Þénuðu hvorki né eyddu meiru en 550 þúsund Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. september 2024 14:47 Viktor Traustason og Eiríkur Ingi Jóhannsson, sem báðir gáfu kost á sér til embættis forseta Íslands, eyddu hvorki né þénuðu meiru en 550 þúsund krónum í tengslum við framboð sín. Vísir/Vilhelm Eiríkur Ingi Jóhannsson og Viktor Traustason, sem báðir gáfu kost á sér til embættis forseta Íslands, eyddu hvorki né þénuðu meiru en 550 þúsund krónum í tengslum við framboð sín. Þeir hafa báðir skilað inn yfirlýsingu þess efnis til Ríkisendurskoðunar. „Ég lýsi því hér með yfir að viðlögðum drengskap að hvorki heildartekjur né heildarkostnaður vegna framboðs míns í kjörinu voru hærri en kr. 550.000,“ segir í yfirlýsingum þeirra beggja, en líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag býðst þeim frambjóðendum sem ekki nýttu meira fjármagn en sem því nemur að undirrita rafræna yfirlýsingu þess efnis. „Það staðfestist hér með að heildartekjur eða -kostnaður vegna framboðsins voru ekki umfram þau fjárhæðarmörk sem tilgreind eru í 3. mgr. 10. gr. laga nr. 162/2006, um starfsemi stjórnmálasamtaka, og er framboðið því undanþegið uppgjörsskyldu,“ segir ennfremur í yfirlýsingunum. Þannig hafa allir frambjóðendur nema einn ýmist skilað inn slíkri yfirlýsingu eða fjárhagslegu uppgjöri. Viktor Traustason skilaði yfirlýsingu sinni í dag, en Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er sú eina úr hópi tólf frambjóðenda sem ekki hefur skilað inn uppgjöri eða yfirlýsingu. Ekki skylda að skila yfirlýsingu Frestur til að skila inn uppgjöri rann út í gær og er nú unnið að því að yfirfara þau uppgjör sem borist hafa. Þau verða síðan birt á vef Ríkisendurskoðunar jafnóðum að yfirferð lokinni. Tekið er fram sérstaklega í svari Ríkisendurskoðunar við fyrirspurn fréttastofu að hafi heildartekjur vegna framboðs eða heildargjöld við kosningabaráttunar ekki farið fram úr umræddri upphæð sé frambjóðandi undanþegin skyldu til að skila sérstöku fjárhagslegu uppgjöri. Hins vegar þykir æskilegt að frambjóðendur sem það á við um skili yfirlýsingu þess efnis. Það sé þó ekki skylda. Forsetakosningar 2024 Ríkisendurskoðun Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
„Ég lýsi því hér með yfir að viðlögðum drengskap að hvorki heildartekjur né heildarkostnaður vegna framboðs míns í kjörinu voru hærri en kr. 550.000,“ segir í yfirlýsingum þeirra beggja, en líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag býðst þeim frambjóðendum sem ekki nýttu meira fjármagn en sem því nemur að undirrita rafræna yfirlýsingu þess efnis. „Það staðfestist hér með að heildartekjur eða -kostnaður vegna framboðsins voru ekki umfram þau fjárhæðarmörk sem tilgreind eru í 3. mgr. 10. gr. laga nr. 162/2006, um starfsemi stjórnmálasamtaka, og er framboðið því undanþegið uppgjörsskyldu,“ segir ennfremur í yfirlýsingunum. Þannig hafa allir frambjóðendur nema einn ýmist skilað inn slíkri yfirlýsingu eða fjárhagslegu uppgjöri. Viktor Traustason skilaði yfirlýsingu sinni í dag, en Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er sú eina úr hópi tólf frambjóðenda sem ekki hefur skilað inn uppgjöri eða yfirlýsingu. Ekki skylda að skila yfirlýsingu Frestur til að skila inn uppgjöri rann út í gær og er nú unnið að því að yfirfara þau uppgjör sem borist hafa. Þau verða síðan birt á vef Ríkisendurskoðunar jafnóðum að yfirferð lokinni. Tekið er fram sérstaklega í svari Ríkisendurskoðunar við fyrirspurn fréttastofu að hafi heildartekjur vegna framboðs eða heildargjöld við kosningabaráttunar ekki farið fram úr umræddri upphæð sé frambjóðandi undanþegin skyldu til að skila sérstöku fjárhagslegu uppgjöri. Hins vegar þykir æskilegt að frambjóðendur sem það á við um skili yfirlýsingu þess efnis. Það sé þó ekki skylda.
Forsetakosningar 2024 Ríkisendurskoðun Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira