„Krefjandi“ að semja við einkaaðila um bakaðgerðir Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2024 19:26 Hluti hryggaðgerða verður fluttur í skrefum frá Landspítala til einkaaðila til þess að stytta biðlista. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið segir undirbúning og samningsgerð við einkaaðila um bakaðgerðir krefjandi vegna þess að aldrei hafi verið samið um þær áður. Ætlunin er að nýta reynsluna af samingum ríkisins við einkaaðila um liðskiptaaðgerðir. Bakaðgerðir hafa fram að þessu aðeins verið framkvæmdir á Landspítalanum til þessa en hann hefur ekki annað þörfinni vegna aðstöðuskorts. Því hafa biðlistar lengst. Þeir sem leita til einkaaðila þurfa að greiða fullt verð fyrir þær, meira en milljón króna. Læknir lýsti því að fólk brysti stundum í grát þegar það heyrði verðið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Sjúkratryggingar auglýstu eftir einkaaðilum á heilbrigðismarkaði til þess að taka aðgerðir af þessu tagi að sér í mars. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu vegna fréttaflutningsins kemur fram að hluti aðgerðanna verði fluttur frá Landspítalanum í skrefum. Markmiðið sé að fjölga aðgerðum og tryggja opinbera greiðsluþátttöku í þeim. „Þar sem hér á landi hefur aldrei áður verið samið við einkaaðila um framkvæmd hryggjaraðgerða er undirbúningurinn og samningsgerðin meira krefjandi en ella,“ segir í tilkynningunni. Ekki kemur fram hvenær ráðuneytið býst við að gengið verði frá samningunum. Vilja ekki skapa tvöfalt kerfi Ráðuneytið segir að áhersla verði lögð á að nýta lærdóm sem hefur fengist af samningum við einkaaðila um liðskiptaaðgerðir sem gerðir voru í fyrra. Samið var um sjö hundruð aðgerðir til viðbótar við þær sem eru gerðar á opinberum heilbrigðisstofnunum. Framkvæmd þessara samninga er sögð hafa gengið vel í megindráttum og biðlistar styst. Áhersla er sögð lögð á að tryggja faglegar kröfur varðandi aðgerðirnar með áherslu á öryggi sjúklinga samhliða skilvirkni þjónustunnar. Vandað verði til við mat á sjúklingum, val á skurðaðgerð sem meðferðarúrræði og undirbúning fyrir aðgerð. „Mikilvægt er að ekki skapist tvöfalt kerfi við veitingu þessarar þjónustu, heldur að sjúklingar sitji við sama borð óháð efnahag,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landspítalinn Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Bakaðgerðir hafa fram að þessu aðeins verið framkvæmdir á Landspítalanum til þessa en hann hefur ekki annað þörfinni vegna aðstöðuskorts. Því hafa biðlistar lengst. Þeir sem leita til einkaaðila þurfa að greiða fullt verð fyrir þær, meira en milljón króna. Læknir lýsti því að fólk brysti stundum í grát þegar það heyrði verðið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Sjúkratryggingar auglýstu eftir einkaaðilum á heilbrigðismarkaði til þess að taka aðgerðir af þessu tagi að sér í mars. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu vegna fréttaflutningsins kemur fram að hluti aðgerðanna verði fluttur frá Landspítalanum í skrefum. Markmiðið sé að fjölga aðgerðum og tryggja opinbera greiðsluþátttöku í þeim. „Þar sem hér á landi hefur aldrei áður verið samið við einkaaðila um framkvæmd hryggjaraðgerða er undirbúningurinn og samningsgerðin meira krefjandi en ella,“ segir í tilkynningunni. Ekki kemur fram hvenær ráðuneytið býst við að gengið verði frá samningunum. Vilja ekki skapa tvöfalt kerfi Ráðuneytið segir að áhersla verði lögð á að nýta lærdóm sem hefur fengist af samningum við einkaaðila um liðskiptaaðgerðir sem gerðir voru í fyrra. Samið var um sjö hundruð aðgerðir til viðbótar við þær sem eru gerðar á opinberum heilbrigðisstofnunum. Framkvæmd þessara samninga er sögð hafa gengið vel í megindráttum og biðlistar styst. Áhersla er sögð lögð á að tryggja faglegar kröfur varðandi aðgerðirnar með áherslu á öryggi sjúklinga samhliða skilvirkni þjónustunnar. Vandað verði til við mat á sjúklingum, val á skurðaðgerð sem meðferðarúrræði og undirbúning fyrir aðgerð. „Mikilvægt er að ekki skapist tvöfalt kerfi við veitingu þessarar þjónustu, heldur að sjúklingar sitji við sama borð óháð efnahag,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landspítalinn Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira