Vill vinna titilinn á eigin forsendum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. september 2024 23:32 Hefur trú á eigin getu. Vísir/Getty Images Lando Norris, ökumaður McLaren í Formúlu 1, segist vilja vinna heimsmeistaratitilinn með því að keyra hraðar og betur en Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari og ökumaður Red Bull. Fyrr í dag var greint frá því að McLaren hefði beðið Oscar Piastri, samherja Norris, að gera kollega sínum greiða í komandi kappakstri í þeirri von um að Norris skáki Verstappen og stöðvi þar með einokun hans í Formúlu 1. Norris segist þakklátur fyrir þá ákvörðun McLaren að leggja allt í sölurnar til að hann verði heimsmeistari en hann segist ekki vilja „fá heimsmeistaratitilinn gefins.“ „Það væri frábært að verða meistari og maður er á bleiku skýi en til lengri tíma litið held é gað yrði ekki stoltur: Það er ekki þannig sem þú vilt vinna heimsmeistaratitilinn.“ Norris er 62 stigum á eftir Verstappen þegar það eru átta keppnir eftir af Formúlu 1 tímabilinu og 232 stig í pottinum. McLaren er þá aðeins átta stigum á eftir Red Bull í keppni bílasmíða. „Ég vil vinna titilinn með því að berjast við Max og hafa betur. Með því að sigra keppinautinn get ég sýnt fram á að ég er sá besti á kappakstursbrautinni. Þannig vil ég sigra,“ bætti Norris við. Kappakstur helgarinnar í Formúlu 1 fer fram í Aserbaídsjan á sunnudaginn kemur og er í beinni á Vodafone Sport. Útsending hefst klukkan 10.30. Akstursíþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fyrr í dag var greint frá því að McLaren hefði beðið Oscar Piastri, samherja Norris, að gera kollega sínum greiða í komandi kappakstri í þeirri von um að Norris skáki Verstappen og stöðvi þar með einokun hans í Formúlu 1. Norris segist þakklátur fyrir þá ákvörðun McLaren að leggja allt í sölurnar til að hann verði heimsmeistari en hann segist ekki vilja „fá heimsmeistaratitilinn gefins.“ „Það væri frábært að verða meistari og maður er á bleiku skýi en til lengri tíma litið held é gað yrði ekki stoltur: Það er ekki þannig sem þú vilt vinna heimsmeistaratitilinn.“ Norris er 62 stigum á eftir Verstappen þegar það eru átta keppnir eftir af Formúlu 1 tímabilinu og 232 stig í pottinum. McLaren er þá aðeins átta stigum á eftir Red Bull í keppni bílasmíða. „Ég vil vinna titilinn með því að berjast við Max og hafa betur. Með því að sigra keppinautinn get ég sýnt fram á að ég er sá besti á kappakstursbrautinni. Þannig vil ég sigra,“ bætti Norris við. Kappakstur helgarinnar í Formúlu 1 fer fram í Aserbaídsjan á sunnudaginn kemur og er í beinni á Vodafone Sport. Útsending hefst klukkan 10.30.
Akstursíþróttir Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti