Stjörnu-Sævarar leiddu saman hesta sína Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2024 23:26 Það fór vel á með Stjörnu-Neil og Stjörnu-Sævari þegar þeir hittust í Hayden-stjörnuverinu í New York. Sævar Helgi Bragason Tveir þekktir vísindamiðlarar leiddu saman hesta sína þegar Sævar Helgi Bragason og Neil Degrasse Tyson hittust í New York í Bandaríkjunum í dag. Fundur þeir tengist að hluta frétt Vísis af heimsókn Tyson til Íslands þar sem honum var lýst sem bandarískum Stjörnu-Sævari. Tyson er stjarneðlisfræðingur við Hayden-stjörnuver Vísindasögusafns Bandaríkjanna í New York. Hann er jafnframt heimsþekktur vísindamiðlari, ekki síst fyrir sjónvarpsþættina „Cosmos“, endurgerð af sígildum vísindaþáttum stjörnufræðingsins Carls Sagan. Hann hefur einnig stýrt útvarpsþáttunum Startalk Radio. Sævar Helgi hefur getið sér gott orð fyrir að boða fagnaðarerindi stjörnufræðinnar á Íslandi og síðar fyrir vísindamiðlun almennt. Fyrir það hefur hann hlotið nafnbótina Stjörnu-Sævar í fjölmiðlum. Þegar Tyson kom hingað til lands í júní þótti að minnsta kosti einum blaðamanni Vísis því ekki óeðlilegt að tala um hann sem Stjörnu-Sævar Bandaríkjamanna. Hafði húmor fyrir viðurnefninu Í stuttu samtali við Vísi segir Sævar Helgi að hann hafi sent Tyson frétt Vísis í sumar og að hann hafi haft húmor fyrir því sem þar stóð. Hann hafi þá boðið Sævari Helga heim næst þegar hann ætti leið um New York. Þeir hittust svo á skrifstofu Tyson í Hayden-stjörnuverinu í dag. „Loksins, loksins hitti hinn bandaríski Stjörnu-Sævar þann íslenska,“ segir í færslu Sævars Helga á samfélagsmiðlum með myndum sem hann birti af sér með Tyson í dag. Bæði Tyson og Sævar Helgi hafa verið fastagestir í fjölmiðlum þegar útskýra þarf vísindin á alþýðlegan hátt.Sævar Helgi Bragason Sævar Helgi segir að þeir Tyson hafi meðal annars rætt um Ísland og norðurljós en Tyson hefur aldrei séð þau almennilega. „Við ætlum einhvern tímann að bæta úr því,“ segir Sævar Helgi sem gaf Tyson nýjustu bók sína „Iceland at Night“ sem fjallar um norðurljósin og næturhimininn yfir Íslandi. Babak Tafreshi, ljósmyndarinn sem tók myndirnar fyrir bókina, er sameiginlegur vinur þeirra Tyson. Íslendingar erlendis Vísindi Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira
Tyson er stjarneðlisfræðingur við Hayden-stjörnuver Vísindasögusafns Bandaríkjanna í New York. Hann er jafnframt heimsþekktur vísindamiðlari, ekki síst fyrir sjónvarpsþættina „Cosmos“, endurgerð af sígildum vísindaþáttum stjörnufræðingsins Carls Sagan. Hann hefur einnig stýrt útvarpsþáttunum Startalk Radio. Sævar Helgi hefur getið sér gott orð fyrir að boða fagnaðarerindi stjörnufræðinnar á Íslandi og síðar fyrir vísindamiðlun almennt. Fyrir það hefur hann hlotið nafnbótina Stjörnu-Sævar í fjölmiðlum. Þegar Tyson kom hingað til lands í júní þótti að minnsta kosti einum blaðamanni Vísis því ekki óeðlilegt að tala um hann sem Stjörnu-Sævar Bandaríkjamanna. Hafði húmor fyrir viðurnefninu Í stuttu samtali við Vísi segir Sævar Helgi að hann hafi sent Tyson frétt Vísis í sumar og að hann hafi haft húmor fyrir því sem þar stóð. Hann hafi þá boðið Sævari Helga heim næst þegar hann ætti leið um New York. Þeir hittust svo á skrifstofu Tyson í Hayden-stjörnuverinu í dag. „Loksins, loksins hitti hinn bandaríski Stjörnu-Sævar þann íslenska,“ segir í færslu Sævars Helga á samfélagsmiðlum með myndum sem hann birti af sér með Tyson í dag. Bæði Tyson og Sævar Helgi hafa verið fastagestir í fjölmiðlum þegar útskýra þarf vísindin á alþýðlegan hátt.Sævar Helgi Bragason Sævar Helgi segir að þeir Tyson hafi meðal annars rætt um Ísland og norðurljós en Tyson hefur aldrei séð þau almennilega. „Við ætlum einhvern tímann að bæta úr því,“ segir Sævar Helgi sem gaf Tyson nýjustu bók sína „Iceland at Night“ sem fjallar um norðurljósin og næturhimininn yfir Íslandi. Babak Tafreshi, ljósmyndarinn sem tók myndirnar fyrir bókina, er sameiginlegur vinur þeirra Tyson.
Íslendingar erlendis Vísindi Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Sjá meira