Neyðarástand vegna flóða í Mið- og Austur- Evrópu Lovísa Arnardóttir skrifar 15. september 2024 07:43 Viðbragðsaðilar við störf nærri Biala Glucholaska ánni í Póllandi. Vísir/EPA Viðbragðsaðilar víða um Mið- og Austur-Evrópu eru önnum kafin vegna gríðarlegra rigninga síðustu daga. Þúsundir heimila eru eyðilögð og bætt verulega í ár. Einn er látinn í Póllandi vegna flóðanna sem hafa fylgt rigningunni og fjórir í Rúmeníu. Neyðarástandi hefur víða verið lýst yfir. Búist er við því að það gæti rignt til þriðjudags sums staðar. Í Tékklandi þurfti að rýma um 51 þúsund heimili í norðurhluta landsins. Þar hefur rafmagn einnig slegið út. Búið er að setja upp flóðavarnir í höfuðborginni Prag. Í Opole héraði í Póllandi hafa ár flætt yfir árbakka sína og hvatti bæjarstjórinn í Glucholazy til þess að fólk færði sig ofar. Í Kraká var íbúum boðið að sækja sandpoka til að verja heimili sín fyrir flóðum. Áin Bela flæddi yfir bakka sína nærri Mikulovice í Tékklandi.Vísir/EPA Bærinn Klodzsko í Póllandi hefur orðið hvað verst úti í þessum hörmungum. Þar þurftu 1.600 manns að yfirgefa heimili sín og hefur forseti landsins, Donald Tusk, hvatt íbúa til að vinna vel með viðbragðsaðilum þegar og ef þau eru beðin að yfirgefa heimili sín. Rafmagns- og internetlaus Um það bil 17 þusund manns eru rafmagnslaus á svæðinu og sums staðar er ekki símasamband eða internet. Tusk greindi frá því í ávarrpi í gær að hann hafi ákveðið að nota sums staðar Starlink gervitungl til að tryggja fólki samband. Í Rúmeníu hafa viðbragðsaðilar þurft að aðstoða víða við rýmingu. Myndin er tekin í bænum Pechea nærri Galati borg í Rúmeníu. Fjórir hafa látist á svæðinu vegna flóðanna og um fimm þúsund heimili eyðilagst.Vísir/EPA „Við erum aftur að mæta afleiðingum loftslagsbreytinga en á meginlandi Evrópu verðum við sífellt meira vör við þær,“ er haft eftir forseta Rúmeníu, Klaus Iohannis, í frétt um málið á vef BBC. Öfgafull úrkoma tíðari Þar kemur fram að afleiðingar loftslagsbreytinga í Evrópu gæti verið tíðari öfgafull rigning. Hlýrra loftslag haldi betur raka sem geti valdið þyngri úrkomu. Í Póllandi hafa sandpokar verið notaðir í flóðvarnir. Myndin er tekin við ánna Biala Glucholaska í Glucholazy í suðvesturhluta landsins. Neyðarástand er í Póllandi vegna mikillar úrkomu.Vísir/EPA „Þetta eru náttúruhamfarir af stórum skala,“ segir Emil Dragomir, bæjarstjóri Slobozia Conachi í Rúmeníu, að það hafi þurft að rýma 700 heimili í bænum. Í Tékklandi brast stífla á laugardag í suðurhluta landsins og hvatti umhverfisráðherrann, Petr Hladik, þau sem voru á verstu svæðunum til að yfirgefa heimili sín. Það væri töluverð hætta á skyndiflóðum. Búist er við því að það haldi áfram að rigna í Tékklandi fram á þriðjudag. Veður Pólland Rúmenía Tékkland Tengdar fréttir Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Slökkviliðsmenn í Prag unnu að því að koma upp flóðvörnum í kringum gamla bæinn þar vegna aftakaúrkomu sem er spáð fram á helgina. Svipuðu veðri er spáð víða í Mið-Evrópu næstu daga. 13. september 2024 23:49 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Í Tékklandi þurfti að rýma um 51 þúsund heimili í norðurhluta landsins. Þar hefur rafmagn einnig slegið út. Búið er að setja upp flóðavarnir í höfuðborginni Prag. Í Opole héraði í Póllandi hafa ár flætt yfir árbakka sína og hvatti bæjarstjórinn í Glucholazy til þess að fólk færði sig ofar. Í Kraká var íbúum boðið að sækja sandpoka til að verja heimili sín fyrir flóðum. Áin Bela flæddi yfir bakka sína nærri Mikulovice í Tékklandi.Vísir/EPA Bærinn Klodzsko í Póllandi hefur orðið hvað verst úti í þessum hörmungum. Þar þurftu 1.600 manns að yfirgefa heimili sín og hefur forseti landsins, Donald Tusk, hvatt íbúa til að vinna vel með viðbragðsaðilum þegar og ef þau eru beðin að yfirgefa heimili sín. Rafmagns- og internetlaus Um það bil 17 þusund manns eru rafmagnslaus á svæðinu og sums staðar er ekki símasamband eða internet. Tusk greindi frá því í ávarrpi í gær að hann hafi ákveðið að nota sums staðar Starlink gervitungl til að tryggja fólki samband. Í Rúmeníu hafa viðbragðsaðilar þurft að aðstoða víða við rýmingu. Myndin er tekin í bænum Pechea nærri Galati borg í Rúmeníu. Fjórir hafa látist á svæðinu vegna flóðanna og um fimm þúsund heimili eyðilagst.Vísir/EPA „Við erum aftur að mæta afleiðingum loftslagsbreytinga en á meginlandi Evrópu verðum við sífellt meira vör við þær,“ er haft eftir forseta Rúmeníu, Klaus Iohannis, í frétt um málið á vef BBC. Öfgafull úrkoma tíðari Þar kemur fram að afleiðingar loftslagsbreytinga í Evrópu gæti verið tíðari öfgafull rigning. Hlýrra loftslag haldi betur raka sem geti valdið þyngri úrkomu. Í Póllandi hafa sandpokar verið notaðir í flóðvarnir. Myndin er tekin við ánna Biala Glucholaska í Glucholazy í suðvesturhluta landsins. Neyðarástand er í Póllandi vegna mikillar úrkomu.Vísir/EPA „Þetta eru náttúruhamfarir af stórum skala,“ segir Emil Dragomir, bæjarstjóri Slobozia Conachi í Rúmeníu, að það hafi þurft að rýma 700 heimili í bænum. Í Tékklandi brast stífla á laugardag í suðurhluta landsins og hvatti umhverfisráðherrann, Petr Hladik, þau sem voru á verstu svæðunum til að yfirgefa heimili sín. Það væri töluverð hætta á skyndiflóðum. Búist er við því að það haldi áfram að rigna í Tékklandi fram á þriðjudag.
Veður Pólland Rúmenía Tékkland Tengdar fréttir Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Slökkviliðsmenn í Prag unnu að því að koma upp flóðvörnum í kringum gamla bæinn þar vegna aftakaúrkomu sem er spáð fram á helgina. Svipuðu veðri er spáð víða í Mið-Evrópu næstu daga. 13. september 2024 23:49 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Slökkviliðsmenn í Prag unnu að því að koma upp flóðvörnum í kringum gamla bæinn þar vegna aftakaúrkomu sem er spáð fram á helgina. Svipuðu veðri er spáð víða í Mið-Evrópu næstu daga. 13. september 2024 23:49