Körfubolti

Færir sig á milli liða á Suður­landinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Franck Kamgain í leik með Hamarsliðnu á síðustu leiktíð. Hann var einn af stigahæstu leikmönnum deildarinnar.
Franck Kamgain í leik með Hamarsliðnu á síðustu leiktíð. Hann var einn af stigahæstu leikmönnum deildarinnar. Vísir/Vilhelm

Franski bakvörðurinn Franck Kamgain mun spila áfram í Bónus deildinni í körfubolta þrátt fyrir að hafa fallið niður í 1. deild með Hamri á síðustu leiktíð.

Frakkinn heldur sig líka áfram á Suðurlandinu. Þór Þorlákshöfn hefur samið við Kamgain um að hann spili með liðinu á komandi tímabili.

Þósarar segir að Franck hafi spilað mjög vel með Hamri síðasta tímabil og að hann sé spenntur fyrir nýrri áskorun á Íslandi.

„Franck er frábær varnarmaður og einn af bestu mönnum í deildinni á opnum velli,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, í frétt á miðlum Þórs.

Kamgain var með 21,8 stig, 4,9 fráköst og 4,0 stoðsendingar að meðaltali með Hamri á síðustu leiktíð. Hann var fimmti stigahæsti leikmaður deildarinnar og í tólfta sæti í stoðsendingum.

Í leikjunum tveimur á móti Þór þá skoraði hann 23,5 stig og gaf 6,5 stoðsendingar í leik. Hann var því spila mjög vel gegn Þór sem heillaði greinilega þjálfara liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×