Given vorkennir Heimi Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2024 10:33 Shay Given varði mark Írlands í 134 landsleikjum, á árunum 1996-2016. Heimir Hallgrímsson stýrir nú liðinu. Samsett/Getty Markvörðurinn margreyndi Shay Given kennir sinnuleysi stjórnenda írska knattspyrnusambandið um þá stöðu sem írska karlalandsliðið í fótbolta er í, og kennir í brjósti um nýja þjálfarann Heimi Hallgrímsson. Heimir tók við starfinu í júlí, eftir að Stephen Kenny hafði hætt 231 degi fyrr. Given segir fáránlegt að nýr þjálfari hafi ekki verið ráðinn fyrr, til að geta undirbúið sig með vináttulandsleikjum fyrir Þjóðadeildina nú í haust. „Allt ferlið við að finna nýjan stjóra, ég veit ekki hvert rétta orðið er… algjör óreiða,“ segir Given á vef Irish Mirror. „Heimir þarf að þola gagnrýni líka því það er stjórinn sem velur liðið og uppleggið. En stóra myndin snýst um allt þetta ráðningarferli. Það er fáránlegt hvað það tók langan tíma,“ segir Given. Bjuggust allir við nýjum og spennandi tímum Írland hóf Þjóðadeildina á 2-0 töpum gegn Englandi og Grikklandi á heimavelli, í fyrstu leikjunum undir stjórn Heimis, og hefur aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum sínum. Írar eru í 58. sæti heimslistans og hafa fallið niður um 46 sæti frá árinu 2004, eða fleiri sæti en öll lið Evrópu nema Liechtenstein, San Marínó og Lettland. „Fyrir leikinn við England voru allir iðandi af spennu og leikvangurinn hristist. Það héldu allir að núna væru að byrja nýir tímar, en fjórum dögum seinna sitjum við hérna og veltum fyrir okkur hvað í ósköpunum gerðist,“ segir Given sem gengur ekki eins langt og Eamon Dunphy, 79 ára fjölmiðlamaður og fyrrverandi landsliðsmaður, sem vill hreinlega að Heimir verði rekinn strax. Klikkun hve langan tíma tók að finna þjálfara „Við hefðum átt meiri möguleika með þjálfara sem hefði fengið vináttulandsleiki. En ég vorkenni manninum. Hann tapaði fyrstu tveimur keppnisleikjunum og þannig er hann strax kominn í vörn gagnvart stuðningsmönnunum. Þetta er ekki fullkomin byrjun, en undirbúningurinn var heldur ekki æskilegur. Það að taka 231 dag í að finna nýjan þjálfara er allt of langur tími. Það er í raun klikkun. Hvort sem þú velur réttan eða rangan mann, fáðu hann alla vega inn snemma,“ segir Given. Þurfti að gúgla Heimi Þessi fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íra, sem lengi varði mark Newcastle og fleiri liða í ensku úrvalsdeildinni, þurfti líkt og margir Írar að nota Google til að kynna sér Heimi þegar hann var ráðinn. En skiptir það máli fyrir leikmenn írska liðsins að hafa ekki þekkt Heimi fyrir fram? „Hluti af mér skilur hvers vegna hann var fenginn hingað, vegna þess sem hann gerði með Íslandi. Þeir fóru upp styrkleikalistann og stóðu í stóru þjóðunum. Það er fyrirmynd hérna. Þolinmæði er orðið sem að þjálfarinn notar. En hveitibrauðsdagarnir eru liðnir strax eftir tvo leiki. Eftir leikinn á þriðjudag [tapið gegn Grikklandi] var hann reiður og í uppnámi á blaðamannafundinum, og sagðist ekki vera góður í að tapa. Það er það sem maður vill heyra frá þjálfaranum sínum,“ segir Given sem gagnrýndi hins vegar Heimi fyrir að eftirláta aðstoðarmönnum sínum, John O‘She og Paddy McCarthy, mikla ábyrgð í aðdraganda fyrstu leikjanna. „Þegar nýr maður kemur inn, sem þekkir ekki leikmennina, þá þarf hann að mínu mati að rísa upp og segja „Ég er stjórinn og við gerum hlutina eftir mínu höfði“. Hann var með aðra nálgun. En ég er eins og stuðningsmennirnir, með því að tapa mér í svartsýni eftir tvö töp. Það er eðlilegt eftir tapið gegn Grikklandi. Allir stjórar, hvort sem það er Heimir Hallgrímsson eða einhver annar, vita að hið sama gildir alltaf. Ef að leikirnir fara ekki vel þá mun það bitna á þeim,“ segir Given. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Heimir tók við starfinu í júlí, eftir að Stephen Kenny hafði hætt 231 degi fyrr. Given segir fáránlegt að nýr þjálfari hafi ekki verið ráðinn fyrr, til að geta undirbúið sig með vináttulandsleikjum fyrir Þjóðadeildina nú í haust. „Allt ferlið við að finna nýjan stjóra, ég veit ekki hvert rétta orðið er… algjör óreiða,“ segir Given á vef Irish Mirror. „Heimir þarf að þola gagnrýni líka því það er stjórinn sem velur liðið og uppleggið. En stóra myndin snýst um allt þetta ráðningarferli. Það er fáránlegt hvað það tók langan tíma,“ segir Given. Bjuggust allir við nýjum og spennandi tímum Írland hóf Þjóðadeildina á 2-0 töpum gegn Englandi og Grikklandi á heimavelli, í fyrstu leikjunum undir stjórn Heimis, og hefur aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum sínum. Írar eru í 58. sæti heimslistans og hafa fallið niður um 46 sæti frá árinu 2004, eða fleiri sæti en öll lið Evrópu nema Liechtenstein, San Marínó og Lettland. „Fyrir leikinn við England voru allir iðandi af spennu og leikvangurinn hristist. Það héldu allir að núna væru að byrja nýir tímar, en fjórum dögum seinna sitjum við hérna og veltum fyrir okkur hvað í ósköpunum gerðist,“ segir Given sem gengur ekki eins langt og Eamon Dunphy, 79 ára fjölmiðlamaður og fyrrverandi landsliðsmaður, sem vill hreinlega að Heimir verði rekinn strax. Klikkun hve langan tíma tók að finna þjálfara „Við hefðum átt meiri möguleika með þjálfara sem hefði fengið vináttulandsleiki. En ég vorkenni manninum. Hann tapaði fyrstu tveimur keppnisleikjunum og þannig er hann strax kominn í vörn gagnvart stuðningsmönnunum. Þetta er ekki fullkomin byrjun, en undirbúningurinn var heldur ekki æskilegur. Það að taka 231 dag í að finna nýjan þjálfara er allt of langur tími. Það er í raun klikkun. Hvort sem þú velur réttan eða rangan mann, fáðu hann alla vega inn snemma,“ segir Given. Þurfti að gúgla Heimi Þessi fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íra, sem lengi varði mark Newcastle og fleiri liða í ensku úrvalsdeildinni, þurfti líkt og margir Írar að nota Google til að kynna sér Heimi þegar hann var ráðinn. En skiptir það máli fyrir leikmenn írska liðsins að hafa ekki þekkt Heimi fyrir fram? „Hluti af mér skilur hvers vegna hann var fenginn hingað, vegna þess sem hann gerði með Íslandi. Þeir fóru upp styrkleikalistann og stóðu í stóru þjóðunum. Það er fyrirmynd hérna. Þolinmæði er orðið sem að þjálfarinn notar. En hveitibrauðsdagarnir eru liðnir strax eftir tvo leiki. Eftir leikinn á þriðjudag [tapið gegn Grikklandi] var hann reiður og í uppnámi á blaðamannafundinum, og sagðist ekki vera góður í að tapa. Það er það sem maður vill heyra frá þjálfaranum sínum,“ segir Given sem gagnrýndi hins vegar Heimi fyrir að eftirláta aðstoðarmönnum sínum, John O‘She og Paddy McCarthy, mikla ábyrgð í aðdraganda fyrstu leikjanna. „Þegar nýr maður kemur inn, sem þekkir ekki leikmennina, þá þarf hann að mínu mati að rísa upp og segja „Ég er stjórinn og við gerum hlutina eftir mínu höfði“. Hann var með aðra nálgun. En ég er eins og stuðningsmennirnir, með því að tapa mér í svartsýni eftir tvö töp. Það er eðlilegt eftir tapið gegn Grikklandi. Allir stjórar, hvort sem það er Heimir Hallgrímsson eða einhver annar, vita að hið sama gildir alltaf. Ef að leikirnir fara ekki vel þá mun það bitna á þeim,“ segir Given.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti