Lando Norris enn vongóður þrátt fyrir gulu flöggin Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. september 2024 08:02 Lando Norris er í harðri baráttu um heimsmeistaratitilinn en í vondri stöðu fyrir kappakstur dagsins. Vísir/Getty Lando Norris í liði McLaren er enn vongóður um árangur í Aserbaísjan kappakstrinum þrátt fyrir að leggja af stað í sextánda sæti, vegna erfiðleika í undanrásunum í gær. Norris berst um titilinn við þríríkjandi heimsmeistarann Max Verstappen og hefur minnkað muninn í síðustu kappökstrum niður í aðeins 62 stig. Hann lenti hins vegar í vandræðum í tímatökunni í gær, fékk gul flögg og verður því sá sextándi í röðinni þegar lagt verður af stað á eftir. „Það er eins og það er, ég er svekktur og pirraður en get engu breytt. Það er líka langur kappakstur framundan. Við erum vel útbúnir, vongóðir, og sjáum til hvað við getum gert,“ sagði Norris en hann ekur fyrir McLaren ásamt Oscar Piastri. Kappaksturinn fer fram á götum höfuðborgarinnar Bakú, braut sem erfitt er að ná framúrtökum á. „Við þurfum að beita mikilli kænsku því framúrtökur eru nánast ómögulegar. Það er fullt af bílum fyrir framan mig sem verða vængjalausir og hægir. Bíllinn sem ég keyri er snöggur og vonandi fæ ég tækifæri til, en í svona götukappakstri myndast mikil umferð og maður getur fest sig.“ Kappaksturinn hefst klukkan 10:30 og verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Akstursíþróttir Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Norris berst um titilinn við þríríkjandi heimsmeistarann Max Verstappen og hefur minnkað muninn í síðustu kappökstrum niður í aðeins 62 stig. Hann lenti hins vegar í vandræðum í tímatökunni í gær, fékk gul flögg og verður því sá sextándi í röðinni þegar lagt verður af stað á eftir. „Það er eins og það er, ég er svekktur og pirraður en get engu breytt. Það er líka langur kappakstur framundan. Við erum vel útbúnir, vongóðir, og sjáum til hvað við getum gert,“ sagði Norris en hann ekur fyrir McLaren ásamt Oscar Piastri. Kappaksturinn fer fram á götum höfuðborgarinnar Bakú, braut sem erfitt er að ná framúrtökum á. „Við þurfum að beita mikilli kænsku því framúrtökur eru nánast ómögulegar. Það er fullt af bílum fyrir framan mig sem verða vængjalausir og hægir. Bíllinn sem ég keyri er snöggur og vonandi fæ ég tækifæri til, en í svona götukappakstri myndast mikil umferð og maður getur fest sig.“ Kappaksturinn hefst klukkan 10:30 og verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
Akstursíþróttir Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira