Innlent

Nýr biskup tekur við þjóð­kirkjunni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Guðrún Karl Helgudóttir við biskupsvígsluna í Hallgrímskirkju í dag.
Guðrún Karl Helgudóttir við biskupsvígsluna í Hallgrímskirkju í dag. Birt með leyfi RÚV

Guðrún Karls Helgudóttir var vígð til biskups Íslands í Hallgrímskirkju í dag. Fjöldi fólks tók þátt í athöfninni, þar á meðal íslenskir prestar og biskupar, auk biskupa frá Norðurlöndum, Bretlandi, Wales og Palestínu.

Ný biskupr klæddist blárri kápu sem er sú fyrsta sem saumuð er á þessari öld og jafnframt sú fyrsta sem er saumuð sérstaklega á konu og af konum.

Agnes M. Sigurðardóttir, fráfarandi biskup, vígði eftirmann sinn og naut til þess sérstakrar aðstoðar ýmissa biskupa.

„Jesús var enginn PR-maður. Hann var ekki að hugsa um markaðssetningu, samskiptastefnu eða kynningarmál. Hann boðaði fagnaðarerindið. Hann vann sín verk, oft í kyrrþey, uppi á fjöllum,inni í bæjum, í kirkjum eða samkunduhúsum og heimilum. Hann bað fólk stundum um að tala ekki um kraftaverkin en fagnaðarerindið mátti berast,“ sagði Guðrún í ávarpi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×