Allir austur um helgina Bjarki Sigurðsson skrifar 5. september 2024 12:14 Sjórinn verður ekki endilega jafn hlýr og í júní árið 2019 þegar þessi mynd var tekin í Neskaupstað. En veðrið verður samt sem áður afar gott. Vísir/Vilhelm Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar hvetur alla landsmenn að ferðast austur í veðurblíðuna um helgina. Á Vestfjörðum og Norðurlandi eru gular veðurviðvaranir, og losnaði bátur frá bryggju á Ísafirði vegna veðurofsans. Þessa dagana eru íbúar höfuðborgarsvæðisins aðlagast lífinu í grámyglunni eftir sumarið og eru íbúar á Vestfjörðum og Norðurlandi að glíma við gular veðurviðvaranir með allt að 22 metrum á sekúndu. Á Ísafirði slitnaði lítil skúta frá bryggju og rak upp í grjótgarðinn við Skutulsfjarðarbraut. Á Austurlandi er sagan hins vegar allt önnur. Þar er hiti allt að tuttugu stig og von á sól og blíðu eftir hádegi, þrátt fyrir að sólin sé mætt á einhverja staði eins og Langanes. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, segir íbúa svæðisins afar ánægða með þennan sumarauka. „Það var svolítill vindur í morgun, stífur sunnanvindur. Auðvitað bara hlýtt í honum. En samkvæmt veðurspánni í gær á að hægja hjá okkur um helgina. Þó að við höfum fengið góða daga í sumar er þetta afskaplega kærkomið eftir rigningar, sviptingar og fleira. Fá svona aðeins plús í þetta,“ segir Jón Björn. Jón Björn Hákonarson er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Hann vonast til þess að veðrið boði gott haust og mildan vetur. „Við krossum fingur með það, það gæti verið afskaplega notalegt fyrir okkur öll að þetta yrði bara mildur vetur og fallegt haust um land allt,“ segir Jón Björn. Hann hvetur þá sem vilja ekki kveðja sumarið alveg strax að drífa sig austur um helgina. „Nú rífa menn út grillið aftur og taka sumarfötin úr geymslunni. Jafnvel geta farið af stað með ferðavagna um helgina hér á Austurlandi. Því miðað við spána er það ekki síðra núna heldur en lungann af sumrinu hjá okkur. Sem hefur verið eins og um allt land ansi köflótt hjá okkur,“ segir Jón Björn. Veður Fjarðabyggð Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Þessa dagana eru íbúar höfuðborgarsvæðisins aðlagast lífinu í grámyglunni eftir sumarið og eru íbúar á Vestfjörðum og Norðurlandi að glíma við gular veðurviðvaranir með allt að 22 metrum á sekúndu. Á Ísafirði slitnaði lítil skúta frá bryggju og rak upp í grjótgarðinn við Skutulsfjarðarbraut. Á Austurlandi er sagan hins vegar allt önnur. Þar er hiti allt að tuttugu stig og von á sól og blíðu eftir hádegi, þrátt fyrir að sólin sé mætt á einhverja staði eins og Langanes. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, segir íbúa svæðisins afar ánægða með þennan sumarauka. „Það var svolítill vindur í morgun, stífur sunnanvindur. Auðvitað bara hlýtt í honum. En samkvæmt veðurspánni í gær á að hægja hjá okkur um helgina. Þó að við höfum fengið góða daga í sumar er þetta afskaplega kærkomið eftir rigningar, sviptingar og fleira. Fá svona aðeins plús í þetta,“ segir Jón Björn. Jón Björn Hákonarson er forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. Hann vonast til þess að veðrið boði gott haust og mildan vetur. „Við krossum fingur með það, það gæti verið afskaplega notalegt fyrir okkur öll að þetta yrði bara mildur vetur og fallegt haust um land allt,“ segir Jón Björn. Hann hvetur þá sem vilja ekki kveðja sumarið alveg strax að drífa sig austur um helgina. „Nú rífa menn út grillið aftur og taka sumarfötin úr geymslunni. Jafnvel geta farið af stað með ferðavagna um helgina hér á Austurlandi. Því miðað við spána er það ekki síðra núna heldur en lungann af sumrinu hjá okkur. Sem hefur verið eins og um allt land ansi köflótt hjá okkur,“ segir Jón Björn.
Veður Fjarðabyggð Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira