Vill láta reka Heimi strax: „Kálið endist lengur en tannlæknirinn“ Sindri Sverrisson skrifar 11. september 2024 12:33 Heimir Hallgrímsson á langt í land með að sanna sig fyrir Eamon Dunphy, sem landsliðsþjálfari Írlands. Næsta tækifæri gefst 10. og 13. október, í útileikjum við Finnland og Grikkland. Getty/Stephn McCarthy Eamon Dunphy, fyrrverandi landsliðsmaður Írlands, hefur enga trú á því að Heimir Hallgrímsson sé rétti maðurinn til að rétta við gengi írska landsliðsins í fótbolta. Dunphy spáir Heimi mjög stuttum tíma í starfi. Írska knattspyrnusambandið réði Heimi í sumar og hann fékk í fyrsta sinn að kynnast sínum nýju leikmönnum í nýafstaðinni landsleikjatörn, þar sem Írar töpuðu 2-0 fyrir Englandi og svo 2-0 fyrir Grikklandi í gær. Báðir leikirnir voru á heimavelli Íra í Dublin. Flestir sem tjá sig um írska landsliðið virðast sammála um að Heimir hafi tekið að sér afar erfitt verkefni, við að rétta af gengi liðsins, og sjálfur segir Heimir að það sárvanti sjálfstraust í leikmenn liðsins. Hinn 79 ára gamli Dunphy, þekktur fjölmiðlamaður á Írlandi, tekur Heimi hins vegar sérstaklega fyrir í pistli í Irish Mirror og segir að ráðningin á honum sé farin að virðast undarleg eða hreinlega röng ákvörðun. Dunphy vísar í spurningu úr The Star fyrir tveimur árum, þar sem spurt var hvort myndi endast lengur, kál eða Liz Truss sem forsætisráðherra Bretlands. Truss entist í 49 daga og vill Dunphy meina að kálið hafi þar haft betur. Nú sé hins vegar hægt að velta upp sömu spurningu varðandi Heimi og kál, og veðjar Dunphy á kálið. „Og við eigum að trúa því að írska sambandið hafi beðið í sjö mánuði eftir þessum náunga?“ Það er ekki hægt að segja að Dunphy sé sérlega sanngjarn í pistli sínum, þegar hann fjallar um Heimi. Hann segir Eyjamanninn vissulega hafa stýrt Íslandi til sigurs gegn Englandi fyrir átta árum en þá hafi hann verið annar af tveimur aðalþjálfurum, sem er rétt. En Dunphy sleppir því svo að minnast á að Heimir kom Íslandi á HM 2018, fámennustu þjóð í sögu HM, og var þá einn aðalþjálfari. Eamon Dunphy með vaxmynd af sjálfum sér, á vaxmyndasafninu í Dublin.Getty/Niall Carson „Eftir það hefur hann stýrt Jamaíku þar sem úrslitin voru upp og ofan. Og við eigum að trúa því að írska sambandið hafi beðið í sjö mánuði eftir þessum náunga? Hvað sáu þeir eiginlega við hann?“ spyr Dunphy í pistli sínum. Segir stöðuna aldrei hafa verið verri „Ég er forviða. Ég er svekktur. Ég er sár. Og mér býður við þessu. Og ég skal segja ykkur hvers vegna. Orðinn 79 ára þá hef ég aldrei á ævinni séð hlutina eins slæma og núna. Þetta hefur aldrei verið verra,“ skrifar Dunphy. Dunphy segir Heimi vera að hlífa sjálfum sér með því að láta John O‘Shea, aðstoðarþjálfara, taka meiri ábyrgð í þessu fyrsta landsliðsverkefni. Það eina sem heyrist frá Heimi séu afsakanir, og það sé ekki nógu gott. Handviss um að kálið endist lengur „Ferlinu við að finna arftaka [Stephen] Kenny var ábótavant, lokákvörðunin var ófullnægjandi, og leikirnir tveir eftir að hann [Heimir] var ráðinn hafa verið ömurlegir,“ skrifar Dunphy og telur írska liðið á enn verri stað en fyrir ári síðan. Dunphy segir að skrúfa eigi tafarlaust fyrir alla fjármögnun til írska knattspyrnusambandsins og koma þeim sem þar stjórna frá völdum. Fyrst þurfi þó að reka Heimi. „Treystið mér þegar ég segi þetta, kálið endist lengur en tannlæknirinn.“ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Írska knattspyrnusambandið réði Heimi í sumar og hann fékk í fyrsta sinn að kynnast sínum nýju leikmönnum í nýafstaðinni landsleikjatörn, þar sem Írar töpuðu 2-0 fyrir Englandi og svo 2-0 fyrir Grikklandi í gær. Báðir leikirnir voru á heimavelli Íra í Dublin. Flestir sem tjá sig um írska landsliðið virðast sammála um að Heimir hafi tekið að sér afar erfitt verkefni, við að rétta af gengi liðsins, og sjálfur segir Heimir að það sárvanti sjálfstraust í leikmenn liðsins. Hinn 79 ára gamli Dunphy, þekktur fjölmiðlamaður á Írlandi, tekur Heimi hins vegar sérstaklega fyrir í pistli í Irish Mirror og segir að ráðningin á honum sé farin að virðast undarleg eða hreinlega röng ákvörðun. Dunphy vísar í spurningu úr The Star fyrir tveimur árum, þar sem spurt var hvort myndi endast lengur, kál eða Liz Truss sem forsætisráðherra Bretlands. Truss entist í 49 daga og vill Dunphy meina að kálið hafi þar haft betur. Nú sé hins vegar hægt að velta upp sömu spurningu varðandi Heimi og kál, og veðjar Dunphy á kálið. „Og við eigum að trúa því að írska sambandið hafi beðið í sjö mánuði eftir þessum náunga?“ Það er ekki hægt að segja að Dunphy sé sérlega sanngjarn í pistli sínum, þegar hann fjallar um Heimi. Hann segir Eyjamanninn vissulega hafa stýrt Íslandi til sigurs gegn Englandi fyrir átta árum en þá hafi hann verið annar af tveimur aðalþjálfurum, sem er rétt. En Dunphy sleppir því svo að minnast á að Heimir kom Íslandi á HM 2018, fámennustu þjóð í sögu HM, og var þá einn aðalþjálfari. Eamon Dunphy með vaxmynd af sjálfum sér, á vaxmyndasafninu í Dublin.Getty/Niall Carson „Eftir það hefur hann stýrt Jamaíku þar sem úrslitin voru upp og ofan. Og við eigum að trúa því að írska sambandið hafi beðið í sjö mánuði eftir þessum náunga? Hvað sáu þeir eiginlega við hann?“ spyr Dunphy í pistli sínum. Segir stöðuna aldrei hafa verið verri „Ég er forviða. Ég er svekktur. Ég er sár. Og mér býður við þessu. Og ég skal segja ykkur hvers vegna. Orðinn 79 ára þá hef ég aldrei á ævinni séð hlutina eins slæma og núna. Þetta hefur aldrei verið verra,“ skrifar Dunphy. Dunphy segir Heimi vera að hlífa sjálfum sér með því að láta John O‘Shea, aðstoðarþjálfara, taka meiri ábyrgð í þessu fyrsta landsliðsverkefni. Það eina sem heyrist frá Heimi séu afsakanir, og það sé ekki nógu gott. Handviss um að kálið endist lengur „Ferlinu við að finna arftaka [Stephen] Kenny var ábótavant, lokákvörðunin var ófullnægjandi, og leikirnir tveir eftir að hann [Heimir] var ráðinn hafa verið ömurlegir,“ skrifar Dunphy og telur írska liðið á enn verri stað en fyrir ári síðan. Dunphy segir að skrúfa eigi tafarlaust fyrir alla fjármögnun til írska knattspyrnusambandsins og koma þeim sem þar stjórna frá völdum. Fyrst þurfi þó að reka Heimi. „Treystið mér þegar ég segi þetta, kálið endist lengur en tannlæknirinn.“
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira