Íslenski boltinn

Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær um­ferðir hvort KR gæti orðið meistari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
download (24)

Þótt það hljómi ef til vill fremur ankannalega núna spurði Guðmundur Benediktsson sérfræðinga sína í Stúkunni fyrr á tímabilinu hvort KR gæti orðið Íslandsmeistari. 

KR tapaði fyrir Val í gær, 4-1, og endaði í 9. sæti Bestu deildar karla fyrir úrslitakeppnina sem hefst um næstu helgi. KR-ingar eru aðeins þremur stigum frá fallsæti.

Tímabilið byrjaði hins vegar svo vel fyrir KR sem vann fyrstu tvo leiki sína í Bestu deildinni. Og í öðrum þætti Stúkunnar spurði Gummi Ben þá Lárus Orra Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason hvort KR gæti orðið meistari.

„Ég man að ég átti erfitt með að svara þessari spurningu,“ sagði Albert hlæjandi.

„Þið voruð ekki vissir. Þið þurftuð tíma til að hugsa þetta,“ sagði Gummi eftir að klippan af spurningu hans hafði verið spiluð.

Klippa: Stúkan - Gömul spurning Gumma Ben rifjuð upp

„Þetta leit vel út þarna. Þeir komu af undirbúningstímabili þar sem allt gekk vel. Maður sá að vísu viðvörunarljós. Þeir voru að spila á mjög ungu liði, spiluðu mikinn hápressu bolta en þetta fór hratt niður á við,“ sagði Lárus Orri.

„Þessi bolti gekk upp fyrstu tvær umferðirnar en þegar lið fóru að lesa þá var ekkert annað plan,“ sagði Albert.

Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×