Áfram með smjörið Tinna Sigurðardóttir skrifar 2. september 2024 08:31 Það hefur margsýnt sig að það að lesa fyrir börn í æsku hefur mjög jákvæð áhrif á lestrarnám og lestrarútkomu barna seinna meir. Barnið lærir að hlusta og þegar vel tekst til skapast falleg nánd og samvera þegar lesin er saman saga. Hljóðbækur eru líka góðar en þá kannski tapast þessi samvera ef barnið er eitt að hlusta. Það er kannski ekki öllum tamt að lesa fyrir barnið sitt og það er mikilvægt að lesa ekki endilega frá orði til orðs fyrir þessi yngstu heldur spjalla meira og sýna myndirnar, benda og handfjatla bækurnar. Það má byrja að skoða bækur með ungabörnum frá nokkurra mánaða aldri. Gefa sér tíma í lesturinn, tala um það sem er að gerast í bókinni og gefa barninu færi á að spyrja. Að hafa bækur í nærumhverfi barna er líka mjög mikilvægt sem og að foreldrar séu fyrirmyndir og sjáist stundum halda á bók. Nú þegar allir eru fastir í símum og lesa jafnvel allt sitt þar er minna um þennan "sameiginlega" lestur, þegar Mogginn lá útbreiddur á eldhúsborðinu og börnin höfðu stóran texta fyrir framan sig til að skoða og pæla í. Með því að hafa bækur og prentað efni í augsýn búum við til tækifæri til dæmis til að spjalla um stafina, pæla í hvað þeir heita, hvaða hljóð þeir segja og hver á hvaða staf osfrv. Í lestrarnámi felst líka að vera áttaður, þekkja heimilisfangið sitt, göturnar í kringum húsin sín, lesa af skiltum og þess háttar. Rannsóknir sýna að börn sem lesið er fyrir hafa margfalt meiri orðaforða en þau sem missa af því. Slök lestrarfærni í fyrsta bekk er áhyggjuefni því grunnurinn að lestrarnáminu er lagður mun fyrr og liggur í að barnið hafi kynnst því að lesið sé í kringum það og hafi kynnst prentuðu máli. Að sumu leyti má líka segja að að sumu leyti sé slæmt að allt sjónvarpsefni sé talsett því textað efni var mjög góð lestraræfing! Íslendingar eru bókmenntaþjóð, okkar helsti menningararfur liggur í bókmenntum og það ætti að vera kappsmál að hér séu flestir orðnir fluglæsir löngu fyrir 4. bekk. Við eigum nóg af sérþekkingu og mannafla til að láta það gerast - áfram með smjörið. Höfundur er talmeinafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Halldór 27.12.2025 skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Það hefur margsýnt sig að það að lesa fyrir börn í æsku hefur mjög jákvæð áhrif á lestrarnám og lestrarútkomu barna seinna meir. Barnið lærir að hlusta og þegar vel tekst til skapast falleg nánd og samvera þegar lesin er saman saga. Hljóðbækur eru líka góðar en þá kannski tapast þessi samvera ef barnið er eitt að hlusta. Það er kannski ekki öllum tamt að lesa fyrir barnið sitt og það er mikilvægt að lesa ekki endilega frá orði til orðs fyrir þessi yngstu heldur spjalla meira og sýna myndirnar, benda og handfjatla bækurnar. Það má byrja að skoða bækur með ungabörnum frá nokkurra mánaða aldri. Gefa sér tíma í lesturinn, tala um það sem er að gerast í bókinni og gefa barninu færi á að spyrja. Að hafa bækur í nærumhverfi barna er líka mjög mikilvægt sem og að foreldrar séu fyrirmyndir og sjáist stundum halda á bók. Nú þegar allir eru fastir í símum og lesa jafnvel allt sitt þar er minna um þennan "sameiginlega" lestur, þegar Mogginn lá útbreiddur á eldhúsborðinu og börnin höfðu stóran texta fyrir framan sig til að skoða og pæla í. Með því að hafa bækur og prentað efni í augsýn búum við til tækifæri til dæmis til að spjalla um stafina, pæla í hvað þeir heita, hvaða hljóð þeir segja og hver á hvaða staf osfrv. Í lestrarnámi felst líka að vera áttaður, þekkja heimilisfangið sitt, göturnar í kringum húsin sín, lesa af skiltum og þess háttar. Rannsóknir sýna að börn sem lesið er fyrir hafa margfalt meiri orðaforða en þau sem missa af því. Slök lestrarfærni í fyrsta bekk er áhyggjuefni því grunnurinn að lestrarnáminu er lagður mun fyrr og liggur í að barnið hafi kynnst því að lesið sé í kringum það og hafi kynnst prentuðu máli. Að sumu leyti má líka segja að að sumu leyti sé slæmt að allt sjónvarpsefni sé talsett því textað efni var mjög góð lestraræfing! Íslendingar eru bókmenntaþjóð, okkar helsti menningararfur liggur í bókmenntum og það ætti að vera kappsmál að hér séu flestir orðnir fluglæsir löngu fyrir 4. bekk. Við eigum nóg af sérþekkingu og mannafla til að láta það gerast - áfram með smjörið. Höfundur er talmeinafræðingur.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar