Getur hundur hjálpað mér að reima? - Ráðstefna um dýr í starfi með fólki Æfingastöðin 12. september 2024 09:01 Gunnhildur Jakobsdóttir yfiriðjuþjálfi Æfingastöðvarinnar ásamt hundunum Möndlu og Skottu. Gunnhildur er skipuleggjandi ráðstefnunnar sem fram fer á laugardaginn. Ráðstefnan Dýr í starfi með fólki verður haldin í Reykjadal í Mosfellsbæ laugardaginn 14. september 2024. Á ráðstefnunni segja bæði innlendir og erlendir sérfræðingar frá starfi sínu með hundum, hestum og köttum á víðum vettvangi. Færst hefur í vöxt meðal ólíkra starfstétta að nota það jákvæða samband manna og dýra til að bæta heilsu og lífsgæði fólks. Auk þess að ýta undir áhuga við vinnu verkefna og að þjálfa hreyfifærni og styrk, þá geta dýr veitt hvata til samskipta við aðra í samfélaginu og tilfinningalegan stuðning. Þau geta jafnframt stuðlað að auknu frumkvæði, samkennd og umhyggju. Þennan ávinning má greina með lífeðlislegum áhrifum svo sem eins og lækkun á blóðþrýstingi, hægari hjartslætti og aukinni framleiðslu hormóna er ýta undir vellíðan og ró. Auk iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara má nefna kennara, talmeinafræðinga, tannlækna, þroskaþjálfa, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga, félagsráðgjafa auk sjálfboðaliða sem nýta sér þjónustu dýra í leik og starfi með fólki. Hátt í tuttugu ára reynsla á þjónustu með aðstoð dýra „Það eru í raun engin takmörk á því hvernig hægt er að styðjast við þessa nálgun og fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á jákvæðan ávinning af návist dýra fyrir fólk,” segir Gunnhildur Jakobsdóttir yfiriðjuþjálfi Æfingastöðvarinnar en það er Æfingastöðin sem stendur fyrir ráðstefnunni. Teymi sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa starfa á Æfingastöðinni og þar hefur verið starfrækt þjónusta með aðstoð dýra í tuttugu ár. Æfingastöðin sem rekin er af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra (SLF), er miðstöð þjónustu og þekkingar í endurhæfingu barna og ungmenna. Þar fer fram umfangsmikil sjúkra- og iðjuþjálfun með það að markmiði að efla þátttöku heima fyrir, í skólanum og úti í samfélaginu. Teymi sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa starfa á Æfingastöðinni að fjölbreyttum úrræðum og þar hefur þjónusta með aðstoð dýra verið starfrækt í 20 ár. Sjálf er Gunnhildur með meistarapróf í heilbrigðisvísindum ásamt því að hafa menntað sig í þjónustu með aðstoð dýra við Lífvísinda Háskólanum í Noregi (NMBU). Áhugahvetjandi og gefur æfingum nýjan tilgang Í starfi sínu styðst Gunnhildur við bæði hund og hesta en hundurinn hennar Skotta er fyrsti sérþjálfaði og vottaði þjónustuhundurinn hér á landi. Hún segir vinnu með dýrum áhugahvetjandi og opna á fjölbreyttari nálgun. Skotta er fyrsti sérþjálfaði og vottaði þjónustuhundurinn hér á landi. „Oft eiga þau börn sem koma til okkar í erfiðleikum með að gera eitthvað því kröfurnar eru of miklar. Nærvera dýranna gefur færi á að færa fókusinn sem annars væri á viðkomandi yfir á dýrið sem getur verið kærkomið. Með því að reima skóna fyrir Skottu og gefa henni nammi fyrir hvern hnút sem næst að reima fær verkefnið þann tilgang að gleðja Skottu. Þegar hún er södd og sæl hefur barnið gefið af sér. Hjá okkur á Æfingastöðinni hefur sjúkraþjálfun á hestbaki verið starfrækt í fjölda ára undir stjórn Guðbjargar Eggertsdóttur barnasjúkraþjálfara. Þá nýtur barnið þeirra upplifunar að sitja og stjórna hesti en á meðan fer fram mjög nákvæmt og sérhæft starf þar sem hreyfingar hestsins eru nýttar til að hafa áhrif á styrk, liðleika og hreyfiferla. Nýjasta nálgunin í þjónustu með dýrum á Æfingastöðinni er námskeiðið Virkni með hestum sem er ætlað unglingum sem vilja og hafa áhuga á að taka virkari þátt í athöfnum daglegs lífs." Áralöng reynsla er komin á iðju- og skjúkraþjálfun með aðstoð hesta hjá Æfingastöðinni. Dýrin eru ekki verkfæri heldur samstarfsaðilar Gunnhildur segir ábyrgð þeirra sem vinna með dýrum mikla. Að mörgu sé að huga og ekki megi ganga of nærri dýrunum eða yfir þeirra mörk. Eitt af markmiðum ráðstefnunnar á laugardaginn er að deila þekkingu svo öryggi og velferð dýranna og þá skjólstæðingana sé í fyrirrúmi þegar þau eru þjálfuð fyrir þennan starfsvettvang. „Vísindamenn hafa beint sjónum sínum að dýrunum og líðan þeirra í návist okkar. Niðurstöður benda til að þessi jákvæðu áhrif fara ekki framhjá þeim en hegðun okkar og framkoma hefur auðvitað áhrif á hversu jákvæð þessi upplifun er. Ábyrgð okkar mannanna er því mikil. Eva Bertilsson er einn fyrirlesara á ráðstefnunni er til að mynda með mjög spennandi verkefni sem snýr að siðferðislegum vinkli, að gefa dýrunum val og kenna þeim aðferðir til að segja já eða nei. Ef við náum að vinna okkur traust dýranna og lærum að vinna með þeim þá gengur allt betur. Þau eru ekki bara verkfæri,“ útskýrir Gunnhildur. Sérfæðingar koma fram á ráðstefnunni Ráðstefnan er ætluð þeim sem vilja fræðast um kosti þess að styðjast við dýr í starfi. Hér er um að ræða einstakt tækifæri fyrir áhugasama til að kynnast betur þessari gerð nálgunar og koma á tengslum við fólk sem vinnur með dýr í starfi sínu. Auk Gunnhildar koma þrír sérfræðingar fram á ráðstefnunni þær Eva Bertilsson, Line Sandstedt og Norunn Kogstad. Einnig flytja erindi framkvæmdastjóri SLF Bergljót Borg og Halldóra Inga Ingileifsdóttir, foreldri og meðlimur Hjálparhunda Íslands, sem segir frá reynslu fjölskyldu sinnar af þjónustuhundum. Eva Bertilsson starfar á alþjóðavettvangi sem sérfræðingur og leiðbeinandi og hefur hlotið mikla eftirtekt og viðurkenningu á sínu sviði. Hún er með meistaragráðu í atferlisgreiningu og hefur lengi starfað í verkefnum tengdum hegðun og þjálfun dýra. Eva er meðhöfundur hinnar virtu bókar 'Agility Right from the Start'. Sérfræðiþekking Evu nær yfir víðtækt svið dýraþjálfunar og mun erindi hennar byggja á þekktu námskeiði hennar CCC -Choice, Control and Communication. Line Sandstedt starfar hjá International Center for Anthrozoology (IcofA) sem hefur verið leiðandi m.a. í kennslu, þjálfun skipulagðrar íhlutunar með aðstoð dýra í Noregi og víðar. Auk þess sinnir ICofA kennslu og þjálfun, skapgerðarmats og úttekt á dýrum sem ætluð eru til að starfa með fólki. Line hefur leitt regluleg námskeið á vegum Æfingastöðvarinnar, Íhlutun með aðstoð hunds. Norunn Kogstad, geðlæknir, stofnaði og rekur Lundehagen Gård í Noregi þar sem fram fer fræðsla, meðferðir og rannsóknir á áhrifum hesta í starfi með fólki. Norunn hefur sinnt geðlækningum með aðstoð hesta, staðið fyrir og veitt fræðslu fyrir fagfólk um að styðjast við hesta í starfi við bæði á Noregi og víða erlendis. Norunn er H.E.A.L. leiðbeinandi og með EAGALA réttindi. Norunn mun einnig leiða grunnnámskeiðið undir heitinu Að styðjast við hesta í starfi með fólki í kjölfar ráðstefnunnar. Gunnhildur Jakobsdóttir, yfiriðjuþjálfi Æfingastöðvarinnar. Gunnhildur er með meistarapróf í heilbrigðisvísindum ásamt því að hafa menntað sig í þjónustu með aðstoð dýra við Lífvísinda Háskólanum í Noregi (NMBU). Í starfi sínu styðst Gunnhildur við bæði hund og hesta. Hundurinn hennar Skotta er fyrsti sérþjálfaði og vottaði þjónustuhundurinn hér á landi en Skotta stóðst PADA sem er viðurkennt skapgerðarmat (Personality test for dogs in animal assisted intervention) og verklegt próf á vegum ICofA. Gunnhildur tók þátt í að stofna og situr í stjórn Hjálparhunda Íslands, félagasamtaka sem hafa það að markmiði að bæta aðgengi eigenda hjálparhunda hér á landi og ýta undir færni og velferð hundana. Heilsa Ráðstefnur á Íslandi Dýr Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Maca jurtin styður einstaklega vel við hormónajafnvægi kvenna á breytingaskeiðinu Sjá meira
Færst hefur í vöxt meðal ólíkra starfstétta að nota það jákvæða samband manna og dýra til að bæta heilsu og lífsgæði fólks. Auk þess að ýta undir áhuga við vinnu verkefna og að þjálfa hreyfifærni og styrk, þá geta dýr veitt hvata til samskipta við aðra í samfélaginu og tilfinningalegan stuðning. Þau geta jafnframt stuðlað að auknu frumkvæði, samkennd og umhyggju. Þennan ávinning má greina með lífeðlislegum áhrifum svo sem eins og lækkun á blóðþrýstingi, hægari hjartslætti og aukinni framleiðslu hormóna er ýta undir vellíðan og ró. Auk iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara má nefna kennara, talmeinafræðinga, tannlækna, þroskaþjálfa, hjúkrunarfræðinga, sálfræðinga, félagsráðgjafa auk sjálfboðaliða sem nýta sér þjónustu dýra í leik og starfi með fólki. Hátt í tuttugu ára reynsla á þjónustu með aðstoð dýra „Það eru í raun engin takmörk á því hvernig hægt er að styðjast við þessa nálgun og fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á jákvæðan ávinning af návist dýra fyrir fólk,” segir Gunnhildur Jakobsdóttir yfiriðjuþjálfi Æfingastöðvarinnar en það er Æfingastöðin sem stendur fyrir ráðstefnunni. Teymi sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa starfa á Æfingastöðinni og þar hefur verið starfrækt þjónusta með aðstoð dýra í tuttugu ár. Æfingastöðin sem rekin er af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra (SLF), er miðstöð þjónustu og þekkingar í endurhæfingu barna og ungmenna. Þar fer fram umfangsmikil sjúkra- og iðjuþjálfun með það að markmiði að efla þátttöku heima fyrir, í skólanum og úti í samfélaginu. Teymi sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa starfa á Æfingastöðinni að fjölbreyttum úrræðum og þar hefur þjónusta með aðstoð dýra verið starfrækt í 20 ár. Sjálf er Gunnhildur með meistarapróf í heilbrigðisvísindum ásamt því að hafa menntað sig í þjónustu með aðstoð dýra við Lífvísinda Háskólanum í Noregi (NMBU). Áhugahvetjandi og gefur æfingum nýjan tilgang Í starfi sínu styðst Gunnhildur við bæði hund og hesta en hundurinn hennar Skotta er fyrsti sérþjálfaði og vottaði þjónustuhundurinn hér á landi. Hún segir vinnu með dýrum áhugahvetjandi og opna á fjölbreyttari nálgun. Skotta er fyrsti sérþjálfaði og vottaði þjónustuhundurinn hér á landi. „Oft eiga þau börn sem koma til okkar í erfiðleikum með að gera eitthvað því kröfurnar eru of miklar. Nærvera dýranna gefur færi á að færa fókusinn sem annars væri á viðkomandi yfir á dýrið sem getur verið kærkomið. Með því að reima skóna fyrir Skottu og gefa henni nammi fyrir hvern hnút sem næst að reima fær verkefnið þann tilgang að gleðja Skottu. Þegar hún er södd og sæl hefur barnið gefið af sér. Hjá okkur á Æfingastöðinni hefur sjúkraþjálfun á hestbaki verið starfrækt í fjölda ára undir stjórn Guðbjargar Eggertsdóttur barnasjúkraþjálfara. Þá nýtur barnið þeirra upplifunar að sitja og stjórna hesti en á meðan fer fram mjög nákvæmt og sérhæft starf þar sem hreyfingar hestsins eru nýttar til að hafa áhrif á styrk, liðleika og hreyfiferla. Nýjasta nálgunin í þjónustu með dýrum á Æfingastöðinni er námskeiðið Virkni með hestum sem er ætlað unglingum sem vilja og hafa áhuga á að taka virkari þátt í athöfnum daglegs lífs." Áralöng reynsla er komin á iðju- og skjúkraþjálfun með aðstoð hesta hjá Æfingastöðinni. Dýrin eru ekki verkfæri heldur samstarfsaðilar Gunnhildur segir ábyrgð þeirra sem vinna með dýrum mikla. Að mörgu sé að huga og ekki megi ganga of nærri dýrunum eða yfir þeirra mörk. Eitt af markmiðum ráðstefnunnar á laugardaginn er að deila þekkingu svo öryggi og velferð dýranna og þá skjólstæðingana sé í fyrirrúmi þegar þau eru þjálfuð fyrir þennan starfsvettvang. „Vísindamenn hafa beint sjónum sínum að dýrunum og líðan þeirra í návist okkar. Niðurstöður benda til að þessi jákvæðu áhrif fara ekki framhjá þeim en hegðun okkar og framkoma hefur auðvitað áhrif á hversu jákvæð þessi upplifun er. Ábyrgð okkar mannanna er því mikil. Eva Bertilsson er einn fyrirlesara á ráðstefnunni er til að mynda með mjög spennandi verkefni sem snýr að siðferðislegum vinkli, að gefa dýrunum val og kenna þeim aðferðir til að segja já eða nei. Ef við náum að vinna okkur traust dýranna og lærum að vinna með þeim þá gengur allt betur. Þau eru ekki bara verkfæri,“ útskýrir Gunnhildur. Sérfæðingar koma fram á ráðstefnunni Ráðstefnan er ætluð þeim sem vilja fræðast um kosti þess að styðjast við dýr í starfi. Hér er um að ræða einstakt tækifæri fyrir áhugasama til að kynnast betur þessari gerð nálgunar og koma á tengslum við fólk sem vinnur með dýr í starfi sínu. Auk Gunnhildar koma þrír sérfræðingar fram á ráðstefnunni þær Eva Bertilsson, Line Sandstedt og Norunn Kogstad. Einnig flytja erindi framkvæmdastjóri SLF Bergljót Borg og Halldóra Inga Ingileifsdóttir, foreldri og meðlimur Hjálparhunda Íslands, sem segir frá reynslu fjölskyldu sinnar af þjónustuhundum. Eva Bertilsson starfar á alþjóðavettvangi sem sérfræðingur og leiðbeinandi og hefur hlotið mikla eftirtekt og viðurkenningu á sínu sviði. Hún er með meistaragráðu í atferlisgreiningu og hefur lengi starfað í verkefnum tengdum hegðun og þjálfun dýra. Eva er meðhöfundur hinnar virtu bókar 'Agility Right from the Start'. Sérfræðiþekking Evu nær yfir víðtækt svið dýraþjálfunar og mun erindi hennar byggja á þekktu námskeiði hennar CCC -Choice, Control and Communication. Line Sandstedt starfar hjá International Center for Anthrozoology (IcofA) sem hefur verið leiðandi m.a. í kennslu, þjálfun skipulagðrar íhlutunar með aðstoð dýra í Noregi og víðar. Auk þess sinnir ICofA kennslu og þjálfun, skapgerðarmats og úttekt á dýrum sem ætluð eru til að starfa með fólki. Line hefur leitt regluleg námskeið á vegum Æfingastöðvarinnar, Íhlutun með aðstoð hunds. Norunn Kogstad, geðlæknir, stofnaði og rekur Lundehagen Gård í Noregi þar sem fram fer fræðsla, meðferðir og rannsóknir á áhrifum hesta í starfi með fólki. Norunn hefur sinnt geðlækningum með aðstoð hesta, staðið fyrir og veitt fræðslu fyrir fagfólk um að styðjast við hesta í starfi við bæði á Noregi og víða erlendis. Norunn er H.E.A.L. leiðbeinandi og með EAGALA réttindi. Norunn mun einnig leiða grunnnámskeiðið undir heitinu Að styðjast við hesta í starfi með fólki í kjölfar ráðstefnunnar. Gunnhildur Jakobsdóttir, yfiriðjuþjálfi Æfingastöðvarinnar. Gunnhildur er með meistarapróf í heilbrigðisvísindum ásamt því að hafa menntað sig í þjónustu með aðstoð dýra við Lífvísinda Háskólanum í Noregi (NMBU). Í starfi sínu styðst Gunnhildur við bæði hund og hesta. Hundurinn hennar Skotta er fyrsti sérþjálfaði og vottaði þjónustuhundurinn hér á landi en Skotta stóðst PADA sem er viðurkennt skapgerðarmat (Personality test for dogs in animal assisted intervention) og verklegt próf á vegum ICofA. Gunnhildur tók þátt í að stofna og situr í stjórn Hjálparhunda Íslands, félagasamtaka sem hafa það að markmiði að bæta aðgengi eigenda hjálparhunda hér á landi og ýta undir færni og velferð hundana.
Eva Bertilsson starfar á alþjóðavettvangi sem sérfræðingur og leiðbeinandi og hefur hlotið mikla eftirtekt og viðurkenningu á sínu sviði. Hún er með meistaragráðu í atferlisgreiningu og hefur lengi starfað í verkefnum tengdum hegðun og þjálfun dýra. Eva er meðhöfundur hinnar virtu bókar 'Agility Right from the Start'. Sérfræðiþekking Evu nær yfir víðtækt svið dýraþjálfunar og mun erindi hennar byggja á þekktu námskeiði hennar CCC -Choice, Control and Communication. Line Sandstedt starfar hjá International Center for Anthrozoology (IcofA) sem hefur verið leiðandi m.a. í kennslu, þjálfun skipulagðrar íhlutunar með aðstoð dýra í Noregi og víðar. Auk þess sinnir ICofA kennslu og þjálfun, skapgerðarmats og úttekt á dýrum sem ætluð eru til að starfa með fólki. Line hefur leitt regluleg námskeið á vegum Æfingastöðvarinnar, Íhlutun með aðstoð hunds. Norunn Kogstad, geðlæknir, stofnaði og rekur Lundehagen Gård í Noregi þar sem fram fer fræðsla, meðferðir og rannsóknir á áhrifum hesta í starfi með fólki. Norunn hefur sinnt geðlækningum með aðstoð hesta, staðið fyrir og veitt fræðslu fyrir fagfólk um að styðjast við hesta í starfi við bæði á Noregi og víða erlendis. Norunn er H.E.A.L. leiðbeinandi og með EAGALA réttindi. Norunn mun einnig leiða grunnnámskeiðið undir heitinu Að styðjast við hesta í starfi með fólki í kjölfar ráðstefnunnar. Gunnhildur Jakobsdóttir, yfiriðjuþjálfi Æfingastöðvarinnar. Gunnhildur er með meistarapróf í heilbrigðisvísindum ásamt því að hafa menntað sig í þjónustu með aðstoð dýra við Lífvísinda Háskólanum í Noregi (NMBU). Í starfi sínu styðst Gunnhildur við bæði hund og hesta. Hundurinn hennar Skotta er fyrsti sérþjálfaði og vottaði þjónustuhundurinn hér á landi en Skotta stóðst PADA sem er viðurkennt skapgerðarmat (Personality test for dogs in animal assisted intervention) og verklegt próf á vegum ICofA. Gunnhildur tók þátt í að stofna og situr í stjórn Hjálparhunda Íslands, félagasamtaka sem hafa það að markmiði að bæta aðgengi eigenda hjálparhunda hér á landi og ýta undir færni og velferð hundana.
Heilsa Ráðstefnur á Íslandi Dýr Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Maca jurtin styður einstaklega vel við hormónajafnvægi kvenna á breytingaskeiðinu Sjá meira