Fótbolti

Lukaku skoraði aftur og Napoli tyllti sér á toppinn

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Romelu Lukaku hefur skorað tvö mörk í fyrstu tveimur leikjunum fyrir Napoli.
Romelu Lukaku hefur skorað tvö mörk í fyrstu tveimur leikjunum fyrir Napoli. Enrico Locci/Getty Images

Napoli vann þriðja leik sinn í röð í ítölsku úrvalsdeildinni þegar liðið heimsótti Cagliari og sótti 0-3 sigur. Romelu Lukaku skoraði þar sitt annað mark í jafnmörgum leikjum.

Liðið hefur leikið virkilega vel undir nýrri stjórn Antonio Conte, sem stillir upp sinni vanalegu fimm manna varnarlínu. Tímabilið byrjaði reyndar brösuglega á 3-0 tapi gegn Verona en síðan þá hefur leiðin legið upp á við.

Liðið leikur allt öðruvísi undir stjórn Antonio Conte.Enrico Locci/Getty Images

Í leik dagsins gegn Cagliari skoraði Giovanni di Lorenzo opnunarmarkið snemma í fyrri hálfleik. Kvicha Kvaratskhelia bætti öðru markinu við á 66. mínútu og örskömmu síðar skoraði Romelu Lukaku það þriðja. Alessandro Buongiorno potaði svo inn fjórða markinu undir blálokin. 

Þetta var annað mark Lukaku í jafnmörgum leikjum síðan hann skipti til Napoli undir lok félagaskiptagluggans. Honum er treyst fyrir stóru hlutverki og hefur stimplað sig vel inn. Stórstjarna liðsins undanfarin ár, Victor Osimhen, var sendur á láni fljótlega eftir komu Lukaku.

Napoli fór með þessum sigri upp í efsta sæti deildarinnar, með fjögur stig eftir níu leiki, stigi meira en Juventus og Torino sem sitja fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×