Enski boltinn

Guar­diola á­nægður með réttar­höldin séu loks að hefjast

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Pep Guardiola hefur átt góðu gengi að fagna sem þjálfari Manchester City.
Pep Guardiola hefur átt góðu gengi að fagna sem þjálfari Manchester City. Michael Regan/Getty Images

Pep Guardiola, þjálfari Englandsmeistari Manchester City, er ánægður að réttarhöld liðsins vegna meintra brota þess á regluverki ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu hefjist á mánudag. 

Ákærurnar eru alls 115 talsins og ná frá árinu 2009 til 2018. Félagið var kært í febrúar á síðasta ári eftir að rannsókn hafði staðið yfir í fjögur ár. Nú verður málið loks tekið fyrir.

Englandsmeistararnir hafa ávallt neitað sök og sagst hafa næg sönnunargögn máli sínu til stuðnings. Guardiola var spurður út í ákærurnar 115 á blaðamannafundi fyrir leik helgarinnar.

„Það byrjar bráðlega og endar vonandi fljótlega. Óháður hópur sérfræðinga mun dæma og ég hlakka til að fá niðurstöðu í þetta mál,“ bætti Pep við.

„Saklaus uns sekt er sönnuð,“ sagði Pep einnig en talið er að dómsmálið muni taka 10 vikur svo ekki má búast við niðurstöðu fyrr en snemma árs 2025.

Í frétt BBC um málið segir að ef sekt verði sönnuð gæti City stigafrádrátt sem myndi skila liðinu niður um deild. Einnig gæti félaginu hreinlega verið sparkað úr úrvalsdeildinni.

  • 54x Skila ekki nákvæmum fjárhagsupplýsingum frá 2009 til 2018.
  • 35x Neita að aðstoða við rannsókn úrvalsdeildarinnar frá desember 2018 til febrúar 2023.
  • 14x Skila ekki nákvæmum gögnum um launagreiðslur leikmanna og þjálfara frá 2009 til 2018.
  • 7x Brjóta fjárhagsreglur (PSR) deildarinnar frá 2015 til 2018.
  • 5x Fylgja ekki fjárhagsreglum (FFP) Knattspyrnusambands Evrópu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×