar í hálfleik. Svipað var uppi á teningnum í seinni hálfleik, mikið barátta um allan völl en gæðin heilt yfir ekki svo mikil og lítið um opin færi. Tindastóll fann glufu á á vörn Keflavíkur á 77. mínútu leiksins þegar varamaðurinn Aldís María slapp inn fyrir vörn gestanna. Hún lagði boltann til hliðar á Jordyn Rhodes sem átti skot að marki Keflavíkur, Vera Varis í markinu varði boltann út í teig þar sem Aldís kom og lagði boltann í opið markið og Tindastóll komið aftur í forystu. Keflavík reyndi hvað þær gátu að jafna leikinn og fóru að henda fleiri leikmönnum framar á völlinn án þess að skapa sér hættuleg færi, Tindastóll var nær því að bæta við þegar Jordyn Rhodes slapp i gegnum vörn Keflavíkur en Vera Varis varði dauðafærið og þar við sat. Með sigrinum í dag kom Tindastóll sér í góða stöðu í 8. sæti deildarinnar, sex stigum frá Keflavík og Fylki sem sitja í 9. -10. sæti deildarinnar, Fylkir á þó leik til góða á morgun á móti Stjörnunni og getur minnkað muninn aftur niður í þrjú stig með sigri. Atvik leiksins Fyrsta mark leiksins sem Jordyn Rhodes skoraði, kom svo óvænt því það var ekkert í gangi í leiknum og svo var Tindastóll kominn yfir eins og þruma úr heiðskíru lofti. Stjörnur og skúrkar Jordyn Rhodes og Birgitta Finnbogadóttir voru svakalega öflugar í liði Tindastóls og létu varnarlínu Keflavíkur hafa fyrir sér allan leikinn. Elise, María, Laufey og Bryndís stóðu vaktina vel í vörninni. Hjá Keflavík var Kristín Holm virkilega öflug á miðjunni og markaskorarinn Melanie Claire sömuleiðis öflug í liði gestanna. Stemning og umgjörð Það hefðu mátt vera fleiri áhorfendur í svona mikilvægum leik fyrir Tindastól, En frábærlega vel staðið að öllu hjá Tindastól annars og klárlega orðnir vel sjóaðir að hafa lið í efstu deild. Dómarar [6] Dómarinn og hans aðstoðarmenn áttu fínan dag í dag, Mjög góðar fyrstu 85 mínútur leiksins og svo fór línan hans út um allt í lokinn og fóru nokkuð mörg ódýr gul spjöld á loft. Augljós brot sem hann sleppti en það hafði ekki áhrif á úrslit leiksins. Viðtöl Guðrún Jóna: Keflavík hættir aldrei Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, þjálfari Keflavíkur var svekkt með úrslit leiksins í dag en samt sem áður var hún gríðarlega ánægð með frammistöðuna hjá sínu liði. “Gríðarlega mikið svekkelsi, fannst við ekki eiga skilið að tapa. Þetta voru bara tvö lið sem lögðu allt í þetta í dag og því miður datt þetta fyrir Tindastól.” Guðrún Jóna ásamt Jonathan Glenn sem rekinn var frá Keflavík fyrr í sumar.Vísir/Hulda Margrét Keflavík hefur gengið erfiðlega í sumar að klára leiki og það var sama uppi á teningunum í dag. “Þetta kannski súmmerar upp sumarið hjá okkur. Við höfum ekki haft heppnina með okkur, en þvílíkur leikur og þvílík barátta og bara hrós á bæði lið. Bæði lið skyldu allt eftir inná vellinum.” Guðrún Jóna sagði að liðið sitt myndi leggja sig allar fram í baráttunni sem framundan. Keflavík þarf að vinna báða leikina sína til að bjarga sér frá falli og treysta á að Fylkir og Stjarnan vinni Tindastól. “Þetta er ekki búið. Á meðan það er ennþá von munum við gefa allt sem við eigum í þetta. Auðvitað þurfum við að treysta á aðra núna en Keflavík hættir aldrei, Keflavík hættir aldrei”
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti