„Við erum mjög uggandi yfir stöðunni“ Bjarki Sigurðsson skrifar 17. september 2024 21:49 Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Vísir/Stefán Umboðsmaður barna segist uggandi yfir löngum biðlistum hvað varðar úrræði fyrir börn með vanda. Ekkert sé mikilvægara en að hlúa að börnunum. Þúsundir barna eru á biðlista eftir ýmiskonar úrræðum sem koma að greiningum og geðheilbrigðisþjónustu. Biðtími eftir ADHD-greiningu er tvö ár og þrjú ár þegar grunur leikur á um einhverfu. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, óskaði eftir upplýsingum frá þremur ráðuneytum um hvað þau ætli að gera til að vinna í þessum biðlistum. Svar barst frá heilbrigðisráðuneytinu, dómsmálaráðuneytið bíður eftir upplýsingum frá sýslumanni en ekkert hefur borist frá barnamálaráðuneytinu. „Við erum mjög uggandi yfir stöðunni og ætlum að skoða enn betur hvernig staðan er hjá sveitarfélögunum. Við erum að gefa ákveðna mynd af stöðunni en hún er kannski enn verri en hún birtist hjá okkur,“ segir Salvör. Það sé ekki nýtt að biðlistar séu langir en þeir séu að lengjast meira og meira með hverju árinu. „Það verði ekki bara gert átak, vegna þess að við þurfum meira en átak. Við þurfum viðvarandi aðstæður þannig að börn geti fengið þjónustu þegar þau þurfa á henni að halda,“ segir Salvör. Ofbeldi ungmenna hefur aldrei verið jafn áberandi og nú. Hnífaburður virðist vera síalgengari og nýlega lést sautján ára stúlka eftir hnífstungu á Menningarnótt. Grípa þurfi börn í vanda á réttum tíma. „Það er ekkert eins mikilvægt og að koma vel fram við börn og hlúa að börnunum. Það er ekkert í samfélaginu eins mikilvægt. Þannig ef við getum tekið höndum saman og virkilega tekið utan um börnin okkar. Veitt þeim rétt úrræði þegar þau þurfa á þeim að halda og stutt þau til þroska. Þá erum við að gera vel,“ segir Salvör. Börn og uppeldi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skóla- og menntamál Heilbrigðismál Geðheilbrigði Réttindi barna Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Sjá meira
Þúsundir barna eru á biðlista eftir ýmiskonar úrræðum sem koma að greiningum og geðheilbrigðisþjónustu. Biðtími eftir ADHD-greiningu er tvö ár og þrjú ár þegar grunur leikur á um einhverfu. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, óskaði eftir upplýsingum frá þremur ráðuneytum um hvað þau ætli að gera til að vinna í þessum biðlistum. Svar barst frá heilbrigðisráðuneytinu, dómsmálaráðuneytið bíður eftir upplýsingum frá sýslumanni en ekkert hefur borist frá barnamálaráðuneytinu. „Við erum mjög uggandi yfir stöðunni og ætlum að skoða enn betur hvernig staðan er hjá sveitarfélögunum. Við erum að gefa ákveðna mynd af stöðunni en hún er kannski enn verri en hún birtist hjá okkur,“ segir Salvör. Það sé ekki nýtt að biðlistar séu langir en þeir séu að lengjast meira og meira með hverju árinu. „Það verði ekki bara gert átak, vegna þess að við þurfum meira en átak. Við þurfum viðvarandi aðstæður þannig að börn geti fengið þjónustu þegar þau þurfa á henni að halda,“ segir Salvör. Ofbeldi ungmenna hefur aldrei verið jafn áberandi og nú. Hnífaburður virðist vera síalgengari og nýlega lést sautján ára stúlka eftir hnífstungu á Menningarnótt. Grípa þurfi börn í vanda á réttum tíma. „Það er ekkert eins mikilvægt og að koma vel fram við börn og hlúa að börnunum. Það er ekkert í samfélaginu eins mikilvægt. Þannig ef við getum tekið höndum saman og virkilega tekið utan um börnin okkar. Veitt þeim rétt úrræði þegar þau þurfa á þeim að halda og stutt þau til þroska. Þá erum við að gera vel,“ segir Salvör.
Börn og uppeldi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skóla- og menntamál Heilbrigðismál Geðheilbrigði Réttindi barna Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Sjá meira