Stjórnarandstöðuleiðtoginn flúinn til Spánar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. september 2024 21:22 Gonzalez á kosningafundi fyrr í sumar. AP Edmundo Gonzalez leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela er flúinn úr landi og lentur á Spáni. Handtökuskipun á var gefin út á hendur honum í vikunni. Handtökuskipun var gefin út á hendur Gonzales síðasta mánudag en hann er meðal annars sakaður um að falsa opinber skjöl, hvatningu til að hunsa lög og samsæri gegn venesúelskum stjórnvöldum. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Spánar segir að Gonzalez og Mercedes López de González eiginkona hans hafi lent á herstöðinni við Torrejon de Ardoz-héraði í dag. „Þetta er sorgardagur fyrir lýðræði í Venesúela,“ sagði Josep Borrell utanríkismálastjóri Evrópusambandsins í yfirlýsingu í tengslum við málið. „Enginn pólitískur leiðtogi ætti að þurfa að leita hælis í öðru landi.“ Delcy Rodriguez varaforseti Venesúela sagði í tilkynningu á Instagram í dag að yfirvöld hefðu samþykkt brottför Gonzalez úr landi í von um að endurheimta pólitískan frið í landinu. Reuters hefur eftir utanríkisráðuneyti Spánar að engar viðræður hefðu verið milli yfirvalda landanna tveggja um flutning Gonzalez. Miklar óeirðir urðu í Venesúela eftir forsetakosningar þar í landi í júlí, þegar Nicolas Maduro lýsti yfir sigri en Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt kosningarnar vegna ógegnsæis. Bandaríkin, Evrópusambandið og önnur alþjóðleg öfl hafa viðurkennt sigur Gonzalez í kosningunum. Að minnsta kosti 27 manns hafa látist í aðgerðum stjórnvalda til þess að bæla niður mótmæli eftir kosningarnar og um 2.400 manns hafa verið handteknir. Í umfjöllun Reuters segir að Gonzalez hafi leitað skjóls í sendiráðum bæði Hollands og Spánar eftir kosningarnar í júlí. Venesúela Spánn Tengdar fréttir Lögðu hald á einkaþotu Venesúelaforseta Bandarísk yfirvöld lögðu hald á einkaþotu sem Nicolas Maduro forseti Venesúela hefur nýverið flogið með í Dóminíska lýðveldinu í dag. Flugvélinni var í framhaldinu flogið til Flórída en bandamenn Maduro eru grunaðir um að hafa fest kaup á henni með ólögmætum hætti. 2. september 2024 21:11 Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. 13. ágúst 2024 11:57 Maduro lokar X í tíu daga Nicolas Maduro, nýendurkjörinn forseti Venesúela í kosningum sem hafa verið harðlega gagnrýndar, hefur ákveðið að slökkva á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, í tíu daga hið minnsta. 9. ágúst 2024 09:57 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Handtökuskipun var gefin út á hendur Gonzales síðasta mánudag en hann er meðal annars sakaður um að falsa opinber skjöl, hvatningu til að hunsa lög og samsæri gegn venesúelskum stjórnvöldum. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Spánar segir að Gonzalez og Mercedes López de González eiginkona hans hafi lent á herstöðinni við Torrejon de Ardoz-héraði í dag. „Þetta er sorgardagur fyrir lýðræði í Venesúela,“ sagði Josep Borrell utanríkismálastjóri Evrópusambandsins í yfirlýsingu í tengslum við málið. „Enginn pólitískur leiðtogi ætti að þurfa að leita hælis í öðru landi.“ Delcy Rodriguez varaforseti Venesúela sagði í tilkynningu á Instagram í dag að yfirvöld hefðu samþykkt brottför Gonzalez úr landi í von um að endurheimta pólitískan frið í landinu. Reuters hefur eftir utanríkisráðuneyti Spánar að engar viðræður hefðu verið milli yfirvalda landanna tveggja um flutning Gonzalez. Miklar óeirðir urðu í Venesúela eftir forsetakosningar þar í landi í júlí, þegar Nicolas Maduro lýsti yfir sigri en Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt kosningarnar vegna ógegnsæis. Bandaríkin, Evrópusambandið og önnur alþjóðleg öfl hafa viðurkennt sigur Gonzalez í kosningunum. Að minnsta kosti 27 manns hafa látist í aðgerðum stjórnvalda til þess að bæla niður mótmæli eftir kosningarnar og um 2.400 manns hafa verið handteknir. Í umfjöllun Reuters segir að Gonzalez hafi leitað skjóls í sendiráðum bæði Hollands og Spánar eftir kosningarnar í júlí.
Venesúela Spánn Tengdar fréttir Lögðu hald á einkaþotu Venesúelaforseta Bandarísk yfirvöld lögðu hald á einkaþotu sem Nicolas Maduro forseti Venesúela hefur nýverið flogið með í Dóminíska lýðveldinu í dag. Flugvélinni var í framhaldinu flogið til Flórída en bandamenn Maduro eru grunaðir um að hafa fest kaup á henni með ólögmætum hætti. 2. september 2024 21:11 Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. 13. ágúst 2024 11:57 Maduro lokar X í tíu daga Nicolas Maduro, nýendurkjörinn forseti Venesúela í kosningum sem hafa verið harðlega gagnrýndar, hefur ákveðið að slökkva á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, í tíu daga hið minnsta. 9. ágúst 2024 09:57 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Lögðu hald á einkaþotu Venesúelaforseta Bandarísk yfirvöld lögðu hald á einkaþotu sem Nicolas Maduro forseti Venesúela hefur nýverið flogið með í Dóminíska lýðveldinu í dag. Flugvélinni var í framhaldinu flogið til Flórída en bandamenn Maduro eru grunaðir um að hafa fest kaup á henni með ólögmætum hætti. 2. september 2024 21:11
Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. 13. ágúst 2024 11:57
Maduro lokar X í tíu daga Nicolas Maduro, nýendurkjörinn forseti Venesúela í kosningum sem hafa verið harðlega gagnrýndar, hefur ákveðið að slökkva á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, í tíu daga hið minnsta. 9. ágúst 2024 09:57