Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 13. september 2024 23:49 Starfsmaður býr sig undir að loka flóðvarnarhliði í ánni Moldá þar sem hún rennur í gegnum gömlu borgina í Prag í Tékklandi í dag. Vísir/EPA Slökkviliðsmenn í Prag unnu að því að koma upp flóðvörnum í kringum gamla bæinn þar vegna aftakaúrkomu sem er spáð fram á helgina. Svipuðu veðri er spáð víða í Mið-Evrópu næstu daga. Gangi veðurspár eftir gæti allt að þriðjungur ársúrkomu fallið í austanverðu Tékklandi, þar á meðal í höfuðborginni Prag, á fjórum dögum fram á sunnudag. Petr Fiala, forsætisráðherra landsins, varaði við því að flóð sem sjást aðeins aðeins einu sinni á öld gætu fylgt í kjölfarið. „Við grípum til allra nauðsynlegra ráðstafana til þess að fyrirbyggja eigna- og manntjón,“ sagði Fiala í dag. Prag, sem situr við bakka Moldár, varð fyrir miklum skakkaföllum í flóðum árið 2002. Þá þurftu tugir þúsunda manna að yfirgefa heimili sín og neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar var á kafi í fleiri mánuði. Síðan þá hafa borgaryfirvöld fjárfest í flóðvörnum til þess að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Búist er við að flóðin nái hámarki sínu í Prag á laugardagskvöld. Bohuslav Svoboda, borgarstjóri, segist viss um að fyrirbyggjandi aðgerðir nú forði því að flóðin verði eins afdrifarík og fyrir rúmum tuttugu árum. Mikilli úrkomu er einnig spáð í sunnanverðu Þýskalandi, hlutum Austurríkis, Póllands og Slóvakíu næstu daga. Í síðasnefnda landinu er áin Morava þegar byrjuð að flæða yfir bakka sína og leita yfirvöld nú að óbyggðum svæðum þangað sem hægt er að veita flóðvatni á öruggan hátt. Í Póllandi vara yfirvöld við skyndiflóðum og Donald Tusk, forsætisráðherra, segir björgunarsveitir í viðbragðsstöðu fyrir flóð. Allt að tíu til tuttugu sentímetra úrkomu er spáð næstu daga í fjallahéruðum Austurríkis. Útlit er fyrir að úrkoman verði umfram metúrkomu fyrir allan september sums staðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC sem hefur eftir austurrískum veðurfræðingi að veðrið sem er í vændum sé fordæmalaust. Tékkland Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Gangi veðurspár eftir gæti allt að þriðjungur ársúrkomu fallið í austanverðu Tékklandi, þar á meðal í höfuðborginni Prag, á fjórum dögum fram á sunnudag. Petr Fiala, forsætisráðherra landsins, varaði við því að flóð sem sjást aðeins aðeins einu sinni á öld gætu fylgt í kjölfarið. „Við grípum til allra nauðsynlegra ráðstafana til þess að fyrirbyggja eigna- og manntjón,“ sagði Fiala í dag. Prag, sem situr við bakka Moldár, varð fyrir miklum skakkaföllum í flóðum árið 2002. Þá þurftu tugir þúsunda manna að yfirgefa heimili sín og neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar var á kafi í fleiri mánuði. Síðan þá hafa borgaryfirvöld fjárfest í flóðvörnum til þess að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Búist er við að flóðin nái hámarki sínu í Prag á laugardagskvöld. Bohuslav Svoboda, borgarstjóri, segist viss um að fyrirbyggjandi aðgerðir nú forði því að flóðin verði eins afdrifarík og fyrir rúmum tuttugu árum. Mikilli úrkomu er einnig spáð í sunnanverðu Þýskalandi, hlutum Austurríkis, Póllands og Slóvakíu næstu daga. Í síðasnefnda landinu er áin Morava þegar byrjuð að flæða yfir bakka sína og leita yfirvöld nú að óbyggðum svæðum þangað sem hægt er að veita flóðvatni á öruggan hátt. Í Póllandi vara yfirvöld við skyndiflóðum og Donald Tusk, forsætisráðherra, segir björgunarsveitir í viðbragðsstöðu fyrir flóð. Allt að tíu til tuttugu sentímetra úrkomu er spáð næstu daga í fjallahéruðum Austurríkis. Útlit er fyrir að úrkoman verði umfram metúrkomu fyrir allan september sums staðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC sem hefur eftir austurrískum veðurfræðingi að veðrið sem er í vændum sé fordæmalaust.
Tékkland Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira