Missti eiginkonu og fót í slysi en bar upp bónorð á ný í París Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2024 11:06 Alessandro Ossola fann ástina á ný hjá Arianna Mandaradoni sem var himinlifandi með bónorðið í París. Ítalski spretthlauparinn Alessandro Ossola bað kærustunnar sinnar strax eftir að hafa hlaupið 100 metra spretthlaup á Ólympíumóti fatlaðra í París, og hún sagði já. Ossola féll úr keppni í undankeppni hlaupsins, í fötlunarflokki 63 en í þeim flokki hlaupa keppendur sem hafa misst annan fótinn fyrir ofan hné. Eftir hlaupið fór hann beint til kærustu sinnar, Arianna Mandaradoni, sem fagnaði honum í stúkunni. Ossola kraup svo og spurði hvort hún vildi giftast sér, og það sást vel hve undrandi og ánægð Mandaradoni var áður en hún sagði: „Þú ert klikkaður!“ og bætti svo við: „Já!“ Special day at the Games! 💍😍🇮🇹 Alessandro Ossola took advantage of his competition to propose to his girlfriend. She said yes! 🥰Congratulazioni, Alessandro! ❤️#Paris2024 #love pic.twitter.com/0UB7BHYOJw— ALADIN UMAR VISUALS (@aladdinumar) September 3, 2024 Nýtrúlofaða parið kysstist svo fyrir framan mikinn fjölda áhorfenda á hinum glæsilega Stade de France leikvangi. „Hún sagði bara: Þú ert klikkaður, þú ert klikkaður,“ sagði Ossola við BBC en hann var búinn að undirbúa sig og hafði keypt trúlofunarhring. „Ég var óheppinn í hlaupinu, komst ekki í úrslit og var mjög hryggur yfir því. En þremur mínútum síðar, lífið er bara það furðulegt, þá var ég orðinn mjög glaður. Ég keypti hringinn og var búinn að biðja vin minn um að láta mig fá hann eftir hlaupið. Ólympíumótið er ótrúleg keppni, stórkostlegur staður til að gera þetta á og hún var svo falleg,“ bætti Ossola við. Missti eiginkonu sína í slysinu Ossola hefur áður verið giftur en missti fyrri eiginkonu sína í hræðilegu mótorhjólaslysi árið 2015. Í sama slysi missti hann stærstan hluta vinstri fótleggjarins. Hann hefur viðurkennt að hafa aðeins séð myrkur eftir þetta, en hefur fundið hamingjuna að nýju með Mandaradoni sem hann kynntist fyrst árið 2019. „Sambandið okkar ýtir mér áfram. Stundum hefur hún meiri trú á mér en ég sjálfur og það er alveg magnað. „Þú getur þetta, þú munt komast lengra,“ segir hún. Þetta er eitthvað sem allir þurfa á að halda og ég vona að allir kynnist svona manneskju. Hún er félagi minn, að eilífu,“ sagði Ossola. Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Ossola féll úr keppni í undankeppni hlaupsins, í fötlunarflokki 63 en í þeim flokki hlaupa keppendur sem hafa misst annan fótinn fyrir ofan hné. Eftir hlaupið fór hann beint til kærustu sinnar, Arianna Mandaradoni, sem fagnaði honum í stúkunni. Ossola kraup svo og spurði hvort hún vildi giftast sér, og það sást vel hve undrandi og ánægð Mandaradoni var áður en hún sagði: „Þú ert klikkaður!“ og bætti svo við: „Já!“ Special day at the Games! 💍😍🇮🇹 Alessandro Ossola took advantage of his competition to propose to his girlfriend. She said yes! 🥰Congratulazioni, Alessandro! ❤️#Paris2024 #love pic.twitter.com/0UB7BHYOJw— ALADIN UMAR VISUALS (@aladdinumar) September 3, 2024 Nýtrúlofaða parið kysstist svo fyrir framan mikinn fjölda áhorfenda á hinum glæsilega Stade de France leikvangi. „Hún sagði bara: Þú ert klikkaður, þú ert klikkaður,“ sagði Ossola við BBC en hann var búinn að undirbúa sig og hafði keypt trúlofunarhring. „Ég var óheppinn í hlaupinu, komst ekki í úrslit og var mjög hryggur yfir því. En þremur mínútum síðar, lífið er bara það furðulegt, þá var ég orðinn mjög glaður. Ég keypti hringinn og var búinn að biðja vin minn um að láta mig fá hann eftir hlaupið. Ólympíumótið er ótrúleg keppni, stórkostlegur staður til að gera þetta á og hún var svo falleg,“ bætti Ossola við. Missti eiginkonu sína í slysinu Ossola hefur áður verið giftur en missti fyrri eiginkonu sína í hræðilegu mótorhjólaslysi árið 2015. Í sama slysi missti hann stærstan hluta vinstri fótleggjarins. Hann hefur viðurkennt að hafa aðeins séð myrkur eftir þetta, en hefur fundið hamingjuna að nýju með Mandaradoni sem hann kynntist fyrst árið 2019. „Sambandið okkar ýtir mér áfram. Stundum hefur hún meiri trú á mér en ég sjálfur og það er alveg magnað. „Þú getur þetta, þú munt komast lengra,“ segir hún. Þetta er eitthvað sem allir þurfa á að halda og ég vona að allir kynnist svona manneskju. Hún er félagi minn, að eilífu,“ sagði Ossola.
Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira