Enski boltinn

Höjlund enn fjarri góðu gamni en varnarþríeykið klárt í slaginn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Danski framherjinn er að glíma við meiðsli.
Danski framherjinn er að glíma við meiðsli. Michael Steele/Getty Images

Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, hefur staðfest að framherjinn Rasmus Höjlund sé ekki klár í slaginn fyrir deildarbikarleikinn gegn C-deildarliði Barnsley. Varnarmenn liðsins sem höltruðu af velli um helgina eru hins vegar klárir í slaginn.

Hinn danski Höjlund meiddist í fyrsta leik sínum á undirbúningstímabilinu og hefur ekki komið við sögu síðan. Ten Hag var spurður út í framherjann fyrir leik morgundagsins, þriðjudag, gegn Barnsley.

Þar tók Ten Hag fram að hinn 21 árs gamli Höjlund væri enn frá vegna meiðsla og myndi ekki koma við sögu. Sömu sögu er að segja af miðverðinum Victor Lindelöf og miðjumanninum Mason Mount sem eru einnig á meiðslalistanum.

Man United vann 3-0 útisigur á Southampton um liðna helgi en þrír af fjórum varnarmönnum liðsins höltruðu hins vegar af velli.

Þeir eru allir klárir í slaginn þegar Barsnley mætir á Old Trafford en það á eftir að koma í ljós hvort Ten Hag spili á sínu sterkasta liði eða gefi þeim leikmönnum sem hafa spilað hvað mest frí þar sem um er að ræða lið sem situr í 7. sæti C-deildar um þessar mundir.

Man United hefur byrjað tímabilið í ensku úrvalsdeildinni með tveimur sigrum og tveimur töpum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×