Piastri vann í Aserbaísjan og McLaren fór fram úr Red Bull Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2024 13:02 Oscar Piastri fagnar sigri með aðstoðarmönnum sínum hjá McLaren. Getty/Clive Rose Ástralinn Oscar Piastri hjá McLaren vann í dag Aserbaísjan kappaksturinn í formúlu 1. Þetta er annar kappaksturinn sem Piastri vinnur á tímabilinu (og ferlinum) en hann vann líka í Ungverjalandi. Ferrari maðurinn Charles Leclerc byrjaði á ráspól en tókst ekki að vinna annan kappaksturinn í röð. Piastri byrjaði annar á ráspólnum en komst fram úr Leclerc þegar kappaksturinn var hálfnaður. Það var dramatík undir lokin þegar Carlos Sainz hjá Ferrari og Sergio Perez hjá Red Bull lentu í árekstri. Pérez var mjög ósáttur við Sainz. „Er hann ruglaður? Þvílíkur hálfviti,“ sagði Pérez í talstöðvarkerfið. Pérez var langt kominn með að tryggja sér þriðja sætið þegar áreksturinn varð. George Russell hjá Mercedes tók þriðja sætið í staðinn því . Max Verstappen hjá Red Bull endaði í fimmta sæti en hann hefur ekki náð að fagna sigri í síðustu sjö keppnum. Verstappen (313 stig) er þó enn með 59 stiga forskot á Lando Norris (254 stig) í keppni ökumanna. Charles Leclerc er síðan í þriðja sætinu með 235 stig og Piastri er síðan með 222 stig. Lewis Hamilton endaði bara níundi i dag og er sjötti í keppni ökumanna með 166 stig og átján stigum á eftir Carlos Sainz Jr. sem er fimmti. McLaren komst upp fyrir Red Bull í keppni liðann þökk sé þessum sigri Oscar Piastri í viðbót við það að Lando Norris náði fjórða sætinu. Það var slæmt fyrir Red Bull að Pérez kláraði ekki. Sex keppnir eru eftir af tímabilinu en sú síðasta fer fram í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum 8. desember. Lokastaðan: 1. Oscar Piastri (McLaren) 2. Charles Leclerc (Ferrari) 3. George Russell (Mercedes) 4. Lando Norris (McLaren) 5. Max Verstappen (Red Bull) 6. Fernando Alonso (Aston Martin) 7. Alex Albon (Williams) 8. Franco Colapinto (Williams) 9. Lewis Hamilton (Mercedes) 10. Ollie Bearman (Haas) Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Ferrari maðurinn Charles Leclerc byrjaði á ráspól en tókst ekki að vinna annan kappaksturinn í röð. Piastri byrjaði annar á ráspólnum en komst fram úr Leclerc þegar kappaksturinn var hálfnaður. Það var dramatík undir lokin þegar Carlos Sainz hjá Ferrari og Sergio Perez hjá Red Bull lentu í árekstri. Pérez var mjög ósáttur við Sainz. „Er hann ruglaður? Þvílíkur hálfviti,“ sagði Pérez í talstöðvarkerfið. Pérez var langt kominn með að tryggja sér þriðja sætið þegar áreksturinn varð. George Russell hjá Mercedes tók þriðja sætið í staðinn því . Max Verstappen hjá Red Bull endaði í fimmta sæti en hann hefur ekki náð að fagna sigri í síðustu sjö keppnum. Verstappen (313 stig) er þó enn með 59 stiga forskot á Lando Norris (254 stig) í keppni ökumanna. Charles Leclerc er síðan í þriðja sætinu með 235 stig og Piastri er síðan með 222 stig. Lewis Hamilton endaði bara níundi i dag og er sjötti í keppni ökumanna með 166 stig og átján stigum á eftir Carlos Sainz Jr. sem er fimmti. McLaren komst upp fyrir Red Bull í keppni liðann þökk sé þessum sigri Oscar Piastri í viðbót við það að Lando Norris náði fjórða sætinu. Það var slæmt fyrir Red Bull að Pérez kláraði ekki. Sex keppnir eru eftir af tímabilinu en sú síðasta fer fram í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum 8. desember. Lokastaðan: 1. Oscar Piastri (McLaren) 2. Charles Leclerc (Ferrari) 3. George Russell (Mercedes) 4. Lando Norris (McLaren) 5. Max Verstappen (Red Bull) 6. Fernando Alonso (Aston Martin) 7. Alex Albon (Williams) 8. Franco Colapinto (Williams) 9. Lewis Hamilton (Mercedes) 10. Ollie Bearman (Haas)
Lokastaðan: 1. Oscar Piastri (McLaren) 2. Charles Leclerc (Ferrari) 3. George Russell (Mercedes) 4. Lando Norris (McLaren) 5. Max Verstappen (Red Bull) 6. Fernando Alonso (Aston Martin) 7. Alex Albon (Williams) 8. Franco Colapinto (Williams) 9. Lewis Hamilton (Mercedes) 10. Ollie Bearman (Haas)
Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira