„Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. september 2024 20:31 Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Vísir/Ívar Boðaðar vaxtahækkanir á verðtryggðum húsnæðislánum geta kostað heimilin tugi þúsunda aukalega á mánuði. Þetta endurspeglar vaxtaumhverfið á Íslandi í dag og hefur slæm áhrif á heimilin, segir dósent í viðskiptafræði. Þá gerir það illt verra að ekki standi til að endurnýja almenna heimild til að ráðstafa séreignasparnaði inn á húsnæðislán. Arion banki og Íslandsbanki boðuðu breytingar á vöxtum í vikunni, sem meðal annars fela í sér hækkun verðtryggðra vaxta húsnæðislána. Í tilfelli Arion banka hækka breytilegir vextir um 0,6 prósentustig, sem nemur 15 prósent hækkun vaxta, og fastir verðtryggðir vextir hækka um 0,5 prósentustig sem nemur 12 prósent hækkun. Í tilfelli Íslandsbanka hækka breytilegir vextir um 0,5 prósentustig, sem er um 12% hækkun og fastir vextir hækka um 0,4 prósentustig, sem er hækkun um 9,5 prósent. „Tökum sem dæmi, fjölskylda sem skuldar 50 milljónir í verðtryggðu láni. Nú eykst vaxtakostnaður um 0,6 prósent sem gerir um 300 þúsund á ári. Það samsvarar 25 þúsund króna auka hækkun á vaxtakostnaði. Sem að þýðir væntanlega, svona um það bil hjá flestum að eftir skatta, til þess að fjármagna það, þá þarf fjölskylda að þéna um 35-40 þúsund krónur á mánuði til þess að standa straum af þessum aukna vaxtakostnaði,“ segir Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hækkanirnar hafa vakið nokkuð hörð viðbrögð, enda héldust stýrivextir óbreyttir við síðustu vaxtaákvörðun Seðlabanka. Efnahagslegar skýringar liggja þó að baki. „Það er kannski svolítil kaldhæðni að þegar verðbólga er að hjaðna, þá eykst bilið á milli verðbólgu og stýrivaxta og það er þá þetta verðbólguálag. Og það eru bara ruðningsáhrif, þetta fer út í fjármagnskerfið þessi mismunur sem gerir það af verkum að raunvextir þeir eru að hækka mikið fyrir íslensk heimili og á fyrirtæki. Séreignarsparnaður gæti nýst til niðurgreiðslu vaxtakostnaðar Þetta endurspegli vaxtaumhverfið á Íslandi í dag. „Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna í mat og aðrar nauðsynjavörur. Og það má kannski bæta því við að nú þegar það stendur til að afnema möguleika á séreignasparnaði til þess að greiða inn á lánið, þá er þetta enn erfiðara fyrir fjölskyldur,“ segir Már, sem teldi vænlegra að ganga lengra í að heimila notkun séreignasparnaðar til að mæta auknum vaxtakostnaði. „Það væri kannski betra að auka möguleika fólks til þess að nýta séreignina til þess að greiða niður vaxtakostnað, ekki bara að leggja inn á höfuðstól heldur líka vaxtakostnað,“ segir Már. Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Efnahagsmál Íslandsbanki Arion banki Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Arion banki og Íslandsbanki boðuðu breytingar á vöxtum í vikunni, sem meðal annars fela í sér hækkun verðtryggðra vaxta húsnæðislána. Í tilfelli Arion banka hækka breytilegir vextir um 0,6 prósentustig, sem nemur 15 prósent hækkun vaxta, og fastir verðtryggðir vextir hækka um 0,5 prósentustig sem nemur 12 prósent hækkun. Í tilfelli Íslandsbanka hækka breytilegir vextir um 0,5 prósentustig, sem er um 12% hækkun og fastir vextir hækka um 0,4 prósentustig, sem er hækkun um 9,5 prósent. „Tökum sem dæmi, fjölskylda sem skuldar 50 milljónir í verðtryggðu láni. Nú eykst vaxtakostnaður um 0,6 prósent sem gerir um 300 þúsund á ári. Það samsvarar 25 þúsund króna auka hækkun á vaxtakostnaði. Sem að þýðir væntanlega, svona um það bil hjá flestum að eftir skatta, til þess að fjármagna það, þá þarf fjölskylda að þéna um 35-40 þúsund krónur á mánuði til þess að standa straum af þessum aukna vaxtakostnaði,“ segir Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hækkanirnar hafa vakið nokkuð hörð viðbrögð, enda héldust stýrivextir óbreyttir við síðustu vaxtaákvörðun Seðlabanka. Efnahagslegar skýringar liggja þó að baki. „Það er kannski svolítil kaldhæðni að þegar verðbólga er að hjaðna, þá eykst bilið á milli verðbólgu og stýrivaxta og það er þá þetta verðbólguálag. Og það eru bara ruðningsáhrif, þetta fer út í fjármagnskerfið þessi mismunur sem gerir það af verkum að raunvextir þeir eru að hækka mikið fyrir íslensk heimili og á fyrirtæki. Séreignarsparnaður gæti nýst til niðurgreiðslu vaxtakostnaðar Þetta endurspegli vaxtaumhverfið á Íslandi í dag. „Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna í mat og aðrar nauðsynjavörur. Og það má kannski bæta því við að nú þegar það stendur til að afnema möguleika á séreignasparnaði til þess að greiða inn á lánið, þá er þetta enn erfiðara fyrir fjölskyldur,“ segir Már, sem teldi vænlegra að ganga lengra í að heimila notkun séreignasparnaðar til að mæta auknum vaxtakostnaði. „Það væri kannski betra að auka möguleika fólks til þess að nýta séreignina til þess að greiða niður vaxtakostnað, ekki bara að leggja inn á höfuðstól heldur líka vaxtakostnað,“ segir Már.
Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Efnahagsmál Íslandsbanki Arion banki Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira