„Þó að það hafi verið mér þvert um geð“ Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 17. september 2024 11:40 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra mætti til ríkisstjórnarfundar í morgun. Mótmælendur hrópuðu að henni að Yazan ætti heima hér. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir að hún hafi ákveðið að verða við beiðni félags- og vinnumarkaðsráðherra um frestun brottflutnings Yazans Tamimi og fjölskyldu, þótt það hefði verið henni þvert um geð. Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um ákvað Guðrún að fresta brottflutningnum að beiðni Guðmundar Inga Guðbrandssonar í fyrrinótt, þegar fjölskyldan hafði þegar verið flutt á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem til stóð að senda hana til Spánar. Í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi, þar sem mál fjölskyldunnar var tekið sérstaklega fyrir, segir Guðrún að í beiðni Guðmundar Inga hafi ekki falist hótun um ríkisstjórnarslit. Hann hafi einfaldlega beðið um að brottflutningnum yrði frestað þangað til að búið væri að ræða hann í þaula í ríkisstjórn. „Ég ákvað að verða við því, þó að það væri mér þvert um geð, til að gefa hér svigrúm í ríkisstjórninni til að ræða þetta mál, sem er um margt einstakt og varðar einstaklinga í sérlega viðkvæmri stöðu.“ Niðurstaðan stendur Guðrún segir það ekki íþyngjandi fyrir ríkisstjórnina að beiðni Guðmundar Inga hafi borist. Það sé styrkur stjórnarinnar að geta rætt erfið ágreiningsmál. Stjórnin komist alltaf að niðurstöðu og hún vænti þess að það gerist einnig nú. Þá segir hún að þrátt fyrir að málið hafi verið rætt í ríkisstjórn breyti það engu um þá ákvörðun um brottvísun fjölskyldunnar hafi þegar verið tekin og muni standa. „Þessi mál eru með þeim hætti að þegar er komin niðurstaða Útlendingastofnunar og Kærunefndar útlendingamála, þá fær lögreglan þessa beiðni frá þeim stofnunum um að framkvæma brottflutning þeirra einstaklinga sem fá synjun um dvöl á Íslandi. Lögreglan hefur ekkert val um hvaða verkefni koma til hennar. Þau þurfa einfaldlega að framfylgja þeirri beiðni í fyrrinótt og ég ber fullt traust til lögreglu í hennar störfum. Ég vil ítreka það.“ „Þar af leiðandi á fjölskyldan að fara til Spánar“ Nú eru örfáir dagar í að taka þurfi mál fjölskyldu Yazans aftur til efnislegrar meðferðar, verði hún ekki flutt af landi brott. Guðrún gefur ekkert upp um það hvort hún vilji að fjölskyldan verði flutt af landi brott áður en að því kemur. Brottflutningnum hafi verið frestað og nú sé til skoðunar hvenær honum verður framfylgt. „Nú er það svo að þetta mál var tekið fyrir á tveimur stjórnsýslustigum. Þar var unnið faglega og það kom niðurstaða í málið. Viðkomandi einstaklingur fékk synjun um alþjóðlega vernd hér á Íslandi og þar af leiðandi á fjölskyldan að fara til Spánar. Þar á málið að vera tekið fyrir.“ Guðrún játar þó að málið sé mjög sérstakt og Yazan sé einstaklingur í mjög viðkvæmri stöðu. „Ég er mjög meðvituð um það.“ Þá segir hún að hún telji að búið sé að tryggja að Yazan fái alla þá þjónustu sem hann þarf á Spáni. Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Sjá meira
Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um ákvað Guðrún að fresta brottflutningnum að beiðni Guðmundar Inga Guðbrandssonar í fyrrinótt, þegar fjölskyldan hafði þegar verið flutt á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem til stóð að senda hana til Spánar. Í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi, þar sem mál fjölskyldunnar var tekið sérstaklega fyrir, segir Guðrún að í beiðni Guðmundar Inga hafi ekki falist hótun um ríkisstjórnarslit. Hann hafi einfaldlega beðið um að brottflutningnum yrði frestað þangað til að búið væri að ræða hann í þaula í ríkisstjórn. „Ég ákvað að verða við því, þó að það væri mér þvert um geð, til að gefa hér svigrúm í ríkisstjórninni til að ræða þetta mál, sem er um margt einstakt og varðar einstaklinga í sérlega viðkvæmri stöðu.“ Niðurstaðan stendur Guðrún segir það ekki íþyngjandi fyrir ríkisstjórnina að beiðni Guðmundar Inga hafi borist. Það sé styrkur stjórnarinnar að geta rætt erfið ágreiningsmál. Stjórnin komist alltaf að niðurstöðu og hún vænti þess að það gerist einnig nú. Þá segir hún að þrátt fyrir að málið hafi verið rætt í ríkisstjórn breyti það engu um þá ákvörðun um brottvísun fjölskyldunnar hafi þegar verið tekin og muni standa. „Þessi mál eru með þeim hætti að þegar er komin niðurstaða Útlendingastofnunar og Kærunefndar útlendingamála, þá fær lögreglan þessa beiðni frá þeim stofnunum um að framkvæma brottflutning þeirra einstaklinga sem fá synjun um dvöl á Íslandi. Lögreglan hefur ekkert val um hvaða verkefni koma til hennar. Þau þurfa einfaldlega að framfylgja þeirri beiðni í fyrrinótt og ég ber fullt traust til lögreglu í hennar störfum. Ég vil ítreka það.“ „Þar af leiðandi á fjölskyldan að fara til Spánar“ Nú eru örfáir dagar í að taka þurfi mál fjölskyldu Yazans aftur til efnislegrar meðferðar, verði hún ekki flutt af landi brott. Guðrún gefur ekkert upp um það hvort hún vilji að fjölskyldan verði flutt af landi brott áður en að því kemur. Brottflutningnum hafi verið frestað og nú sé til skoðunar hvenær honum verður framfylgt. „Nú er það svo að þetta mál var tekið fyrir á tveimur stjórnsýslustigum. Þar var unnið faglega og það kom niðurstaða í málið. Viðkomandi einstaklingur fékk synjun um alþjóðlega vernd hér á Íslandi og þar af leiðandi á fjölskyldan að fara til Spánar. Þar á málið að vera tekið fyrir.“ Guðrún játar þó að málið sé mjög sérstakt og Yazan sé einstaklingur í mjög viðkvæmri stöðu. „Ég er mjög meðvituð um það.“ Þá segir hún að hún telji að búið sé að tryggja að Yazan fái alla þá þjónustu sem hann þarf á Spáni.
Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Sjá meira