Ávísun á eilíf vonbrigði að elta góða veðrið Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 17. september 2024 13:31 Sigtryggur Baldursson, Bragi Valdimar Skúlason og Guðmundur Kristinn Jónsson voru að senda frá sér lagið Skítaveður. Aðsend „Það er allt svo nær fyrir norðan en það er skítaveður hér,“ segir í viðlagi á splunkunýju lagi sem sveitin Bogomoili Font & Greiningardeildin var að senda frá sér. Mennirnir á bak við lagið eru Sigtryggur Baldursson, Bragi Valdimar Skúlason og Guðmundur Kristinn Jónsson. „Skítaveður er þriðja lagið sem Bogomoli Font & Greiningardeildin senda frá sér í ár en áður hafa komið út lögin Sjóddu frekar egg og Bosslady. Það er Sigtryggur Baldursson sem ljáir Bogomil rödd sína, en þetta er í grunninn teymið sem stendur að Hljómskálanum, þáttum um íslenska tónlist og koma ýmsir valinkunnir íslenskir hljóðfæraleikarar að upptökunum,“ segir í fréttatilkynningu. Ásamt þríeykinu koma meðal annars Sigurður Guðmundsson, Rubin Pollock, Árný Margrét, Tómas Jónsson, Samúel Jón Samúelsson, Óskar Guðjónsson og Kjartan Hákonarson að laginu. Strákarnir segja nýja lagið ákveðin uppgjör við sumarið sem aldrei kom. „Og í raun það undarlega samband sem við eigum við íslenska veðráttu. Sömuleiðis kemur textinn inn á ákveðnar hugmyndir okkar um að veðrið sé mögulega skárra annars staðar á landinu og þá séríslensku áráttu að „elta góða veðrið“ sem er auðvitað ekkert annað en ávísun á eilíf vonbrigði.“ Hér má sjá flutning Bogomil Font og Greiningadeildarinnar á laginu á Ljósanótt: Hér má finna textann við lagið í heild sinni: Hér bítur vestanáttin mesthérna getur sólin varla sest.Og ég blotna í báða fætur hvar svo sem ég stend.Því oftast nær er úrkoma í grennd. Ofankoma, úrhelli og hret.Ég ekki mikið meir af þessu get.Það er lágskýjað – og lognið nær ekki' að stoppa hérog það er lítilsháttar súld í huga mér. Það er alltaf sól fyrir austan.Alltaf logn fyrir vestan.Það er allt svo næs fyrir norðan– en það er rok og rigning hér. Það er alltaf sól fyrir austan.Alltaf logn fyrir vestan.Það er allt svo næs fyrir norðan– en það er skítaveður hér. Hér verða lægðardrögin dýpst.Hérna allraveðravonin þrífst.Við virðumst enguaðsíður undarlega sátt.Enda alin upp í breytilegri átt. Það er alltaf sól fyrir austan.Alltaf logn fyrir vestan.Það er allt svo næs fyrir norðan– en það er rok og rigning hér. Það er alltaf sól fyrir austan.Alltaf logn fyrir vestan.Það er allt svo næs fyrir norðan– en það er skítaveður hér. Sjálfsagt er hún fögur þessi hlíð.Hún sést barekkí þessari vætutíð.En þykkust var samt þokan í höfði hálfvitanssem kaus að setjast að hér sunnanlands. Það er alltaf sól fyrir austan.Alltaf logn fyrir vestan.Það er allt svo næs fyrir norðan– en það er rok og rigning hér. Hér má hlusta á lagið á streymisveitunni Spotify. Tónlist Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Skítaveður er þriðja lagið sem Bogomoli Font & Greiningardeildin senda frá sér í ár en áður hafa komið út lögin Sjóddu frekar egg og Bosslady. Það er Sigtryggur Baldursson sem ljáir Bogomil rödd sína, en þetta er í grunninn teymið sem stendur að Hljómskálanum, þáttum um íslenska tónlist og koma ýmsir valinkunnir íslenskir hljóðfæraleikarar að upptökunum,“ segir í fréttatilkynningu. Ásamt þríeykinu koma meðal annars Sigurður Guðmundsson, Rubin Pollock, Árný Margrét, Tómas Jónsson, Samúel Jón Samúelsson, Óskar Guðjónsson og Kjartan Hákonarson að laginu. Strákarnir segja nýja lagið ákveðin uppgjör við sumarið sem aldrei kom. „Og í raun það undarlega samband sem við eigum við íslenska veðráttu. Sömuleiðis kemur textinn inn á ákveðnar hugmyndir okkar um að veðrið sé mögulega skárra annars staðar á landinu og þá séríslensku áráttu að „elta góða veðrið“ sem er auðvitað ekkert annað en ávísun á eilíf vonbrigði.“ Hér má sjá flutning Bogomil Font og Greiningadeildarinnar á laginu á Ljósanótt: Hér má finna textann við lagið í heild sinni: Hér bítur vestanáttin mesthérna getur sólin varla sest.Og ég blotna í báða fætur hvar svo sem ég stend.Því oftast nær er úrkoma í grennd. Ofankoma, úrhelli og hret.Ég ekki mikið meir af þessu get.Það er lágskýjað – og lognið nær ekki' að stoppa hérog það er lítilsháttar súld í huga mér. Það er alltaf sól fyrir austan.Alltaf logn fyrir vestan.Það er allt svo næs fyrir norðan– en það er rok og rigning hér. Það er alltaf sól fyrir austan.Alltaf logn fyrir vestan.Það er allt svo næs fyrir norðan– en það er skítaveður hér. Hér verða lægðardrögin dýpst.Hérna allraveðravonin þrífst.Við virðumst enguaðsíður undarlega sátt.Enda alin upp í breytilegri átt. Það er alltaf sól fyrir austan.Alltaf logn fyrir vestan.Það er allt svo næs fyrir norðan– en það er rok og rigning hér. Það er alltaf sól fyrir austan.Alltaf logn fyrir vestan.Það er allt svo næs fyrir norðan– en það er skítaveður hér. Sjálfsagt er hún fögur þessi hlíð.Hún sést barekkí þessari vætutíð.En þykkust var samt þokan í höfði hálfvitanssem kaus að setjast að hér sunnanlands. Það er alltaf sól fyrir austan.Alltaf logn fyrir vestan.Það er allt svo næs fyrir norðan– en það er rok og rigning hér. Hér má hlusta á lagið á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Menning Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira