Tæplega átján milljónir fyrir 275 atkvæði Jón Þór Stefánsson skrifar 6. september 2024 13:53 Sjálf lagði Helga til rétt tæpar sautján milljónir. Vísir/Arnar Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, varði tæplega átján milljónum króna í framboð sitt til embættis forseta Íslands. Þetta kemur fram í uppgjöri sem Helga skilaði til Ríkisendurskoðunar. Tekjur framboðsins voru í heildina 17,7 milljónir króna. Framlög einstaklinga voru 780 þúsund krónur, en sjálf lagði Helga til tæpar sautján milljónir. Engar tekjur bárust frá lögaðilum, og þá eru engar tekjur skráðar sem „aðrar tekjur“. Gjöld framboðsins voru nákvæmlega jafn há og tekjurnar. Í uppgjöri Helgu er þeim skipt þannig að ein milljón hafi farið í kosningaskrifstofu, 4,6 milljónir í auglýsinga- og kynningarkostnað, og þá hafi 12,1 milljón farið í annan kostnað. Síðan hafi ekkert farið í fundi og ferðakostnað. Alls hlaut Helga 275 atkvæði í forsetakosningunum þann 1. júní síðastliðinn eða 0,1 prósent greiddra atkvæða. Ef gjöldum framboðsins er deilt á fjölda atkvæða mætti komast að þeirri niðurstöðu að hvert atkvæði hafi kostað Helgu um 64 þúsund krónur. Til samanburðar kostaði hvert atkvæði Höllu Tómasdóttur 355 krónur, Jóns Gnarr 492 krónur og Katrínar Jakobsdóttur 1062 krónur. Líkt og áður segir er Helga forstjóri Persónuverndar, en á meðan hún sinnti framboðinu var hún í launalausu leyfi. Þegar þessi frétt er skrifuð eru óbirt uppgjör Arnars Þórs Jónssonar, Baldurs Þórhallssonar, Höllu Hrundar Logadóttur, Steinunn Ólínu Þorsteinsdóttur og Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur. Hér að neðan má sjá heildarkostnað og kostnað á hvert atkvæði hjá framboðunum sem hafa þegar birt uppgjörin sín. Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Ríkisendurskoðun Tengdar fréttir Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Tekjur framboðsins voru í heildina 17,7 milljónir króna. Framlög einstaklinga voru 780 þúsund krónur, en sjálf lagði Helga til tæpar sautján milljónir. Engar tekjur bárust frá lögaðilum, og þá eru engar tekjur skráðar sem „aðrar tekjur“. Gjöld framboðsins voru nákvæmlega jafn há og tekjurnar. Í uppgjöri Helgu er þeim skipt þannig að ein milljón hafi farið í kosningaskrifstofu, 4,6 milljónir í auglýsinga- og kynningarkostnað, og þá hafi 12,1 milljón farið í annan kostnað. Síðan hafi ekkert farið í fundi og ferðakostnað. Alls hlaut Helga 275 atkvæði í forsetakosningunum þann 1. júní síðastliðinn eða 0,1 prósent greiddra atkvæða. Ef gjöldum framboðsins er deilt á fjölda atkvæða mætti komast að þeirri niðurstöðu að hvert atkvæði hafi kostað Helgu um 64 þúsund krónur. Til samanburðar kostaði hvert atkvæði Höllu Tómasdóttur 355 krónur, Jóns Gnarr 492 krónur og Katrínar Jakobsdóttur 1062 krónur. Líkt og áður segir er Helga forstjóri Persónuverndar, en á meðan hún sinnti framboðinu var hún í launalausu leyfi. Þegar þessi frétt er skrifuð eru óbirt uppgjör Arnars Þórs Jónssonar, Baldurs Þórhallssonar, Höllu Hrundar Logadóttur, Steinunn Ólínu Þorsteinsdóttur og Ásdísar Ránar Gunnarsdóttur. Hér að neðan má sjá heildarkostnað og kostnað á hvert atkvæði hjá framboðunum sem hafa þegar birt uppgjörin sín.
Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Ríkisendurskoðun Tengdar fréttir Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36