Fótbolti

Stuðnings­maður Liverpool lést fyrir leikinn gegn Milan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Blómvöndur var lagður í sæti stuðningsmanns Liverpool, sem lést í gær, á San Siro.
Blómvöndur var lagður í sæti stuðningsmanns Liverpool, sem lést í gær, á San Siro. getty/Andrew Powell

Philip Joseph Dooley, stuðningsmaður Liverpool, lést í umferðarslysi fyrir leik liðsins gegn AC Milan í Meistaradeild Evrópu í gær.

Dooley gerði sér ferð til Ítalíu til að fylgjast með sínum mönnum. Í gærmorgun var keyrt á hann nálægt flugvelli í Bergamo og hann lést samkvæmt lögreglunni í Merseyside. Dooley var 51 árs.

Tveir menn sem urðu vitni að slysinu aðstoða ítölsku lögregluna við rannsókn málsins. Ítalska lögreglan nýtur einnig aðstoðar lögreglunnar í Merseyside.

Leikmenn Liverpool léku með sorgarbönd í leiknum gegn Milan í gær og þá var blómvöndur settur í sæti Dooleys á San Siro.

Liverpool vann leikinn, 1-3. Ibrahima Konaté, Virgil van Dijk og Dominik Szoboszlai skoruðu mörk Rauða hersins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×