Allir austur um helgina Bjarki Sigurðsson skrifar 5. september 2024 12:14 Sjórinn verður ekki endilega jafn hlýr og í júní árið 2019 þegar þessi mynd var tekin í Neskaupstað. En veðrið verður samt sem áður afar gott. Vísir/Vilhelm Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar hvetur alla landsmenn að ferðast austur í veðurblíðuna um helgina. Á Vestfjörðum og Norðurlandi eru gular veðurviðvaranir, og losnaði bátur frá bryggju á Ísafirði vegna veðurofsans. Þessa dagana eru íbúar höfuðborgarsvæðisins aðlagast lífinu í grámyglunni eftir sumarið og eru íbúar á Vestfjörðum og Norðurlandi að glíma við gular veðurviðvaranir með allt að 22 metrum á sekúndu. Á Ísafirði slitnaði lítil skúta frá bryggju og rak upp í grjótgarðinn við Skutulsfjarðarbraut. Á Austurlandi er sagan hins vegar allt önnur. Þar er hiti allt að tuttugu stig og von á sól og blíðu eftir hádegi, þrátt fyrir að sólin sé mætt á einhverja staði eins og Langanes. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, segir íbúa svæðisins afar ánægða með þennan sumarauka. „Það var svolítill vindur í morgun, stífur sunnanvindur. Auðvitað bara hlýtt í honum. En samkvæmt veðurspánni í gær á að hægja hjá okkur um helgina. Þó að við höfum fengið góða daga í sumar er þetta afskaplega kærkomið eftir rigningar, sviptingar og fleira. Fá svona aðeins plús í þetta,“ segir Jón Björn. Jón Björn Hákonarson er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Hann vonast til þess að veðrið boði gott haust og mildan vetur. „Við krossum fingur með það, það gæti verið afskaplega notalegt fyrir okkur öll að þetta yrði bara mildur vetur og fallegt haust um land allt,“ segir Jón Björn. Hann hvetur þá sem vilja ekki kveðja sumarið alveg strax að drífa sig austur um helgina. „Nú rífa menn út grillið aftur og taka sumarfötin úr geymslunni. Jafnvel geta farið af stað með ferðavagna um helgina hér á Austurlandi. Því miðað við spána er það ekki síðra núna heldur en lungann af sumrinu hjá okkur. Sem hefur verið eins og um allt land ansi köflótt hjá okkur,“ segir Jón Björn. Veður Fjarðabyggð Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Þessa dagana eru íbúar höfuðborgarsvæðisins aðlagast lífinu í grámyglunni eftir sumarið og eru íbúar á Vestfjörðum og Norðurlandi að glíma við gular veðurviðvaranir með allt að 22 metrum á sekúndu. Á Ísafirði slitnaði lítil skúta frá bryggju og rak upp í grjótgarðinn við Skutulsfjarðarbraut. Á Austurlandi er sagan hins vegar allt önnur. Þar er hiti allt að tuttugu stig og von á sól og blíðu eftir hádegi, þrátt fyrir að sólin sé mætt á einhverja staði eins og Langanes. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, segir íbúa svæðisins afar ánægða með þennan sumarauka. „Það var svolítill vindur í morgun, stífur sunnanvindur. Auðvitað bara hlýtt í honum. En samkvæmt veðurspánni í gær á að hægja hjá okkur um helgina. Þó að við höfum fengið góða daga í sumar er þetta afskaplega kærkomið eftir rigningar, sviptingar og fleira. Fá svona aðeins plús í þetta,“ segir Jón Björn. Jón Björn Hákonarson er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Hann vonast til þess að veðrið boði gott haust og mildan vetur. „Við krossum fingur með það, það gæti verið afskaplega notalegt fyrir okkur öll að þetta yrði bara mildur vetur og fallegt haust um land allt,“ segir Jón Björn. Hann hvetur þá sem vilja ekki kveðja sumarið alveg strax að drífa sig austur um helgina. „Nú rífa menn út grillið aftur og taka sumarfötin úr geymslunni. Jafnvel geta farið af stað með ferðavagna um helgina hér á Austurlandi. Því miðað við spána er það ekki síðra núna heldur en lungann af sumrinu hjá okkur. Sem hefur verið eins og um allt land ansi köflótt hjá okkur,“ segir Jón Björn.
Veður Fjarðabyggð Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira