Standandi lófaklapp fyrir Ljósbroti í Toronto Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. september 2024 13:01 Elín Hall og Rúnar Rúnarsson við frumsýningu Ljósbrots í Cannes fyrr á árinu. Cindy Ord/Getty Images Nýjasta kvikmynd Rúnars Rúnarssonar Ljósbrot var frumsýnd fyrir fullum sal á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto fyrr í vikunni. Um er að ræða eina stærstu kvikmyndahátíð Norður-Ameríku og hlaut myndin standandi lófaklapp, að því er fram kemur í tilkynningu. Auk Ljósbrots var einnig sýnd myndin O (Hringur) eftir Rúnar. Eftir mikil fagnaðarlæti og lófaklapp í lok sýningar, sátu Heather Millard framleiðandi og Rúnar leikstjóri fyrir svörum frá áhorfendum, sem spurðu tvíeykið um gerð myndarinnar. Allar sýningar á myndunum tveimur eru uppseldar á hátíðinni. „Það er gaman að við séum komin vestur um haf að sýna myndirnar okkar. Hérna tekur við nýr og spennandi kafli. Þegar hefur verið lagður góður grunnur fyrir báðar myndir þegar kemur að þáttöku og keppni á kvikmyndahátíðum hérna í álfunni,“ er haft eftir Rúnari í tilkynningunni. „Vonum við auðvitað að myndirnar eiga sama láni að fagna hérna eins og annars staðar sem myndirnar hafa farið. Svo erum við erum á lokametrunum að loka dreifingarsamningi fyrir Norður Ameríku þannig að það eru spennadi tímar framundan.“ Sýndar saman á hátíðinni Jason Anderson einn af dagskrárstjórum TIFF kynnti myndirnar og sagði meðal annars að þó að myndirnar séu í ólíkum flokkum að þá eru þær sýndar saman vegna hinar óvenjulegu stöðu að einn og sami leikstjórinn sé með kvikmynd og stuttmynd á hátíðinni. Ljósbrot gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu og upphefst rússibanaferð tilfinninga. Þar sem mörkin milli hláturs og gráturs, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr. Með aðalhlutverk fara, Elín Hall, Katla Njálsdóttir, Mikael Kaaber, Baldur Einarsson, Gunnar Kristjánsson og Ágúst Wigum. Fram kemur í tilkynningu að um Ljósbrot hafi Jason meðal annars sagt: „Elín Hall festir sig í sessi sem einn af mest sannfærandi ungu leikarum evrópskra kvikmynda með undraverðri og djúpstæðri frammistöðu. En saman með henni er leikarahópur sem er jafn óttalaus, sem og leikstjóri sem getur lagt áherslu á gildi ástar og tengsla sem og sýnt hvernig þau geta myndast á myrkustu augnablikum sorgarinnar.“ O (Hringur) með Ingvari Sigurðssyni kallaði Jason „áhrifamikila rannsókn á breyskleika mannsins sem sé borin uppi af mögnuðum leik Ingvars Sigurðssonar.“ Stuttmyndin er ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun er hann sjálfur. Stuttmyndin var heimsfrumsýnd fyrir viku síðan á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og í Toronto er myndin í keppni um aðalverðlaunin í sínum flokki, sem veita sjálkrafa rétt að forvali fyrir Óskarsverðlaunin 2025 en Rúnar var einmitt tilnefndur til þeirra árið 2006 fyrir Síðasta Bæinn. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Auk Ljósbrots var einnig sýnd myndin O (Hringur) eftir Rúnar. Eftir mikil fagnaðarlæti og lófaklapp í lok sýningar, sátu Heather Millard framleiðandi og Rúnar leikstjóri fyrir svörum frá áhorfendum, sem spurðu tvíeykið um gerð myndarinnar. Allar sýningar á myndunum tveimur eru uppseldar á hátíðinni. „Það er gaman að við séum komin vestur um haf að sýna myndirnar okkar. Hérna tekur við nýr og spennandi kafli. Þegar hefur verið lagður góður grunnur fyrir báðar myndir þegar kemur að þáttöku og keppni á kvikmyndahátíðum hérna í álfunni,“ er haft eftir Rúnari í tilkynningunni. „Vonum við auðvitað að myndirnar eiga sama láni að fagna hérna eins og annars staðar sem myndirnar hafa farið. Svo erum við erum á lokametrunum að loka dreifingarsamningi fyrir Norður Ameríku þannig að það eru spennadi tímar framundan.“ Sýndar saman á hátíðinni Jason Anderson einn af dagskrárstjórum TIFF kynnti myndirnar og sagði meðal annars að þó að myndirnar séu í ólíkum flokkum að þá eru þær sýndar saman vegna hinar óvenjulegu stöðu að einn og sami leikstjórinn sé með kvikmynd og stuttmynd á hátíðinni. Ljósbrot gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu og upphefst rússibanaferð tilfinninga. Þar sem mörkin milli hláturs og gráturs, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr. Með aðalhlutverk fara, Elín Hall, Katla Njálsdóttir, Mikael Kaaber, Baldur Einarsson, Gunnar Kristjánsson og Ágúst Wigum. Fram kemur í tilkynningu að um Ljósbrot hafi Jason meðal annars sagt: „Elín Hall festir sig í sessi sem einn af mest sannfærandi ungu leikarum evrópskra kvikmynda með undraverðri og djúpstæðri frammistöðu. En saman með henni er leikarahópur sem er jafn óttalaus, sem og leikstjóri sem getur lagt áherslu á gildi ástar og tengsla sem og sýnt hvernig þau geta myndast á myrkustu augnablikum sorgarinnar.“ O (Hringur) með Ingvari Sigurðssyni kallaði Jason „áhrifamikila rannsókn á breyskleika mannsins sem sé borin uppi af mögnuðum leik Ingvars Sigurðssonar.“ Stuttmyndin er ljóðræn frásögn af manni sem vill standa sig en hans helsta hindrun er hann sjálfur. Stuttmyndin var heimsfrumsýnd fyrir viku síðan á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og í Toronto er myndin í keppni um aðalverðlaunin í sínum flokki, sem veita sjálkrafa rétt að forvali fyrir Óskarsverðlaunin 2025 en Rúnar var einmitt tilnefndur til þeirra árið 2006 fyrir Síðasta Bæinn.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira