Íslenska A-landsliðið tekur á móti Svartfjallalandi og verður ítarleg umfjöllun um leikinn á Stöð 2 Sport.
Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.15 á Stöð 2 Sport en leikurinn fer síðan af stað hálftíma síðar. Eftir leikinn verður síðan leikurinn gerður upp á sömu stöð.
Fyrr um daginn verður einnig sýnt beint frá leik Íslands og Danmerkur í Undankeppni EM 21 árs landsliða.
Það eru líka sýndir beint aðrir leikir í Þjóðadeildinni þar á meðal heimsókn hins sjóðheita Erlings Haaland til Kasakstan.
Kvöldið endar eins og mörg önnur í vikunni með leik úr bandarísku hafnaboltadeildinni.
Stöð 2 Sport
Klukkan 14:50 hefst bein útsending frá leik Íslands og Danmerkur í undankeppni Evrópumóts 21 árs landsliða.
Klukkan 18.15 hefst upphitun fyrir leik Íslands og Svartfjallalands í Þjóðadeild UEFA.
Klukkan 18:35 hefst bein útsending frá leik Íslands og Svartfjallalands í Þjóðadeild UEFA.
Klukkan 20.45 hefst uppgjör um leik Íslands og Svartfjallalands í Þjóðadeild UEFA.
Vodafone Sport
Klukkan 13.50 hefst bein útsending frá leik Kasakstan og Noregs í Þjóðadeild UEFA.
Klukkan 15.55 hefst bein útsending frá leik Litháens og Kýpur í Þjóðadeild UEFA.
Klukkan 18.35 hefst bein útsending frá leik Frakklands og Ítalíu í Þjóðadeild UEFA.
Klukkan 23.00 hefst bein útsending frá leik Atlanta Braves og Toronto Blue Jays í bandarísku MLB deildinni í hafnabolta.