„Ætlum klárlega að koma okkur strax aftur upp“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. september 2024 16:38 Anita Lind í baráttunni. Vísir/Diego Anita Lind Daníelsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, var eðlilega sár og svekkt eftir 4-4 jafntefli liðsins gegn Stjörnunni í næstsíðustu umferð neðri hluta Bestu-deildar kvenna. Úrslitin þýða að Keflavík er fallið úr efstu deild. „Það hefði verið gaman að vinna þetta. Þetta er búin að vera hörkubarátta í síðustu leikjum og við erum búnar að vera að reyna okkar allra besta. En svona er þetta stundum,“ sagði Anita í viðtali við Vísi í leikslok. Hún segir þó að henni þyki hafa verið stígandi í liðinu í sumar, þrátt fyrir miklar mannabreytingar. „Já, við erum náttúrulega búnar að vera að missa leikmenn fá nýja leikmenn á miðju tímabili þannig að við erum búnar að þurfa að púsla þessu svolítið saman. En mér finnst við vera búnar að ná góðum stíganda í síðustu leikjum og við erum ekki langt frá því að taka stigin þrjú í þessum leikjum. Við þurfum bara að ná að klára þetta, ná að klára síðustu mínúturnar í leikjunum.“ Keflvíkingar náðu 3-0 forystu eftir rétt rúmlega hálftíma leik í dag, en misstu forskotið niður. Þetta var ekki í fyrsta skipti í sumar sem slíkt gerist. „Ég held að þetta sé bara þreyta í seinni hálfleik í þessum leikjum. En vindurinn hafði líka mikið að segja í leiknum í dag. Við vorum með vindinn í bakið í fyrri hálfleik og náðum að koma þremur mörkum inn, en svo er erfitt að spila á móti vindinum og þessar löngu sendingar fara ekki neitt.“ Þá segir hún það erfitt að kyngja því að liðið hafi fengið á sig fjögur mörk í dag, þrátt fyrir að hafa spilað góðan leik á stórum köflum. „Það er þungt. Þetta er þriðji leikurinn þar sem við lendum í þessu að vera komnar tveimur eða þremur mörkum yfir, en svo er bara skorað og skorað á okkur. Þetta tekur á, en maður þarf bara að halda fókus og halda áfram.“ Að lokum segir hún að Keflavík ætli sér að stoppa stutt í Lengjudeildinni. „Við þurfum bara að sjá hvernig hópurinn verður. Við erum alltaf að púsla saman nýjum hóp eftir hvert tímabil og það verður ábyggilega alveg eins núna. Við þurfum að reyna að halda í sem flestar og við ætlum klárlega að koma okkur strax aftur upp,“ sagði Anita að lokum. Besta deild kvenna Keflavík ÍF Stjarnan Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
„Það hefði verið gaman að vinna þetta. Þetta er búin að vera hörkubarátta í síðustu leikjum og við erum búnar að vera að reyna okkar allra besta. En svona er þetta stundum,“ sagði Anita í viðtali við Vísi í leikslok. Hún segir þó að henni þyki hafa verið stígandi í liðinu í sumar, þrátt fyrir miklar mannabreytingar. „Já, við erum náttúrulega búnar að vera að missa leikmenn fá nýja leikmenn á miðju tímabili þannig að við erum búnar að þurfa að púsla þessu svolítið saman. En mér finnst við vera búnar að ná góðum stíganda í síðustu leikjum og við erum ekki langt frá því að taka stigin þrjú í þessum leikjum. Við þurfum bara að ná að klára þetta, ná að klára síðustu mínúturnar í leikjunum.“ Keflvíkingar náðu 3-0 forystu eftir rétt rúmlega hálftíma leik í dag, en misstu forskotið niður. Þetta var ekki í fyrsta skipti í sumar sem slíkt gerist. „Ég held að þetta sé bara þreyta í seinni hálfleik í þessum leikjum. En vindurinn hafði líka mikið að segja í leiknum í dag. Við vorum með vindinn í bakið í fyrri hálfleik og náðum að koma þremur mörkum inn, en svo er erfitt að spila á móti vindinum og þessar löngu sendingar fara ekki neitt.“ Þá segir hún það erfitt að kyngja því að liðið hafi fengið á sig fjögur mörk í dag, þrátt fyrir að hafa spilað góðan leik á stórum köflum. „Það er þungt. Þetta er þriðji leikurinn þar sem við lendum í þessu að vera komnar tveimur eða þremur mörkum yfir, en svo er bara skorað og skorað á okkur. Þetta tekur á, en maður þarf bara að halda fókus og halda áfram.“ Að lokum segir hún að Keflavík ætli sér að stoppa stutt í Lengjudeildinni. „Við þurfum bara að sjá hvernig hópurinn verður. Við erum alltaf að púsla saman nýjum hóp eftir hvert tímabil og það verður ábyggilega alveg eins núna. Við þurfum að reyna að halda í sem flestar og við ætlum klárlega að koma okkur strax aftur upp,“ sagði Anita að lokum.
Besta deild kvenna Keflavík ÍF Stjarnan Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira