„Þetta má aldrei gerast aftur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 7. september 2024 19:19 Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, kallar eftir þjóðarátaki. Vísir/Bjarni Forseti Íslands kallar eftir samstilltu þjóðarátaki gegn ofbeldi í kjölfar andláts Bryndísar Klöru Birgisdóttur, sem stungin var til bana á Menningarnótt. Opin minningarstund var haldin í Lindakirkju í dag þar sem fólk gat heiðrað minningu Bryndísar Klöru og veitt sorg sinni útrás. Fjöldi fólks kom við í Lindakirkju og minntist Bryndísar. Á vegg kirkjunnar var varpað upp myndum sem vinir og fjölskylda hennar tóku saman og uppáhalds tónlist Bryndísar var spiluð undir. Allir voru velkomnir á stundina en í gær var vika síðan Bryndís lést. „Við sögðum í pistli á Facebook til fólks í hverfinu að á svona stundum langi manni að eiga einhver töfraorð. En þetta er erfitt og verður það áfram. En kirkjan er ekki kölluð til að vera töframaður heldur miklu frekar ljósmóðir sem heldur í hendina í erfiðustu hríðunum og segir „Þú getur þetta. Þú ert ekki einn. Við erum með, Guð er með og hann grætur með“,“ segir Guðni Már Harðarson, sóknarprestur í Lindakirkju. Guðni Már Harðarson er sóknarprestur í Lindakirkju.Vísir/Bjarni Stundin var afar hjartnæm og tendruðu gestir kerti til að minnast Bryndísar og veita sorginni útrás. „Það hefur sýnt sig að það eru allir með samhug og það hefur hjálpað foreldrunum mikið. Það er verið að stoppa fótboltaleiki á sautjándu mínútu, það er verið að klæða sig í bleikt því það var uppáhalds liturinn hennar. Það er svo mikil von í því, að við ætlum ekki að láta þetta voðaverk og þessar hörmulegar aðstæður verða til einskis. Heldur koma í veg fyrir að aðrir þurfi að líða það sem aðstandendur eru að ganga í gegnum núna,“ segir Guðni. Forseti Íslands er verndari nýstofnaðs minningarsjóðs Bryndísar Klöru. Sjóðnum er ætlað að styðja við verkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi. „Ég er bara, eins og held ég öll þjóðin, hrygg yfir þessari atburðarás og öllum þeim sem eiga um sárt að binda. Ég sendi þeim mínar einlægustu samúðarkveðjur,“ segir Halla. Í dag fundaði forsetinn með þrjátíu einstaklingum úr ólíkum áttum um hvernig sé hægt að gera kærleikann að eina vopninu í samfélaginu. Ráðast þurfi að rót vandans með samstilltu þjóðarátaki. „Það er það sem ég hef talað fyrir, því málmleitartæki, vopnuð og sýnileg löggæsla, þetta getur auðvitað allt skipt máli því þetta má aldrei gerast aftur. En ef við ætlum raunverulega að bæta samfélagið, þá þarf að eiga sér stað einhver hreyfing og viðhorfsbreyting. Ungt fólk þarf að fá sæti við borðið og fá að leiða hvernig við gerum það,“ segir Halla. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Stunguárás við Skúlagötu Þjóðkirkjan Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Fjöldi fólks kom við í Lindakirkju og minntist Bryndísar. Á vegg kirkjunnar var varpað upp myndum sem vinir og fjölskylda hennar tóku saman og uppáhalds tónlist Bryndísar var spiluð undir. Allir voru velkomnir á stundina en í gær var vika síðan Bryndís lést. „Við sögðum í pistli á Facebook til fólks í hverfinu að á svona stundum langi manni að eiga einhver töfraorð. En þetta er erfitt og verður það áfram. En kirkjan er ekki kölluð til að vera töframaður heldur miklu frekar ljósmóðir sem heldur í hendina í erfiðustu hríðunum og segir „Þú getur þetta. Þú ert ekki einn. Við erum með, Guð er með og hann grætur með“,“ segir Guðni Már Harðarson, sóknarprestur í Lindakirkju. Guðni Már Harðarson er sóknarprestur í Lindakirkju.Vísir/Bjarni Stundin var afar hjartnæm og tendruðu gestir kerti til að minnast Bryndísar og veita sorginni útrás. „Það hefur sýnt sig að það eru allir með samhug og það hefur hjálpað foreldrunum mikið. Það er verið að stoppa fótboltaleiki á sautjándu mínútu, það er verið að klæða sig í bleikt því það var uppáhalds liturinn hennar. Það er svo mikil von í því, að við ætlum ekki að láta þetta voðaverk og þessar hörmulegar aðstæður verða til einskis. Heldur koma í veg fyrir að aðrir þurfi að líða það sem aðstandendur eru að ganga í gegnum núna,“ segir Guðni. Forseti Íslands er verndari nýstofnaðs minningarsjóðs Bryndísar Klöru. Sjóðnum er ætlað að styðja við verkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi. „Ég er bara, eins og held ég öll þjóðin, hrygg yfir þessari atburðarás og öllum þeim sem eiga um sárt að binda. Ég sendi þeim mínar einlægustu samúðarkveðjur,“ segir Halla. Í dag fundaði forsetinn með þrjátíu einstaklingum úr ólíkum áttum um hvernig sé hægt að gera kærleikann að eina vopninu í samfélaginu. Ráðast þurfi að rót vandans með samstilltu þjóðarátaki. „Það er það sem ég hef talað fyrir, því málmleitartæki, vopnuð og sýnileg löggæsla, þetta getur auðvitað allt skipt máli því þetta má aldrei gerast aftur. En ef við ætlum raunverulega að bæta samfélagið, þá þarf að eiga sér stað einhver hreyfing og viðhorfsbreyting. Ungt fólk þarf að fá sæti við borðið og fá að leiða hvernig við gerum það,“ segir Halla.
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Stunguárás við Skúlagötu Þjóðkirkjan Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent