Tilbúinn að kaupa Boehly út Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2024 12:46 Todd Boehly og Reece James, leikmaður Chelsea. Vísir/Getty Images Það virðist mikið ósætti meðal eiganda enska knattspyrnuliðsins Chelsea og nú hefur Sky Sports greint frá því að Behdad Eghbali og Clearlake Capital séu tilbúin að kaupa Todd Boehly út en hann hefur verið andlit hinna misheppnuðu eigendaskipta félagsins. Síðan Clearlake, með Boehly í fararbroddi, keyptu Chelsea af rússneska auðjöfrinum Roman Abramovich hefur liðinu ekki gengið sem best innan vallar á meðan það hefur vakið mikla athygli utan vallar fyrir fjölda leikmanna sem hafa verið keyptir og seldir. Í frétt Sky segir að Clearlake íhugi nú að kaupa Boehly út en þegar hefur verið greint frá því að hann muni hætta í núverandi hlutverki sínu árið 2027. Það gæti þó gerst töluvert fyrr þar sem fjárfestingasjóðurinn virðist vilja hann út sem fyrst. Það kemur þó að sama skapi fram að Clearlake ætli sér ekki að selja neitt af sínum 62 prósent eignarhlut í félaginu. Boehly virðist hafa fengið nóg af því að vera aðalhlátursefni í Lundúnum og ku sjálfur vilja selja hlut sinn í félaginu. Samkvæmt Bloomberg hefur samband Boehly og Eghbali farið versnandi undanfarna mánuði og eru báðir aðilar að íhuga stöðu sína að svo stöddu. BREAKING: Clearlake Capital are open to buying out Todd Boehly but they will not sell their own shares in Chelsea 🚨 pic.twitter.com/Z0LmeNMp6c— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 6, 2024 Þá greinir blaðamaður New York Times frá því að Boehly gæti snúið vörn í sókn og keypt Eghbali út. Það stefnir allavega í áhugavert tímabil hjá Chelsea, ef til vill ekki innan vallar en heldur betur utan vallar. Chelsea was sold for £2.5b two years ago, which remains the most expensive purchase of a football club. Since then, it has spent and spent to get worse. Now reports say Boehly wants to buy Clearlake’s 60 percent for a price that would value team at £4.2bn 😵💫— tariq panja (@tariqpanja) September 7, 2024 Chelsea er sem stendur í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar að loknum þremur umferðum með fjögur stig. Liðið hefur skorað 7 mörk í leikjunum þremur en fengið á sig fimm. Þá skreið það inn í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Sjá meira
Síðan Clearlake, með Boehly í fararbroddi, keyptu Chelsea af rússneska auðjöfrinum Roman Abramovich hefur liðinu ekki gengið sem best innan vallar á meðan það hefur vakið mikla athygli utan vallar fyrir fjölda leikmanna sem hafa verið keyptir og seldir. Í frétt Sky segir að Clearlake íhugi nú að kaupa Boehly út en þegar hefur verið greint frá því að hann muni hætta í núverandi hlutverki sínu árið 2027. Það gæti þó gerst töluvert fyrr þar sem fjárfestingasjóðurinn virðist vilja hann út sem fyrst. Það kemur þó að sama skapi fram að Clearlake ætli sér ekki að selja neitt af sínum 62 prósent eignarhlut í félaginu. Boehly virðist hafa fengið nóg af því að vera aðalhlátursefni í Lundúnum og ku sjálfur vilja selja hlut sinn í félaginu. Samkvæmt Bloomberg hefur samband Boehly og Eghbali farið versnandi undanfarna mánuði og eru báðir aðilar að íhuga stöðu sína að svo stöddu. BREAKING: Clearlake Capital are open to buying out Todd Boehly but they will not sell their own shares in Chelsea 🚨 pic.twitter.com/Z0LmeNMp6c— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 6, 2024 Þá greinir blaðamaður New York Times frá því að Boehly gæti snúið vörn í sókn og keypt Eghbali út. Það stefnir allavega í áhugavert tímabil hjá Chelsea, ef til vill ekki innan vallar en heldur betur utan vallar. Chelsea was sold for £2.5b two years ago, which remains the most expensive purchase of a football club. Since then, it has spent and spent to get worse. Now reports say Boehly wants to buy Clearlake’s 60 percent for a price that would value team at £4.2bn 😵💫— tariq panja (@tariqpanja) September 7, 2024 Chelsea er sem stendur í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar að loknum þremur umferðum með fjögur stig. Liðið hefur skorað 7 mörk í leikjunum þremur en fengið á sig fimm. Þá skreið það inn í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Sjá meira