Afleit afkoma heimila Stefán Ólafsson skrifar 9. september 2024 10:02 Kaupmáttur heimilanna var að aukast til 2021, vegna Lífskjarasamningsins sem gerður var 2019. Seinni hluta ársins 2021 tók vaxandi verðbólga vegna aukins húsnæðiskostnaðar og Kóvid kreppunnar við, sem stöðvaði kaupmáttaraukninguna. Síðan bættust við enn meiri verðbólguhvetjandi áhrif af innrásinni í Úkraínu á árinu 2022. Loks tóku við óvenju örar hækkanir Seðlabankans á stýrivöxtum sem bættu í verðbólguhvetjandi áhrif húsnæðismálanna, með því að hægja á íbúðabyggingum. Verðbólgan hefur þó verið þrálát. Þessi þróun öll lagði mjög auknar byrðar á heimilin, mest á heimili skuldsettra fjölskyldna og þeirra tekjulægri. Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig hlutfall heimila sem sögðu erfitt að ná endum saman jókst frá 2021 til 2023 og lækkaði síðan einungis lítillega fram á síðasta vor, samkvæmt árlegum könnunum Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins. Árið 2021 voru það rúm 23% heimila almenns launafólks sem sögðu erfitt að ná endum saman. Það hækkaði upp í rúm 44% árið 2023 og hafði svo lækkað lítillega niður í um 41%, með lækkandi verðbólgu. Það var lítill bati þó í rétta átt væri. Hjá verkafólki á höfuðborgarsvæðinu (Eflingarfólk á myndinni) var staðan mun verri allan tímann, eins og hjá öðru lágtekjufólki. Hlutfall þess hóps fór úr um 38% 2021 upp í 60% 2023 og hafði einungis lækkað niður í 55% síðastliðið vor. Þegar áhrifa nýja kjarasamningsins fer að gæta til fulls nú í haust ætti staðan eitthvað að skána, en viðvarandi há verðbólga og vextir eru þó að grafa undan væntum árangri kjarasamningsins, sem er grafalvarlegt mál. Villandi tal og afskiptaleysi stjórnvalda Talsmenn Seðlabankans og stjórnvalda hafa almennt gert lítið úr erfiðleikum heimilanna vegna ríkjandi aðstæðna og vísa til þess að vanskil íbúðalána hafi lítið aukist. Það er villandi málflutningur. Það þarf verulega djúpa kreppu til að vanskil húsnæðislána aukist umtalsvert, eins og varð eftir fjármálahrunið 2008. Vanskil hafa ekki aukist að ráði núna vegna þess að heimilin láta afborganir húsnæðislána og leigu vera í forgangi. Því húsnæði er frumþörf. Þrengt er að öllu öðru áður en að vanskilum lána og leigu kemur hjá heimilunum. Seðlabankinn er einungis að ná takmörkuðum árangri í að lækka verðbólguna, þrátt fyrir að hann sé nánast búinn að slökkva á hagvextinum. Ríkisstjórnin hefur ekki tekið á húsnæðismálunum eins og þarf, né öðru sem til hennar verkefna heyrir í baráttunni við verðbólguna. Afskiptaleysi stjórnvalda gagnvart erfiðri afkomu heimilanna og knýjandi verkefnum er líklega mikilvægasta skýringin á litlu fylgi ríkisstjórnarflokkanna um þessar mundir. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Fjármál heimilisins Vinnumarkaður Mest lesið Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Sjá meira
Kaupmáttur heimilanna var að aukast til 2021, vegna Lífskjarasamningsins sem gerður var 2019. Seinni hluta ársins 2021 tók vaxandi verðbólga vegna aukins húsnæðiskostnaðar og Kóvid kreppunnar við, sem stöðvaði kaupmáttaraukninguna. Síðan bættust við enn meiri verðbólguhvetjandi áhrif af innrásinni í Úkraínu á árinu 2022. Loks tóku við óvenju örar hækkanir Seðlabankans á stýrivöxtum sem bættu í verðbólguhvetjandi áhrif húsnæðismálanna, með því að hægja á íbúðabyggingum. Verðbólgan hefur þó verið þrálát. Þessi þróun öll lagði mjög auknar byrðar á heimilin, mest á heimili skuldsettra fjölskyldna og þeirra tekjulægri. Meðfylgjandi mynd sýnir hvernig hlutfall heimila sem sögðu erfitt að ná endum saman jókst frá 2021 til 2023 og lækkaði síðan einungis lítillega fram á síðasta vor, samkvæmt árlegum könnunum Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins. Árið 2021 voru það rúm 23% heimila almenns launafólks sem sögðu erfitt að ná endum saman. Það hækkaði upp í rúm 44% árið 2023 og hafði svo lækkað lítillega niður í um 41%, með lækkandi verðbólgu. Það var lítill bati þó í rétta átt væri. Hjá verkafólki á höfuðborgarsvæðinu (Eflingarfólk á myndinni) var staðan mun verri allan tímann, eins og hjá öðru lágtekjufólki. Hlutfall þess hóps fór úr um 38% 2021 upp í 60% 2023 og hafði einungis lækkað niður í 55% síðastliðið vor. Þegar áhrifa nýja kjarasamningsins fer að gæta til fulls nú í haust ætti staðan eitthvað að skána, en viðvarandi há verðbólga og vextir eru þó að grafa undan væntum árangri kjarasamningsins, sem er grafalvarlegt mál. Villandi tal og afskiptaleysi stjórnvalda Talsmenn Seðlabankans og stjórnvalda hafa almennt gert lítið úr erfiðleikum heimilanna vegna ríkjandi aðstæðna og vísa til þess að vanskil íbúðalána hafi lítið aukist. Það er villandi málflutningur. Það þarf verulega djúpa kreppu til að vanskil húsnæðislána aukist umtalsvert, eins og varð eftir fjármálahrunið 2008. Vanskil hafa ekki aukist að ráði núna vegna þess að heimilin láta afborganir húsnæðislána og leigu vera í forgangi. Því húsnæði er frumþörf. Þrengt er að öllu öðru áður en að vanskilum lána og leigu kemur hjá heimilunum. Seðlabankinn er einungis að ná takmörkuðum árangri í að lækka verðbólguna, þrátt fyrir að hann sé nánast búinn að slökkva á hagvextinum. Ríkisstjórnin hefur ekki tekið á húsnæðismálunum eins og þarf, né öðru sem til hennar verkefna heyrir í baráttunni við verðbólguna. Afskiptaleysi stjórnvalda gagnvart erfiðri afkomu heimilanna og knýjandi verkefnum er líklega mikilvægasta skýringin á litlu fylgi ríkisstjórnarflokkanna um þessar mundir. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun