Willum Þór og félagar lögðu Hollywood-lið Wrexham Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2024 21:26 Willum Þór í leik kvöldsins. Birmingham City Birmingham City vann Wrexham 3-1 í ensku C-deild karla í knattspyrnu. Bæði lið eru í eigu Bandaríkjamanna og voru uppi hugmyndir um að spila hann þar frekar en í Englandi. Hann fór á endanum fram í Birmingham og var Willum Þór Willumsson í byrjunarliði heimamanna. Hvað varðar eigendur liðanna þá var Tom Brady, leikstjórnandinn fyrrverandi, í stúkunni sem og góðvini sínum David Beckham en sá á ekkert í hvorugu liðinu. Þá var Rob McElhenney, annar af Hollywood-eigendum Wrexham einnig á vellinum. Tomoki Iwata has his first goal since signing from Celtic to double Birmingham's advantage! 🔥 pic.twitter.com/mqBQ8Qntwv— Sky Sports Football (@SkyFootball) September 16, 2024 Það voru gestirnir frá Wales sem hófu leikinn af krafti en Jack Marriott skoraði strax á þriðju mínútu. Eftir það tóku heimamenn öll völd og Jay Stansfield, dýrasti leikmaður C-deildarinnar frá upphafi, jafnaði metin um miðbik fyrir hálfleiks. Staðan var 1-1 í hálfleik en Stansfield kom Birmingham yfir eftir aðeins sjö mínútna leik í síðari hálfleik. Tomoki Iwata fór svo langleiðina með að gulltryggja sigurinn með þriðja marki Birmingham á 59. mínútu. Krystian Bielik, fyrirliði Birmingham, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar fjórar mínútur voru til leiksloka en það kom ekki að sök og heimamenn héldu út – lokatölur 3-1. Willum Þór spilaði allan leikinn og Alfons Sampsted kom inn af bekknum síðasta hálftímann eða svo. WELCOME TO BIRMINGHAM 🤩 pic.twitter.com/mrtGaOox75— Birmingham City FC (@BCFC) September 16, 2024 Wrexham er áfram á toppi deildarinnar með 13 stig að loknum 6 leikjum á meðan Birmingham er sæti neðar með jafn mörg stig og leik til góða. Charlton Athletic er svo í 3. sæti einnig með 13 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Markadrottningin Miedema undir hnífinn á nýjan leik Sjá meira
Bæði lið eru í eigu Bandaríkjamanna og voru uppi hugmyndir um að spila hann þar frekar en í Englandi. Hann fór á endanum fram í Birmingham og var Willum Þór Willumsson í byrjunarliði heimamanna. Hvað varðar eigendur liðanna þá var Tom Brady, leikstjórnandinn fyrrverandi, í stúkunni sem og góðvini sínum David Beckham en sá á ekkert í hvorugu liðinu. Þá var Rob McElhenney, annar af Hollywood-eigendum Wrexham einnig á vellinum. Tomoki Iwata has his first goal since signing from Celtic to double Birmingham's advantage! 🔥 pic.twitter.com/mqBQ8Qntwv— Sky Sports Football (@SkyFootball) September 16, 2024 Það voru gestirnir frá Wales sem hófu leikinn af krafti en Jack Marriott skoraði strax á þriðju mínútu. Eftir það tóku heimamenn öll völd og Jay Stansfield, dýrasti leikmaður C-deildarinnar frá upphafi, jafnaði metin um miðbik fyrir hálfleiks. Staðan var 1-1 í hálfleik en Stansfield kom Birmingham yfir eftir aðeins sjö mínútna leik í síðari hálfleik. Tomoki Iwata fór svo langleiðina með að gulltryggja sigurinn með þriðja marki Birmingham á 59. mínútu. Krystian Bielik, fyrirliði Birmingham, fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar fjórar mínútur voru til leiksloka en það kom ekki að sök og heimamenn héldu út – lokatölur 3-1. Willum Þór spilaði allan leikinn og Alfons Sampsted kom inn af bekknum síðasta hálftímann eða svo. WELCOME TO BIRMINGHAM 🤩 pic.twitter.com/mrtGaOox75— Birmingham City FC (@BCFC) September 16, 2024 Wrexham er áfram á toppi deildarinnar með 13 stig að loknum 6 leikjum á meðan Birmingham er sæti neðar með jafn mörg stig og leik til góða. Charlton Athletic er svo í 3. sæti einnig með 13 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Liverpool, Arsenal og Manchester United sluppu við hvert annað Ruud sagði heppnina loks með sínum mönnum í liði Markadrottningin Miedema undir hnífinn á nýjan leik Sjá meira