Okkar eigið Ísland: Skelltu sér í slímuga laug Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. september 2024 13:38 Félagarnir höfðu lagt of mikið á sig til þess að komast að lauginni svo það var ekki annað í boði en að skella sér ofan í. Félagarnir Garpur I. Elísabetarson, Sigurður Karlsson og Leifur Runólfsson skella sér á Blátind í Morsárdal í nýjasta þættinum af Okkar eigið Ísland. Þá tókst þeim að finna dularfulla náttúrulaug að göngu lokinni sem enginn veit hvar er. Laugin reyndist hálfógeðsleg en það stöðvaði ekki göngugarpana. Fjórða þáttaröðin af ferðaþáttunum Okkar eigið Ísland er nú í sýningu á Vísi og Stöð 2+. Þar fara Garpur og félagar upp á helstu fjöll Íslands, óþekkt en líka þekkt fjöll sem eru í allra augsýn á hverjum degi. Aldrei labbað svo leiðinlegan kafla Þeir félagar hófu ferðalagið á að þvera Morsárdal á hjólum. Því næst tók við ganga upp á topp þar sem mikill snjór gerði þeim félögum erfitt fyrir og þá sérstaklega Garpi, bæði upp og niður toppinn. „Ég held ég hafi aldrei labbað á svo leiðinlegum kafla,“ segir Garpur meðal annars. Þeir komust þó að lokum upp á topp þar sem við blasti magnað útsýni til allra átta yfir Vatnajökulsöræfin. Garpur segir þá félaga hafa gert ráð fyrir að leiðin niður yrði skemmtilegri. „Að við gætum rúllað okkur niður brekkuna en það sem ég gerði ekki ráð fyrir er að ég er með svo stóran rass að ég rann ekkert niður, ég bara sökk oní. Strákarnir fóru fleygiferð en ég bara svona stoppaði einhvern veginn.“ Dularfulla laugin reyndist miður geðsleg Þeir félagar höfðu ákveðið að finna náttúrulaug sem þeir höfðu fengið veður af, skammt frá Blátindi. Lítið sem ekkert er vitað um laugina og þeir höfðu að lokum upp á henni með GPS hnitum. „Við höfðum ekki hugmynd um hvar hún var eða hversu stór hún var eða hversu heit hún var, við vissum ekki neitt. Það eru ekki til neinar myndir það eru ekki til neinar staðsetningar, það er ekki til neitt þannig við vissum ekkert hvað beið okkar.“ Þegar félagarnir fundu laugina loksins kom í ljós að í henni var lítið vatn, aðallega slím og sandur. Í þokkabót var hún ekkert sérlega hlý. „Ef við hefðum ekki beðið svona lengi eftir þessari laug þá hefðum við aldrei sest þarna oní. Hún var köld, lítil og skítug,“ segir Garpur sem segist ekki mæla með lauginni þó hann mæli heilshugar með Blátindi. Hér fyrir neðan má horfa á eldri þætti af Okkar eigið Ísland á sjónvarpsvef Vísis. Þeir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+. Okkar eigið Ísland Fjallamennska Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Sjá meira
Fjórða þáttaröðin af ferðaþáttunum Okkar eigið Ísland er nú í sýningu á Vísi og Stöð 2+. Þar fara Garpur og félagar upp á helstu fjöll Íslands, óþekkt en líka þekkt fjöll sem eru í allra augsýn á hverjum degi. Aldrei labbað svo leiðinlegan kafla Þeir félagar hófu ferðalagið á að þvera Morsárdal á hjólum. Því næst tók við ganga upp á topp þar sem mikill snjór gerði þeim félögum erfitt fyrir og þá sérstaklega Garpi, bæði upp og niður toppinn. „Ég held ég hafi aldrei labbað á svo leiðinlegum kafla,“ segir Garpur meðal annars. Þeir komust þó að lokum upp á topp þar sem við blasti magnað útsýni til allra átta yfir Vatnajökulsöræfin. Garpur segir þá félaga hafa gert ráð fyrir að leiðin niður yrði skemmtilegri. „Að við gætum rúllað okkur niður brekkuna en það sem ég gerði ekki ráð fyrir er að ég er með svo stóran rass að ég rann ekkert niður, ég bara sökk oní. Strákarnir fóru fleygiferð en ég bara svona stoppaði einhvern veginn.“ Dularfulla laugin reyndist miður geðsleg Þeir félagar höfðu ákveðið að finna náttúrulaug sem þeir höfðu fengið veður af, skammt frá Blátindi. Lítið sem ekkert er vitað um laugina og þeir höfðu að lokum upp á henni með GPS hnitum. „Við höfðum ekki hugmynd um hvar hún var eða hversu stór hún var eða hversu heit hún var, við vissum ekki neitt. Það eru ekki til neinar myndir það eru ekki til neinar staðsetningar, það er ekki til neitt þannig við vissum ekkert hvað beið okkar.“ Þegar félagarnir fundu laugina loksins kom í ljós að í henni var lítið vatn, aðallega slím og sandur. Í þokkabót var hún ekkert sérlega hlý. „Ef við hefðum ekki beðið svona lengi eftir þessari laug þá hefðum við aldrei sest þarna oní. Hún var köld, lítil og skítug,“ segir Garpur sem segist ekki mæla með lauginni þó hann mæli heilshugar með Blátindi. Hér fyrir neðan má horfa á eldri þætti af Okkar eigið Ísland á sjónvarpsvef Vísis. Þeir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+.
Okkar eigið Ísland Fjallamennska Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Sjá meira