Vildi fara frá Liverpool Aron Guðmundsson skrifar 9. september 2024 17:02 Kelleher á æfingu með Guðmundi Hreiðarssyni, markmannsþjálfara írska landsliðsins Vísir/Getty Írski markvörðurinn Caoimhin Kelleher, leikmaður Liverpool, vildi halda á önnur mið í sumar með þá von í brjósti að verða aðalmarkvörður hjá öðru liði. Ekkert varð af brotthvarfi hans frá félaginu og segir Írinn að ákvörðunin hafi ekki verið í sínum höndum. Kelleher, sem hefur þurft að verma varamannabekkinn hjá Liverpool, er aðalmarkvörður írska landsliðsins sem er nú í sínu fyrsta landsliðsverkefni undir stjórn Íslendingsins Heimis Hallgrímssonar. Skömmu eftir að Heimir var ráðinn landsliðsþjálfari Írlands lét hann í ljós áhyggjur sínar af litlum spilatíma Kelleher hjá Liverpool. „Auðvitað þarf að hann að komast í burtu ekki síst vegna þess að hann er búinn að sýna öllum hvað hann getur á hæsta stiginu,“ sagði Heimir Hallgrímsson í samtali við Mirror um Kelleher í júlí. Kelleher fer ekki leynt með þá þrá sína að verða aðalmarkvörður hjá félagsliði. Ljóst þykir að það mun ekki gerast fyrir hann hjá Liverpool þrátt fyrir að félagið hafi hafnað nokkrum tilboðum í hann. Kelleher hefur verið á eftir Alisson í goggunarröðinni og undir lok félagsskiptagluggans gekk Liverpool frá kaupum á Georgíumanninum Giorgi Mamardashvili frá Valencia. Giorgi klárar yfirstandandi tímabil með Valencia og gengur svo til liðs við Liverpool að fullu fyrir næsta tímabil. „Félagið hefur ákveðið að sækja annan markvörð. Utan frá lítur þetta þannig út að félagið hafi ákveðið að halda á önnur mið. Vilji minn hefur ávallt verið skýr undanfarin tímabil. Ég vil fara og verða aðalmarkvörður,“ sagði Kelleher aðspurður um stöðu sína á blaðamannafundi írska landsliðsins fyrir leik gegn Grikklandi í Þjóðadeild Evrópu á morgun. „Einhverjir gætu haldið að þetta væri þá allt hundrað prósent í mínum höndum en stundum er ég ekki með alla ása á minni hendi.“ Írland Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Enski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Sjá meira
Kelleher, sem hefur þurft að verma varamannabekkinn hjá Liverpool, er aðalmarkvörður írska landsliðsins sem er nú í sínu fyrsta landsliðsverkefni undir stjórn Íslendingsins Heimis Hallgrímssonar. Skömmu eftir að Heimir var ráðinn landsliðsþjálfari Írlands lét hann í ljós áhyggjur sínar af litlum spilatíma Kelleher hjá Liverpool. „Auðvitað þarf að hann að komast í burtu ekki síst vegna þess að hann er búinn að sýna öllum hvað hann getur á hæsta stiginu,“ sagði Heimir Hallgrímsson í samtali við Mirror um Kelleher í júlí. Kelleher fer ekki leynt með þá þrá sína að verða aðalmarkvörður hjá félagsliði. Ljóst þykir að það mun ekki gerast fyrir hann hjá Liverpool þrátt fyrir að félagið hafi hafnað nokkrum tilboðum í hann. Kelleher hefur verið á eftir Alisson í goggunarröðinni og undir lok félagsskiptagluggans gekk Liverpool frá kaupum á Georgíumanninum Giorgi Mamardashvili frá Valencia. Giorgi klárar yfirstandandi tímabil með Valencia og gengur svo til liðs við Liverpool að fullu fyrir næsta tímabil. „Félagið hefur ákveðið að sækja annan markvörð. Utan frá lítur þetta þannig út að félagið hafi ákveðið að halda á önnur mið. Vilji minn hefur ávallt verið skýr undanfarin tímabil. Ég vil fara og verða aðalmarkvörður,“ sagði Kelleher aðspurður um stöðu sína á blaðamannafundi írska landsliðsins fyrir leik gegn Grikklandi í Þjóðadeild Evrópu á morgun. „Einhverjir gætu haldið að þetta væri þá allt hundrað prósent í mínum höndum en stundum er ég ekki með alla ása á minni hendi.“
Írland Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Enski boltinn Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Sjá meira