„Krefjandi“ að semja við einkaaðila um bakaðgerðir Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2024 19:26 Hluti hryggaðgerða verður fluttur í skrefum frá Landspítala til einkaaðila til þess að stytta biðlista. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið segir undirbúning og samningsgerð við einkaaðila um bakaðgerðir krefjandi vegna þess að aldrei hafi verið samið um þær áður. Ætlunin er að nýta reynsluna af samingum ríkisins við einkaaðila um liðskiptaaðgerðir. Bakaðgerðir hafa fram að þessu aðeins verið framkvæmdir á Landspítalanum til þessa en hann hefur ekki annað þörfinni vegna aðstöðuskorts. Því hafa biðlistar lengst. Þeir sem leita til einkaaðila þurfa að greiða fullt verð fyrir þær, meira en milljón króna. Læknir lýsti því að fólk brysti stundum í grát þegar það heyrði verðið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Sjúkratryggingar auglýstu eftir einkaaðilum á heilbrigðismarkaði til þess að taka aðgerðir af þessu tagi að sér í mars. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu vegna fréttaflutningsins kemur fram að hluti aðgerðanna verði fluttur frá Landspítalanum í skrefum. Markmiðið sé að fjölga aðgerðum og tryggja opinbera greiðsluþátttöku í þeim. „Þar sem hér á landi hefur aldrei áður verið samið við einkaaðila um framkvæmd hryggjaraðgerða er undirbúningurinn og samningsgerðin meira krefjandi en ella,“ segir í tilkynningunni. Ekki kemur fram hvenær ráðuneytið býst við að gengið verði frá samningunum. Vilja ekki skapa tvöfalt kerfi Ráðuneytið segir að áhersla verði lögð á að nýta lærdóm sem hefur fengist af samningum við einkaaðila um liðskiptaaðgerðir sem gerðir voru í fyrra. Samið var um sjö hundruð aðgerðir til viðbótar við þær sem eru gerðar á opinberum heilbrigðisstofnunum. Framkvæmd þessara samninga er sögð hafa gengið vel í megindráttum og biðlistar styst. Áhersla er sögð lögð á að tryggja faglegar kröfur varðandi aðgerðirnar með áherslu á öryggi sjúklinga samhliða skilvirkni þjónustunnar. Vandað verði til við mat á sjúklingum, val á skurðaðgerð sem meðferðarúrræði og undirbúning fyrir aðgerð. „Mikilvægt er að ekki skapist tvöfalt kerfi við veitingu þessarar þjónustu, heldur að sjúklingar sitji við sama borð óháð efnahag,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landspítalinn Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Bakaðgerðir hafa fram að þessu aðeins verið framkvæmdir á Landspítalanum til þessa en hann hefur ekki annað þörfinni vegna aðstöðuskorts. Því hafa biðlistar lengst. Þeir sem leita til einkaaðila þurfa að greiða fullt verð fyrir þær, meira en milljón króna. Læknir lýsti því að fólk brysti stundum í grát þegar það heyrði verðið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Sjúkratryggingar auglýstu eftir einkaaðilum á heilbrigðismarkaði til þess að taka aðgerðir af þessu tagi að sér í mars. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu vegna fréttaflutningsins kemur fram að hluti aðgerðanna verði fluttur frá Landspítalanum í skrefum. Markmiðið sé að fjölga aðgerðum og tryggja opinbera greiðsluþátttöku í þeim. „Þar sem hér á landi hefur aldrei áður verið samið við einkaaðila um framkvæmd hryggjaraðgerða er undirbúningurinn og samningsgerðin meira krefjandi en ella,“ segir í tilkynningunni. Ekki kemur fram hvenær ráðuneytið býst við að gengið verði frá samningunum. Vilja ekki skapa tvöfalt kerfi Ráðuneytið segir að áhersla verði lögð á að nýta lærdóm sem hefur fengist af samningum við einkaaðila um liðskiptaaðgerðir sem gerðir voru í fyrra. Samið var um sjö hundruð aðgerðir til viðbótar við þær sem eru gerðar á opinberum heilbrigðisstofnunum. Framkvæmd þessara samninga er sögð hafa gengið vel í megindráttum og biðlistar styst. Áhersla er sögð lögð á að tryggja faglegar kröfur varðandi aðgerðirnar með áherslu á öryggi sjúklinga samhliða skilvirkni þjónustunnar. Vandað verði til við mat á sjúklingum, val á skurðaðgerð sem meðferðarúrræði og undirbúning fyrir aðgerð. „Mikilvægt er að ekki skapist tvöfalt kerfi við veitingu þessarar þjónustu, heldur að sjúklingar sitji við sama borð óháð efnahag,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landspítalinn Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira