Mistök að eyða ekki meiri tíma með börnunum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. september 2024 10:30 Theodór hvetur foreldra til að eyða meiri tíma með börnunum sínum. Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi segir staðreyndina þá að fjölskyldur á Íslandi eyði ekki nægilega miklum tíma saman. Þetta komi fyrst og fremst niður á börnum og segir Theodór það mikil mistök af hálfu foreldra að eyða ekki meiri tíma með börnum sínum. Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni. Þar segir Theodór ljóst að andleg heilsa í samfélaginu sé ekki nægilega góð, þó hún gæti vissulega verið verri. Hann segir að samskipti innan fjölskyldunnar skipti mestu máli. Tilefnið er umræða um aukinn fjölda ofbeldisbrota meðal ungmenna og áhyggjur af versnandi andlegri heilsu ungmenna á Íslandi. Flóknara fjölskyldumynstur kalli á enn frekari samskipti „Það er alltof mikið af einangrun í samfélaginu. Þú getur mjög auðveldlega verið einmana innan um fullt af öðru fólki. Við erum sem samfélag ekki að tala nógu mikið saman,“ segir Theodór. Hann segir ljóst að allskyns upplýsingar dynji á foreldrum. Þær geti verið misvísandi eins og þær séu margar og það sé álag að vinna úr þeim. „Það sem við vitum er að maðurinn, tegundin okkar, hún hefur þörf fyrir samskipti við aðra einstaklinga. Við vitum líka að þegar þú ert að lifa eins og margir ungir foreldrar, fólk er í vinnu og svo þarf að fara í ræktina, svo þarf að fara að sinna vinum, sem ég er algjörlega sammála að þurfi að gera, en þá verður oft svo lítill tími eftir fyrir börnin okkar og fyrir samtal við börnin okkar.“ Nú á tíðum hafi fólk of lítinn tíma fyrir samskipti. „Og auðvitað svíður kannski að heyra þetta en ef við erum ekki að taka tíma með börnunum okkar á hverjum degi þá erum við að gera mistök,“ segir Theódór. Hann nefnir kvöldmat með fjölskyldunni sem dæmi. Flestar fjölskyldur í dag séu myndaðar í kringum stjúptengsl. Það sé flóknara mynstur en á árum áður og því þurfi að sinna samskiptunum enn betur. „Ég held það sé bara allt of mikil lausung í kjarna fjölskyldunnar og auðvitað birtist það líka í skólunum og auðvitað þarf skóli og heimili að starfa saman en þetta er fyrst og fremst vandi heima, hvað erum við að gera heima?“ Þurfum að hlúa að okkur sjálfum og hvort öðru Theodór segir að í sinni vinnu heyri hann í allskonar foreldrum, sem meðal annars bendi honum á að krakkarnir séu jafnvel á æfingu á matmálstíma. Því endi fjölskyldumeðlimir á því að borða á sitthvorum tíma, á sitthvorum stað. „Ég er ekki að segja að þetta sé auðvelt fyrir foreldra. En ég er að segja að lausnin sé ekkert sérlega flókin. Við þurfum að tala meira saman og vera meira saman.“ Hann segir ljóst að maðurinn sé í eðli sínu góður. Þeir krakkar sem fremji ofbeldisverk séu augljóslega á stað þar sem þeim líði ekki vel. Þá þurfi að spyrja af hverju það sé og hvernig sé hægt að breyta því. „Við erum ekki að hugsa nógu vel um hvort annað. Við erum ekki að leyfa okkur að þykja nógu vænt um hvort annað og að hluta til getur það líka verið: Þykir okkur nógu vænt um okkur sjálf? Ef ég er algjörlega öruggur með sjálfan mig þá þarf ég ekki að fara í ræktina til þess að nágranni minn viti að ég sé að fara í ræktina. Ef ég er algjörlega öruggur um sjálfan mig þá þarf ég ekki að eyða um efni fram til þess að heilla einhvern einstakling sem mér er kannski ekki sérlega vel við.“ Bítið Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Sjá meira
Þetta kemur fram í Bítinu á Bylgjunni. Þar segir Theodór ljóst að andleg heilsa í samfélaginu sé ekki nægilega góð, þó hún gæti vissulega verið verri. Hann segir að samskipti innan fjölskyldunnar skipti mestu máli. Tilefnið er umræða um aukinn fjölda ofbeldisbrota meðal ungmenna og áhyggjur af versnandi andlegri heilsu ungmenna á Íslandi. Flóknara fjölskyldumynstur kalli á enn frekari samskipti „Það er alltof mikið af einangrun í samfélaginu. Þú getur mjög auðveldlega verið einmana innan um fullt af öðru fólki. Við erum sem samfélag ekki að tala nógu mikið saman,“ segir Theodór. Hann segir ljóst að allskyns upplýsingar dynji á foreldrum. Þær geti verið misvísandi eins og þær séu margar og það sé álag að vinna úr þeim. „Það sem við vitum er að maðurinn, tegundin okkar, hún hefur þörf fyrir samskipti við aðra einstaklinga. Við vitum líka að þegar þú ert að lifa eins og margir ungir foreldrar, fólk er í vinnu og svo þarf að fara í ræktina, svo þarf að fara að sinna vinum, sem ég er algjörlega sammála að þurfi að gera, en þá verður oft svo lítill tími eftir fyrir börnin okkar og fyrir samtal við börnin okkar.“ Nú á tíðum hafi fólk of lítinn tíma fyrir samskipti. „Og auðvitað svíður kannski að heyra þetta en ef við erum ekki að taka tíma með börnunum okkar á hverjum degi þá erum við að gera mistök,“ segir Theódór. Hann nefnir kvöldmat með fjölskyldunni sem dæmi. Flestar fjölskyldur í dag séu myndaðar í kringum stjúptengsl. Það sé flóknara mynstur en á árum áður og því þurfi að sinna samskiptunum enn betur. „Ég held það sé bara allt of mikil lausung í kjarna fjölskyldunnar og auðvitað birtist það líka í skólunum og auðvitað þarf skóli og heimili að starfa saman en þetta er fyrst og fremst vandi heima, hvað erum við að gera heima?“ Þurfum að hlúa að okkur sjálfum og hvort öðru Theodór segir að í sinni vinnu heyri hann í allskonar foreldrum, sem meðal annars bendi honum á að krakkarnir séu jafnvel á æfingu á matmálstíma. Því endi fjölskyldumeðlimir á því að borða á sitthvorum tíma, á sitthvorum stað. „Ég er ekki að segja að þetta sé auðvelt fyrir foreldra. En ég er að segja að lausnin sé ekkert sérlega flókin. Við þurfum að tala meira saman og vera meira saman.“ Hann segir ljóst að maðurinn sé í eðli sínu góður. Þeir krakkar sem fremji ofbeldisverk séu augljóslega á stað þar sem þeim líði ekki vel. Þá þurfi að spyrja af hverju það sé og hvernig sé hægt að breyta því. „Við erum ekki að hugsa nógu vel um hvort annað. Við erum ekki að leyfa okkur að þykja nógu vænt um hvort annað og að hluta til getur það líka verið: Þykir okkur nógu vænt um okkur sjálf? Ef ég er algjörlega öruggur með sjálfan mig þá þarf ég ekki að fara í ræktina til þess að nágranni minn viti að ég sé að fara í ræktina. Ef ég er algjörlega öruggur um sjálfan mig þá þarf ég ekki að eyða um efni fram til þess að heilla einhvern einstakling sem mér er kannski ekki sérlega vel við.“
Bítið Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Sjá meira