Í tilkynningu frá Biskupsstofu kemur fram að vígsluathöfnin hafi verið í undirbúningi í nokkra mánuði, og fjöldi fólks hafi tekið þátt í honum. Þátttakendur í athöfninni sjálfri eru tugir presta, djákna auk íslenskra og erlendra biskupa.
„Til gamans má geta þess að biskupar frá Svíþjóð, Noregi, Færeyjum, Grænlandi, Finnlandi, Danmörku, Wales, Skotlandi, Írlandi, Bretlandi, Palestínu og Eistlandi taka þátt í athöfninni,“ segir í tilkynningunni.
Biskupskápan sú fyrsta sinnar tegundar
Guðrún mun klæðast sérstakri biskupskápu, sem er sú fyrsta sem saumuð er á Íslandi á þessari öld, og sú fyrsta í íslenskri sögu sem saumuð er á konu.
„Þá má einnig geta þess að kápan er hönnuð og saumuð af þeim Steinunni Sigurðardóttir, þjóðfræðingi og hönnuði, Kristínu Gunnlaugsdóttur myndlistarkonu og Þórdísi Jónsdóttur útsaumslistakonu.“