Lífið

Ís­land með auga fuglsins

Jakob Bjarnar skrifar
Fjallabak. Raxi fór og myndaði Ísland eins og fuglinn fljúgandi sér landið. Og það er að sönnu stórfenglegt.
Fjallabak. Raxi fór og myndaði Ísland eins og fuglinn fljúgandi sér landið. Og það er að sönnu stórfenglegt. vísir/rax

Ragnar Axelsson - Raxi - flýgur skýjum ofar og færir okkur áður óséð náttúrufyrirbrigði svo fögur, svo stórfengleg að menn standa agndofa gagnvart fegurð landsins.

Ragnar var við annan mann, Ingólf Arnarson júníor, á flugvél sinni og nú að Fjallabaki. 

Þeir félagar Raxi og Ingólfur Arnarson fljúga yfir landið og þar er nú eitt og annað að sjá.vísir/rax

„Að fljúga á bak við fjöllin á hálendi Íslands er eins og að koma á aðra plánetu. Veðrabrigðin og dans birtunnar verður stundum óraunverulegt sjónarspil,“ segir Raxi og líkt og honum verði orða vant. Enda lætur hann verkin tala.

vísir/rax

„Fjöllin í Landmannalaugum eru eins og litapalletta listamanns, eða er þetta kannski listaverkið sjálft?“ spyr Raxi og lái honum hver sem vill.

vísir/rax

Ragnar segir Mælifellsandinn hafa sitt eigið birtuspil þar sem hvirfilvindar myndist þegar sólin hitar svartan sandinn og þeir dansi frjálsir á auðninni þar sem þeir þeyta upp ryki og eldfjallaösku í himinnhæðir. (Rólegur Raxi!)

vísir/rax

En það er engin leið að stöðva Raxa. Hann segir sólargeisla brjóta sér leið í gegnum skýin og faðma jörðina. 

vísir/rax

En nú tekur að hausta og Vetur konungur er að læðast inn á sviðið. Brátt klæðir snjórinn málverkið í hvítan búning.

vísir/rax

Líklega er best að leyfa myndunum að tala sínu máli:

vísir/rax

vísir/rax

vísir/rax

vísir/rax

Tengdar fréttir

Óþrjótandi og ríkuleg undraveröld Íslands

Ragnar Axelsson – Raxi – er ljósmyndari á heimsmælikvarða, óþreytandi að að festa mannlíf og landslag á filmu. Til að komast í tæri við áður óséð undur Íslands prílaði Raxi við annan mann upp í flugvél sína og ljósmyndar það sem fyrir augu ber, með augum fuglsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.