Þorbergur vann sjötíu kílómetra hlaup í Sviss Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2024 15:17 Þorbergur Ingi Jónsson við endamarkið eftir sigurinn í dag. Instagram/@wildstrubelbyutmb Ofurhlauparinn Þorbergur Ingi Jónsson gerði sér lítið fyrir og vann 70 kílómetra utanvegahlaupið „Wild 70“ í Sviss í dag. Hlaupið var frá Crans-Montana í svissnesku ölpunum, alls tæpa 70 kílómetra með 3.700 metra hækkun. Hlaupaleiðinni var breytt á síðustu stundu til að forða keppendum frá mikilli snjókomu. Hér að neðan má sjá Þorberg klára næstsíðasta hluta hlaupsins, í snjókomu, og svo koma í mark við mikinn fögnuð. Klippa: Þorbergur í svissnesku Ölpunum Þorbergur kom ekki bara fyrstur í mark í sínum aldursflokki, flokki 40-44 ára karla, heldur fyrstur allra í hlaupinu. Hann hljóp á samtals 6 klukkustundum, 47 mínútum og 52 sekúndum, og var tæpum sex mínútum á undan næsta manni, heimamanninum Lucas Nanchen. Samkvæmt úrslitasíðu mótsins hljóp Þorbergur að meðaltali á 10,5 kílómetra hraða og var hann í 19. sæti eftir 13 kílómetra en færði sig svo smám saman framar í röðina. Eftir 38 kílómetra var hann kominn upp í 6. sæti, og í 2. sæti eftir 49 kílómetra. Hann hafði svo tekið forystuna fyrir lokahlutann, þegar 14 kílómetrar voru eftir. View this post on Instagram A post shared by Wildstrubel by UTMB® (@wildstrubelbyutmb) Fleiri Íslendingar eru í hlaupinu en enginn nema Þorbergur kominn í mark þegar þetta er skrifað. Yfir 800 keppendur voru skráðir til keppni. Hlaup Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira
Hlaupið var frá Crans-Montana í svissnesku ölpunum, alls tæpa 70 kílómetra með 3.700 metra hækkun. Hlaupaleiðinni var breytt á síðustu stundu til að forða keppendum frá mikilli snjókomu. Hér að neðan má sjá Þorberg klára næstsíðasta hluta hlaupsins, í snjókomu, og svo koma í mark við mikinn fögnuð. Klippa: Þorbergur í svissnesku Ölpunum Þorbergur kom ekki bara fyrstur í mark í sínum aldursflokki, flokki 40-44 ára karla, heldur fyrstur allra í hlaupinu. Hann hljóp á samtals 6 klukkustundum, 47 mínútum og 52 sekúndum, og var tæpum sex mínútum á undan næsta manni, heimamanninum Lucas Nanchen. Samkvæmt úrslitasíðu mótsins hljóp Þorbergur að meðaltali á 10,5 kílómetra hraða og var hann í 19. sæti eftir 13 kílómetra en færði sig svo smám saman framar í röðina. Eftir 38 kílómetra var hann kominn upp í 6. sæti, og í 2. sæti eftir 49 kílómetra. Hann hafði svo tekið forystuna fyrir lokahlutann, þegar 14 kílómetrar voru eftir. View this post on Instagram A post shared by Wildstrubel by UTMB® (@wildstrubelbyutmb) Fleiri Íslendingar eru í hlaupinu en enginn nema Þorbergur kominn í mark þegar þetta er skrifað. Yfir 800 keppendur voru skráðir til keppni.
Hlaup Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira