Mannlíf sektað vegna tóbaksauglýsinga Lovísa Arnardóttir skrifar 9. september 2024 11:29 Reynir Traustason er ritstjóri Mannlífs. Vísir/Vilhelm Fjölmiðlanefnd sektaði fjölmiðlafyrirtækið Sóltún, sem rekur fjölmiðilinn Mannlíf, um 250 þúsund krónur fyrir að brjóta á lögum um fjölmiðla með því að auglýsa bæði nikótín- og áfengisvörur á vef Mannlífs í keyptri umfjöllun á vef miðilsins. Í umfjölluninni var rætt um söluvörur fyrirtækisins Duflands ehf. sem eru meðal annars nikótínpúðategundirnar LOOP og VELO og víntegundirnar Marta Mate og The Chocolate Block. Við meðferð málsins komst Fjölmiðlanefnd að því að einnig ætti að leggja mat á hvort í umfjölluninni væri um að ræða brot á lögum um fjölmiðla vegna viðskiptaboða fyrir nikótínvörur. Til viðskiptaboða teljast meðal annars auglýsingar, kostun og vöruinnsetning. Í ákvörðun nefndarinnar kemur fram að málið hafi verið tekið til efnislegrar meðferðar á grundvelli ábendingarinnar sem barst í síma í ágúst árið 2023 en umfjöllunin var birt í júní sama ár. Fjölmiðlanefnd byrjaði samkvæmt ákvörðun sinni á því að óska eftir gögnum frá Sólartúni vegna umfjöllunarinnar, bæði var beðið um upplýsingar og þeirra sjónarmið á birtingunni. Kynning sem greitt var fyrir Í svari Sólartúns kom fram að um væri að ræða kynningu sem fyrirtækið hefði greitt fyrir. Umfjöllunin væri birt undir flokki kynninga á vef og að engin viðskiptaboð fælust í henni. Hún væri hluti af matar- og vínmenningu landsins og að ekki hefði verið greitt í neinu formi fyrir auglýsingar á áfengi. Í svörum fyrirtækisins til nefndarinnar kom jafnframt fram að kynningin fæli ekki í sér brot eða ásetning um að fara á svig við lög. Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar kemur fram að niðurstaða þeirra sé að umfjöllunin teljist til viðskiptaboða fyrir nikótínvörur og áfengi og að með miðlun þeirra á vef Mannlífs umrætt sinn hafi Sólartún ehf. brotið gegn þeim hluta laga um fjölmiðla sem bannar slík viðskiptaboð. Umfjöllunin hafi ekki bara verið kynning á starfsemi fyrirtækisins heldur einnig á vörunum sem þau selja. Sem samkvæmt lögum má ekki auglýs. Fjölmiðlanefnd ákvað í kjölfarið að leggja stjórnvaldssekt á Sólartún ehf. Nefndin taldi hæfilegt að sektin næmi 250.000 krónum. Tekið var mið af eðli brotsins við ákvörðun fjárhæðarinnar sem og að fyrirtækið hafði ekki áður brotið gegn ákvæði fjölmiðlalaga um bann við viðskiptaboðum fyrir nikótínvörur og áfengi. Áfengi og tóbak Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Sekta Árvakur um 1,5 milljónir króna vegna fjölda dulinna auglýsinga Fjölmiðlanefnd hefur sektað Árvakur, fjölmiðlaveitu mbl.is, um 1,5 milljónir króna vegna ítrekaðra brota á lögum sem banna duldar auglýsingar. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa fengið fréttir skrifaðar um vörur sínar á mbl.is, án þess að tekið væri fram að um auglýsingu væri að ræða, eru Nói siríus, Hagkaup, MS og Te og kaffi. 11. maí 2024 23:57 Bæjarblaðið sektað fyrir að auglýsa nikótín fyrir Þjóðhátíð Útgefandi bæjarblaðs Vestmanneyinga, Tíguls, hefur verið sektað um 100 þúsund krónur vegna brots á fjölmiðlalögum, með því að birta viðskiptaboð fyrir nikótínpúða og rafsígarettur. Tígull er fyrsti fjölmiðillinn sem sektaður fyrir slíkt brot. Útgefandinn segist hafa prentað heilsíðuauglýsinguna fyrir mistök. 11. janúar 2024 14:28 Ekki nóg að merkja bjórauglýsingu með „léttöl“ Fjölmiðlanefnd hefur sektað Sýn um 1,5 milljónir króna vegna áfengisauglýsingar sem birt var hér á Vísi. Nefndin taldi að um áfengisauglýsingu hafi verið að ræða þrátt fyrir að auglýsing á Víking Gylltum hafi verið merkt með orðinu „léttöl“. 18. desember 2023 10:57 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Í umfjölluninni var rætt um söluvörur fyrirtækisins Duflands ehf. sem eru meðal annars nikótínpúðategundirnar LOOP og VELO og víntegundirnar Marta Mate og The Chocolate Block. Við meðferð málsins komst Fjölmiðlanefnd að því að einnig ætti að leggja mat á hvort í umfjölluninni væri um að ræða brot á lögum um fjölmiðla vegna viðskiptaboða fyrir nikótínvörur. Til viðskiptaboða teljast meðal annars auglýsingar, kostun og vöruinnsetning. Í ákvörðun nefndarinnar kemur fram að málið hafi verið tekið til efnislegrar meðferðar á grundvelli ábendingarinnar sem barst í síma í ágúst árið 2023 en umfjöllunin var birt í júní sama ár. Fjölmiðlanefnd byrjaði samkvæmt ákvörðun sinni á því að óska eftir gögnum frá Sólartúni vegna umfjöllunarinnar, bæði var beðið um upplýsingar og þeirra sjónarmið á birtingunni. Kynning sem greitt var fyrir Í svari Sólartúns kom fram að um væri að ræða kynningu sem fyrirtækið hefði greitt fyrir. Umfjöllunin væri birt undir flokki kynninga á vef og að engin viðskiptaboð fælust í henni. Hún væri hluti af matar- og vínmenningu landsins og að ekki hefði verið greitt í neinu formi fyrir auglýsingar á áfengi. Í svörum fyrirtækisins til nefndarinnar kom jafnframt fram að kynningin fæli ekki í sér brot eða ásetning um að fara á svig við lög. Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar kemur fram að niðurstaða þeirra sé að umfjöllunin teljist til viðskiptaboða fyrir nikótínvörur og áfengi og að með miðlun þeirra á vef Mannlífs umrætt sinn hafi Sólartún ehf. brotið gegn þeim hluta laga um fjölmiðla sem bannar slík viðskiptaboð. Umfjöllunin hafi ekki bara verið kynning á starfsemi fyrirtækisins heldur einnig á vörunum sem þau selja. Sem samkvæmt lögum má ekki auglýs. Fjölmiðlanefnd ákvað í kjölfarið að leggja stjórnvaldssekt á Sólartún ehf. Nefndin taldi hæfilegt að sektin næmi 250.000 krónum. Tekið var mið af eðli brotsins við ákvörðun fjárhæðarinnar sem og að fyrirtækið hafði ekki áður brotið gegn ákvæði fjölmiðlalaga um bann við viðskiptaboðum fyrir nikótínvörur og áfengi.
Áfengi og tóbak Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Sekta Árvakur um 1,5 milljónir króna vegna fjölda dulinna auglýsinga Fjölmiðlanefnd hefur sektað Árvakur, fjölmiðlaveitu mbl.is, um 1,5 milljónir króna vegna ítrekaðra brota á lögum sem banna duldar auglýsingar. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa fengið fréttir skrifaðar um vörur sínar á mbl.is, án þess að tekið væri fram að um auglýsingu væri að ræða, eru Nói siríus, Hagkaup, MS og Te og kaffi. 11. maí 2024 23:57 Bæjarblaðið sektað fyrir að auglýsa nikótín fyrir Þjóðhátíð Útgefandi bæjarblaðs Vestmanneyinga, Tíguls, hefur verið sektað um 100 þúsund krónur vegna brots á fjölmiðlalögum, með því að birta viðskiptaboð fyrir nikótínpúða og rafsígarettur. Tígull er fyrsti fjölmiðillinn sem sektaður fyrir slíkt brot. Útgefandinn segist hafa prentað heilsíðuauglýsinguna fyrir mistök. 11. janúar 2024 14:28 Ekki nóg að merkja bjórauglýsingu með „léttöl“ Fjölmiðlanefnd hefur sektað Sýn um 1,5 milljónir króna vegna áfengisauglýsingar sem birt var hér á Vísi. Nefndin taldi að um áfengisauglýsingu hafi verið að ræða þrátt fyrir að auglýsing á Víking Gylltum hafi verið merkt með orðinu „léttöl“. 18. desember 2023 10:57 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Sekta Árvakur um 1,5 milljónir króna vegna fjölda dulinna auglýsinga Fjölmiðlanefnd hefur sektað Árvakur, fjölmiðlaveitu mbl.is, um 1,5 milljónir króna vegna ítrekaðra brota á lögum sem banna duldar auglýsingar. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa fengið fréttir skrifaðar um vörur sínar á mbl.is, án þess að tekið væri fram að um auglýsingu væri að ræða, eru Nói siríus, Hagkaup, MS og Te og kaffi. 11. maí 2024 23:57
Bæjarblaðið sektað fyrir að auglýsa nikótín fyrir Þjóðhátíð Útgefandi bæjarblaðs Vestmanneyinga, Tíguls, hefur verið sektað um 100 þúsund krónur vegna brots á fjölmiðlalögum, með því að birta viðskiptaboð fyrir nikótínpúða og rafsígarettur. Tígull er fyrsti fjölmiðillinn sem sektaður fyrir slíkt brot. Útgefandinn segist hafa prentað heilsíðuauglýsinguna fyrir mistök. 11. janúar 2024 14:28
Ekki nóg að merkja bjórauglýsingu með „léttöl“ Fjölmiðlanefnd hefur sektað Sýn um 1,5 milljónir króna vegna áfengisauglýsingar sem birt var hér á Vísi. Nefndin taldi að um áfengisauglýsingu hafi verið að ræða þrátt fyrir að auglýsing á Víking Gylltum hafi verið merkt með orðinu „léttöl“. 18. desember 2023 10:57