Ekkert uppgjör frá tveimur framboðum og Halla og Katrín síðastar að skila Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. september 2024 10:35 Frá kappræðum forsetaframbjóðenda 2024 á Stöð 2. Vísir/Vilhelm Allir nema tveir frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa skilað til Ríkisendurskoðunar fjárhagslegu uppgjöri vegna framboðs til embættisins. Frestur til að skila inn uppgjöri rann út í gær þegar þrír mánuðir voru liðnir frá forsetakosningum. Lesa má úr skilalista á vef Ríkisendurskoðunar að allir frambjóðendur nema Viktor Traustason og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hafa skilað inn uppgjöri. Frambjóðendum ber að skila inn uppgjöri hafi heildartekjur eða gjöld vegna framboðsins verið umfram 550 þúsund krónur. Hafi frambjóðandi ekki farið umfram þau fjárhæðarmörk þarf ekki að skila inn uppgjöri en frambjóðandi getur skrifað undir rafræna yfirlýsingu þess efnis. Eiríkur fyrstur en Halla og Katrín síðastar Samkvæmt svörum Ríkisendurskoðunar við fyrirspurn fréttastofu frá í síðustu viku verða öll uppgjör forsetaframbjóðenda sem borist hafa birt á vef stofnunarinnar þegar þau hafa verið yfirfarin. Ætla má að það verði á næstu dögum. Síðastar til að skila inn uppgjöri sínu samkvæmt yfirliti Ríkisendurskoðunar voru Halla Tómasdóttir sem endaði uppi sem sigurvegari og Katrín Jakobsdóttir sem hlaut næst mest fylgi í kosningunum. Báðar skiluðu þær uppgjöri sínu þann 2. september sem var lokadagur skila. Fyrstur til að skila uppgjöri var hins vegar Eiríkur Ingi Jónsson. Listinn sýnir hvaða frambjóðendur hafa skilað inn fjárhagslegu uppgjöri og hvaða dag uppgjöri var skilað.Ríkisendurskoðun/skjáskot Um miðjan ágúst sendi framboðsteymi Katrínar ákall til stuðningsmanna hennar þar sem kallað var eftir aðstoð til að loka gatinu við uppgjörið. „Nú erum við á lokametrunum við að gera upp framboðið og það vantar herslumuninn til að loka gatinu. Við leitum því til ykkar - ef þið eruð aflögufær og getið hjálpað með því að leggja inn á framboðið væri það afar þakklátt. Við erum mörg hér inni og þetta er fljótt að koma þegar fjöldinn tekur sig til,” var ritað í færslu í stuðningsmannahópi Katrínar á Facebook. Katrín greindi frá því í aðdraganda kosninga að hún gerði ráð fyrir að barátta hennar myndi kosta allt að 40 milljónir. Í kosningabaráttunni voru allir frambjóðendur spurðir um hvað þau gerðu ráð fyrir að eyða í kosningabaráttunni og hvernig hygðust afla fjár. Hvorki Steinunn Ólína né Viktor Traustason sögðust gera ráð fyrir að eyða miklum peningum í baráttuna. „Nei, ég er ekki að fara að biðja neinn um pening,“ sagði Viktor Traustason meðal annars í kappræðum á Rúv í byrjun maí. Í sömu kappræðum sagði Steinun Ólína að hennar framboð hafi þá eytt um það bil 400 þúsund krónum. Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Sjá meira
Lesa má úr skilalista á vef Ríkisendurskoðunar að allir frambjóðendur nema Viktor Traustason og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hafa skilað inn uppgjöri. Frambjóðendum ber að skila inn uppgjöri hafi heildartekjur eða gjöld vegna framboðsins verið umfram 550 þúsund krónur. Hafi frambjóðandi ekki farið umfram þau fjárhæðarmörk þarf ekki að skila inn uppgjöri en frambjóðandi getur skrifað undir rafræna yfirlýsingu þess efnis. Eiríkur fyrstur en Halla og Katrín síðastar Samkvæmt svörum Ríkisendurskoðunar við fyrirspurn fréttastofu frá í síðustu viku verða öll uppgjör forsetaframbjóðenda sem borist hafa birt á vef stofnunarinnar þegar þau hafa verið yfirfarin. Ætla má að það verði á næstu dögum. Síðastar til að skila inn uppgjöri sínu samkvæmt yfirliti Ríkisendurskoðunar voru Halla Tómasdóttir sem endaði uppi sem sigurvegari og Katrín Jakobsdóttir sem hlaut næst mest fylgi í kosningunum. Báðar skiluðu þær uppgjöri sínu þann 2. september sem var lokadagur skila. Fyrstur til að skila uppgjöri var hins vegar Eiríkur Ingi Jónsson. Listinn sýnir hvaða frambjóðendur hafa skilað inn fjárhagslegu uppgjöri og hvaða dag uppgjöri var skilað.Ríkisendurskoðun/skjáskot Um miðjan ágúst sendi framboðsteymi Katrínar ákall til stuðningsmanna hennar þar sem kallað var eftir aðstoð til að loka gatinu við uppgjörið. „Nú erum við á lokametrunum við að gera upp framboðið og það vantar herslumuninn til að loka gatinu. Við leitum því til ykkar - ef þið eruð aflögufær og getið hjálpað með því að leggja inn á framboðið væri það afar þakklátt. Við erum mörg hér inni og þetta er fljótt að koma þegar fjöldinn tekur sig til,” var ritað í færslu í stuðningsmannahópi Katrínar á Facebook. Katrín greindi frá því í aðdraganda kosninga að hún gerði ráð fyrir að barátta hennar myndi kosta allt að 40 milljónir. Í kosningabaráttunni voru allir frambjóðendur spurðir um hvað þau gerðu ráð fyrir að eyða í kosningabaráttunni og hvernig hygðust afla fjár. Hvorki Steinunn Ólína né Viktor Traustason sögðust gera ráð fyrir að eyða miklum peningum í baráttuna. „Nei, ég er ekki að fara að biðja neinn um pening,“ sagði Viktor Traustason meðal annars í kappræðum á Rúv í byrjun maí. Í sömu kappræðum sagði Steinun Ólína að hennar framboð hafi þá eytt um það bil 400 þúsund krónum.
Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Sjá meira